Fćrsluflokkur: Menning og listir

Blokkflauta, islam og andskotinn

Ţegar mađur starfar í fjölmenningarskóla ţar sem flestir nemendur eru börn islamsks flóttafólks getur eitt og annađ gerst sem mađur á ekki ađ venjast í íslenskum grunnskólum. Margt er skemmtilegt međan annađ ern nokkuđ sem mađur vill helst ekki reyna.  Ćtla ađ deila međ ykkur einni skondinni sögu úr tónlistakenslu.

Nú er ţar til máls ađ taka ađ í föstumánuđi múhameđssafnađanna, ramadan, héldum viđ uppi hefđbundinni tónlistarkenneslu í skólanum. Samkvćmt kennsluáćtlun ársins var komiđ ađ ţví ađ börnin áttu ađ lćra á blokkflautu og kynnast öđrum tréblásturhljóđfćrum fornum og nýjum frá felstum heimshlutum. En ţá kom nú babb í bátinn.

Tónlistarkennarinn fékk bréf frá imaminum í marókóskri mosku, sem stendur á skólalóđinni, ţar sem fariđ var fram á ađ blokkflauta yrđi ekki dregin fram međan á ramadan stćđi. Ástćđan var ađ blokkflauta er hljóđfćri djöfulsins og alls ills. Í hvert skipti sem tónn heyrđist úr blokkflautu fóru púkar af stađ og imamin vildi forđa börnunum frá áreit andskotans í helgasta mánuđi ársins.

Nú voru góđ ráđ dýr. Hvorki vildum styggja hiđ marokanska trúsamfélag eđa hinn volduga allah. En viđ vildum nú samt fá ađ nota blokkflautuna svo skotiđ var á hálfgerđum krísufundi ţar sem viđ réđum ráđum okkar.

Ég kom međ ţá bráđsnjöllu hugmynd um ađ viđ mćttum sjáfsagt nota blokkflautuna bara ef viđ hefđum opna glugga á tólistarstofunni. Ţá myndu púkarnir örugglega verđa frelsinu fegnir og fljúga út um gluggann.

Hugmyndin var borin upp viđ islamska kennarana viđ skólann, sem flestir eru í frjálslyndari kantinum og sýndist ţeim ađ ţetta ćtti ađ geta gengiđ.

Tore tónn skrifađi imaminum frá Marokko bréf og sagđi frá hinni stórgóđu hugmynd Íslendingsins. Imamen var ekki eins hrifinn og viđ í skólanum. Hann sagđi ţvert nei. Ef púkarnir geta flogiđ út um gluggann komast ţeir líka inn um hann. Og ţar sem ţeir eru elskir ađ tónum hljóđfćri hins illa vćri mjög líklegt ađ ţeir fćru ekki út úr kennslustofunni međan tónar blokkflautunnar liđu um loftiđ. Og ef viđ ćtluđum ađ halda fast viđ ađ kenna á blokkflautu á ramadan myndu margar fjölskyldur taka börn sín úr skólanum ţá daga sem ţau ćttu ađ vera í tónlistarkennslu. Ţađ vćri óforsvaranlegt ađ börnin vćru árteitt af sonum djöfulsins á hinum heilaga ramadan.

Viđ pökkuđum blokkflautunum niđur og frestuđum kennslu á ţetta annars ágćta hljóđfćri ţar til eftir jólafrí.

 


Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Okt. 2018

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Tónlistarspilari

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband