Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Gleðigjafi á krepputímum

Ég varð svo glaður er ég leit við á bloginu hjá Karli Tómassyni í Mosó.  Hann bauð nefnilega upp á hið gullfallega lag, Rain, með Uriah Heep.  lagið sem er á plötunni, Lagið sem er á plötunni The Magican's Birthday er eitt af fallegri fallegri lögum Ken Hensley.

Mér finnst endilega að ég þurfi að bæta annarri perlu úr safni Heep við hér.  Það er lagið Come Away Melinda af fyrstu plötu Heep,  Very 'Eavy Very 'Umble.  Einstaklega fallegt lag sem leyndist innan um misjafnar afurðir plötunnar. Lagið er reyndar ekki er eftir þá félaga en ég læt það samt vaða. 


Graf alvarlegt mál

Háfað á Krossanesinu 1968Það að útlendingar sem heimækja Ísland geti ekki treyst að gengi krónunnar sé ekki nokkurn vegninn í samræmi við það gengi sem viðskiptabankar þess gefa upp er auðvitað gravalverlegt mál og nánast þjófnaður kortafyrirtækjanna þegar þau setja upp eitthvert geðþóttagengi.

Ferðamannaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem við ætlum að hagnast  sem mest á í framtíðinni og þá verður fólk sem heimsækir Ísland að geta trayst því að krónan sé króna en ekki aurar þegar þeir borga kortareikningana eftir Íslandstúrinn.

Eins og flestir vita hugðust norskir hrægammar gott til glóðarinnar, (ég var víst í þeirra hópiBlush) að kaupa bíla á brunaútsölunni á Íslandi.  En er betur var að gáð þá var gengið svo misjafnlega skráð í norsku bönkunum að hagurinn af viðskiptup með nýjan eða notaðan bíl frá Íslandi var algerlega eftir viðskiptabanka hvers og eins.

Þessi tvö dæmi, af mörgum, um gagnleysi krónunnar styðja það að öllu máli skiptir að þjóðin fái nýjan gjaldmiðil sem nýtur trausts í nágrannalöndunum að minnsta kosti.  Það geta orðið mörg ár þar til viðskiptaheimurinn hefur áhuga fyrir íslenskum gjaldmiðli. En það hastar að fá traustvekjandi gjaldmiðil í Evrópu.  Þess vegna verður að koma sjálfstæðismönnum í skilning um að krónan sé ekkert sem við getum lappað upp á.  Ef þeim tekst ekki að skilja þða þá verðum við að koma þeim frá stjórnartaumunum.   Það er bara eins og Samfylkingin hafi ekki burði til þess hvernig sem á því nú stendur.

Það er ekki hægt að líta framhjá ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem stjórnað hefur haft forsætisráðherra og fjármálaráðherra ásamt því að deila og drottna yfir Seðlabankanum í 17 ár ef frá eru takdir mánuðirnir sem Halldór Ásgrímsson sat aðgerðarlaus í forsætisráðuneytinu.  Peningamálastefna flokksins og markaðshyggja hefur haldið þjóðinni í skrúfstykki allan þann tíma.

Ef eitthvað gott getur komið út úr kreppunni þá er það að við losnum við Sjálfstæðisflokkinn  úr stjórnarráðinu í alla vega aldarfjórðung meðan við fáum tíma til að byggja samfélagið okkar upp aftur.  Til þess að það gangi sem fljótast þarf þjóðin, sem nú á loksins fiskikvótan aftur þar sem hann er allur veðsettur í ríkisbönkunum,  að selja fiskveiðiheimildir til þeirra sem vilja kaupa og geta fiskað.  Skiptir engu máli hvort þar séu útlendigar á ferð eða Íslendingar.  Það sem skiptir máli er að peningarnir renni í ríkiskassann en ekki í vasa eigenda Granda og annarra kvótagreifa. 

Við höfum ekki haft betra tækifæri í 20 ár til að efla landsbyggðina um leið og við fáum arðinn að auðlyndinni í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar.


mbl.is Norðmenn reiðir vegna útreikninga kortafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnir trausti

Reseliv_fly_a_jpg_884852gSterling er farið á hausinn og afleiðing þess er að þúsundir manna eru strandaglópar um alla Evrópu.   Þar af eru 350 á Gardermoenflugvelli í Ósló.  Helmingur farþeganna í Ólsó mættu á völlinn glaðir í bragði enda ferðinni heitið í fií til Kanarýeyja.  Á vellinum fékk fólkið þau tíðndi að Sterling væri farið á hausinn, ekkert yrði af ferðinni og miðarnir yrðu ekki endurgreiddir.

Fall Sterling er enn eitt áfallið í fyrir ásýnd Íslendinga í Evrópu.  Litið er á okkkur sem fólk sem ekki er treystandi.  Auðvitað var okkur sem þjóð bölvað í sand og ösku af sárreiðu fólki sem fékk ekki það sem það keypti og ekki heldur peningana sína til baka.

Sterling hefur skpt um eigendur nokkuð títt. Og sumir hafa hagnast vel á sölu félagsins en aðrir sjálfsat tapað á að hafa keypt það.  Engu að síður var félagið talið standa þokkalega.  Hátt bensínverð og sú staðreund að félagið var í eigu Íslendinga  reið því að fullu.  Það var verðlausa krónan og það vantraust sem íslenskir athafnamenn verða að horfast í augu við sem endanlega sparkaði undan flugfélaginu fótunum.

Það sorglega er að seðlabankastjórninn og nánasta hirðin í sértrúarsöfnuði hans sjá ekkert betra úrræði fyrir þjóðina en að halda í hina verðlausu krónu.  Og aðferðin sem þeir beita er að taka hundriði milljarða að láni í erlendum gjaldeyri í þeirri von að geta náð upp verðgildi hennar um einhver prósent. 

Heldur virkilega einhver að þessi hagfræði auki traust á krónunni og íslenskiu þjóðinni.


mbl.is Sterling gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Desperat bønn

Þetta var fyrirsögnin á frétt hjá netútgáfu TV2 í Noregi í kvöld.  Fréttin .fjallaði að sjálfsögðu um hjálparbeiðni Geirs til Norðulandanna.

"På møtet ba Islands statsminister Geir Haarde sine kolleger Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen, Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt om hjelp til å løse de problemene landet er kommet opp i."

 Trygler Norge om hjelp   Þetta er svo annað dæmi um fyrirsögn úr sama fjölmiðli.  Þetta segir svolítið um viðorfin.

 


90% vilja reka Davíð

Það var fróðlegt að fylgjast með myndskeiðum af blaðamannafundi Seðlabankans í morgun.  Davíð Oddson lenti í þeirri leiðinlegu aðstöðu að tilkynna þjóðinni stýrivaxtahækkun um 6 prósentustig aðeins hálfum  mánuði eftir að hann hafði lækkað þessa sömu vexti um 3.5%.

Síðan heldur hann því fram að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun þrátt fyrir að það hafi verið sendlarnir frá IMF sem réðu þessari miklu vaxtahækkun í dag. Davíð virðist ekki enn gera sér grein fyrir því að Seðlabankinn er ekki neitt í dag. Helsta hlutverk han er að varðveita verðlausa krónu.  Gjaldmiðil sem er og hefur verið okkur þrándur í götu í áratugi vegna óstöðugs gengi sem engin hefur ráðið við.

Í dag er á mörkunum að við getum kallast sjálfstætt ríki.  Við erum algerlega háð fjárhagsaðstoð nágrannalanda okkar.  Norðmenn standa okkur næst þar sem við erum í félgi með þeim utan ESB. Fólk getur að sjálfsögðu haft skiptar skoðanir á því hvort okkur sé betur borgið innan eða utan ESB.  En í dag held ég að það séu aðeins örfáir Íslendingar og þeir eru allir í sértrúarsöfnuði Davíðs og Hannesar Hómsteins, sem vilja halda í krónuna.  Öðrum ber saman um að við ættum sem fyrst að sækja um aðild að ESB og taka upp evru um leið og það er hægt.   Það er svo em gott og blessað en það tekur bara alltof langan tíma að bíða eftir því.

Annar möguleiki er að semja við Norðmenn og fá að taka upp NOK eða tengja ÍKR við þá norsku. Þar með værum við háð norska seðlabankanumog gætum nánast lagt þann íslenska niður með því að endurvekja þjóðhagsstofnun.  Við kæmumst fyrr í gang með þessari leið ef hún væri fær.  En það myndi þýða seinkun á aðildarumsókn að ESB

Viðbrögð Davíðs við spurningu Lóu Aldísar um hvort hann hefði íhugað að segja af sér voru afar eðlileg hjá særðum manni. Slíkir verja sig gjarnan með hroka og það brást ekki hjá bankastjóranum.  Hann spuri bara á móti hvort hún hefði hugsað að segja af sér.   Munurinn er bara sá að engin hefur farið í kröfugöngu til þess að mótmæla Lóu sem blaðamanni.  Og engin skoðanakönnun hefur sýnt að 90% þjóðarinnar vilji losna við hana frá Stö2.  En þá afstöðu hefur þjóðin tekið gegn Davíð. 


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasöm vaxtahækkun

Vaxtahækkun Seðlabankans er engin bólusetning gegn óstöðugu gengi. Norskir hagfræðingar hafa að sjálfsögðu kommenterað á aðgerðir Seðlabankans í morgun og engin hefur talið vaxtahækkunina af hinu góða.Heldur þvert á móti.

Harald Magnus Andreassen, aðalgreiandi First Securities, er  er gagnrýnin á vaxtahækunina.

"Troverdigheten til islandske kroner blir ikke sterkere hvis landet har en rente som ikke står i stil med økonomien. Island trenger lav rente",  segir hann í viðtali við E24.

Þar á hann við það sem gerðist í Noregi í bankakreppunni þar á síðustu öld.  Þá snérist vaxtahækkunin upp í andhverfu sína sem björgunarhringur.  Færri höfðu trú á norsku krónunni.


mbl.is Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeppelin eru ekki háðir Robert Plant

Jimmy PageÉg er ekkert viss um að það sé neinn galli á gjöf Njarðar þó Robert Plant verði ekki með Zeppunum á komandi tónleikaferðalagi.  Hann hefur vaxið í þveröfuga átt við bæði Page og Jones og passar ekki lengur í sitt gamla hlutverk. Hann var og er frábær söngvari sem valið hefur sér allt aðra línu en dúndurrokk Led Zeppelin.   Þeir gætu alveg eins fengið Paul Simon eða Peter Asher með sér á túrinn.

Paul Rodgers, gamli Free sönvgarinn, starfaði með Page í hljómsveitinni Firm á sínum tíma. Ekki sérlega merkileg sveit en það var ekki Rodgers að kenna. Hann er blues/rokk söngvari af guðs náð.  Að mínu mati betri en Plant.  Rodgers hefur verið frábær með eftirlifandi félögum úr Queen en ég held að Zeppa-rokkið standi honum enn nær. 

Þá gæti Glenn Huges einnig verið góður kostur.  Með hann í liði gæti John Paul Jones helgað sig hljómborðinu sem er eiginlega hans aðal hljóðfæfri. Held líka að það gæti verið spennandi að heyra hann spila bassalínurnar í lögum eins og How Many More Times og Rock & Roll svo dæmi séu nefnd.

Svo væri bara gaman að því ef þeir fyndu einn ungan og graðan rokkara sem þeir skóluðu til í hlutverkið.  Svona eins og Gunnar, sálugi, Jökull gerði við Bjögga þegar hann gekk til liðs við Flowers.  Það var háskóli í því hvernig menn eiga að flytja rokk.  


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi strax kominn í vandræði

Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,  rótað sig inn í sitt fyrsta vandamál. Trúverðuleiki hans hefur beðið hnekki. 

Gylfi hfði ekki verið forseti ASÍ í marga tíma þegar hann lýsti blindum stuðningi við björgunaraðgerð ríkistjórnarinnar til handa efnahgaslífi lýðveldisins.  Hann lýsti stuðningi við samningsuppkast ríkistjórnarinnar og IMF án þess að hafa hugmynd um innihaldið.

Nú vitum við alla vega um eitt skilyrðið. Stýrivaxtahækkun upp á 6%.  En fólk hefur ekki hugmyynd um hvar það á að taka peninga fyrir þessari hækkun.  Mega launþegar kannski eiga von á launahækkun til að standa straum af hækkuninni.

Viðhorf Gylfa er ekki til þess fallið að fallið að vekja traust á ASÍ.  Það er mjög miður í því ástandi sem launþegar á Íslandi eru í nú.  Sterkur ASÍ forseti er það sem við þurfum.  Gylfi Arnbjörnsson passar greinilega ekki inn í hluverkið.  Maður sem skilur ekki að við getum ekki borgað 6 þorska í vexti þegar við eigum bara 5 getur ekki gegnt emætti forseta ASÍ.  Þess vegna ætti Gylfi að segja af sér. Strax í dag. 


mbl.is ASÍ: Of stórt skref stigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir þetta?

Þýðir þetta að ef ég kaupi evrur í íslenskum banka þá kosta þær 152 krónur en ef ég kaupi þær í þýskalandi kosta þær 252 krónur?  Af hverju stafar þessi 88 króna mismunur?

Ef 6% stýrivaxtahækkunin var aðeins til að fá þessi undarlegu viðskipti þá þarf alla vega ég frekari skýringar.


mbl.is Alþjóðleg viðskipti með krónu á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru seðlabankarnir tregir til að lána Íslandi

Ég verð að viðurkenna það fer að verða hálf neyðarlegt fygjast með beiningaför forsætisráðherra milli seðlabanka beggja vegna Atlandshafsins.

Upphaflega sögðu stjórnvöld að þau hefðu leitað til Rússlands vegna þess að Bandaríkjamenn og ESB hefðu hrist hausinn sýnt Íslendingum fingurinn.  Nú hefur Geir verið 3 daga í Finnlandi og reynt að fá skandinavísku seðlabankana til að leggja okkur lið með lánum.  Það virðist ganga treglega að fá ákveðin svör. Nú segir Geir að hann hafi aftur rætt við vini vora USA og ESB.

Nú finnst mér vera tími tilkomin að stjórnvöld segi þjóðinni af hverju Bandaríkin og ESB sögðu nei við upphaflegu beiðninni. Það er líka sjálfsagt að þjóðin fái að vita af hverju t.d. Norðmenn, sem buðu okkur aðstoð fyrstir þjóða, ekki sögðu já strax í gær i Helsinki er forsætisráðherra bar fram formlega beiðni um lán.

Getur það verið að stjórnvöld á Íslandi hafi einfaldelga ekki yfirsýn yfir stærð kreppunnar og geti því ekki lagt fram greiðsluáætlun til að borga lánin?  Af hverju krefjast skandinavisku seðlabankarnir "góðkjenningar" IMF?  Ísland er ekkert stærra en Bergen í Noregi svo Norðurlöndunum ættu ekki að vera skota skuld að bjarga þessum frændum sínum.

Nú er næstum mánuður síðan blaðran sprakk á Íslandi.  Sára lítill ef nokkur gjaldeyrir hefur komið inn í landið.  Það er alveg ljóst að ef ekkert gerist á næstu dögum fer verulega að kreppa að í innflutningsversluninni.  Það kom fram í norksu pressunni í morgun að það væri stutt í að matarskortur yrði á Íslandi.  Með hverjum deginum sem líður og við fáum ekki gjaldeyri verður staðan erfiðari.

Þess vegna þa þjóðin heimtingu á að fá upplýsingar um hvernig staðan er í samningum við seðlabankana og IMF.

  


mbl.is Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband