Af hverju eru seðlabankarnir tregir til að lána Íslandi

Ég verð að viðurkenna það fer að verða hálf neyðarlegt fygjast með beiningaför forsætisráðherra milli seðlabanka beggja vegna Atlandshafsins.

Upphaflega sögðu stjórnvöld að þau hefðu leitað til Rússlands vegna þess að Bandaríkjamenn og ESB hefðu hrist hausinn sýnt Íslendingum fingurinn.  Nú hefur Geir verið 3 daga í Finnlandi og reynt að fá skandinavísku seðlabankana til að leggja okkur lið með lánum.  Það virðist ganga treglega að fá ákveðin svör. Nú segir Geir að hann hafi aftur rætt við vini vora USA og ESB.

Nú finnst mér vera tími tilkomin að stjórnvöld segi þjóðinni af hverju Bandaríkin og ESB sögðu nei við upphaflegu beiðninni. Það er líka sjálfsagt að þjóðin fái að vita af hverju t.d. Norðmenn, sem buðu okkur aðstoð fyrstir þjóða, ekki sögðu já strax í gær i Helsinki er forsætisráðherra bar fram formlega beiðni um lán.

Getur það verið að stjórnvöld á Íslandi hafi einfaldelga ekki yfirsýn yfir stærð kreppunnar og geti því ekki lagt fram greiðsluáætlun til að borga lánin?  Af hverju krefjast skandinavisku seðlabankarnir "góðkjenningar" IMF?  Ísland er ekkert stærra en Bergen í Noregi svo Norðurlöndunum ættu ekki að vera skota skuld að bjarga þessum frændum sínum.

Nú er næstum mánuður síðan blaðran sprakk á Íslandi.  Sára lítill ef nokkur gjaldeyrir hefur komið inn í landið.  Það er alveg ljóst að ef ekkert gerist á næstu dögum fer verulega að kreppa að í innflutningsversluninni.  Það kom fram í norksu pressunni í morgun að það væri stutt í að matarskortur yrði á Íslandi.  Með hverjum deginum sem líður og við fáum ekki gjaldeyri verður staðan erfiðari.

Þess vegna þa þjóðin heimtingu á að fá upplýsingar um hvernig staðan er í samningum við seðlabankana og IMF.

  


mbl.is Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband