90% vilja reka Davíð

Það var fróðlegt að fylgjast með myndskeiðum af blaðamannafundi Seðlabankans í morgun.  Davíð Oddson lenti í þeirri leiðinlegu aðstöðu að tilkynna þjóðinni stýrivaxtahækkun um 6 prósentustig aðeins hálfum  mánuði eftir að hann hafði lækkað þessa sömu vexti um 3.5%.

Síðan heldur hann því fram að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun þrátt fyrir að það hafi verið sendlarnir frá IMF sem réðu þessari miklu vaxtahækkun í dag. Davíð virðist ekki enn gera sér grein fyrir því að Seðlabankinn er ekki neitt í dag. Helsta hlutverk han er að varðveita verðlausa krónu.  Gjaldmiðil sem er og hefur verið okkur þrándur í götu í áratugi vegna óstöðugs gengi sem engin hefur ráðið við.

Í dag er á mörkunum að við getum kallast sjálfstætt ríki.  Við erum algerlega háð fjárhagsaðstoð nágrannalanda okkar.  Norðmenn standa okkur næst þar sem við erum í félgi með þeim utan ESB. Fólk getur að sjálfsögðu haft skiptar skoðanir á því hvort okkur sé betur borgið innan eða utan ESB.  En í dag held ég að það séu aðeins örfáir Íslendingar og þeir eru allir í sértrúarsöfnuði Davíðs og Hannesar Hómsteins, sem vilja halda í krónuna.  Öðrum ber saman um að við ættum sem fyrst að sækja um aðild að ESB og taka upp evru um leið og það er hægt.   Það er svo em gott og blessað en það tekur bara alltof langan tíma að bíða eftir því.

Annar möguleiki er að semja við Norðmenn og fá að taka upp NOK eða tengja ÍKR við þá norsku. Þar með værum við háð norska seðlabankanumog gætum nánast lagt þann íslenska niður með því að endurvekja þjóðhagsstofnun.  Við kæmumst fyrr í gang með þessari leið ef hún væri fær.  En það myndi þýða seinkun á aðildarumsókn að ESB

Viðbrögð Davíðs við spurningu Lóu Aldísar um hvort hann hefði íhugað að segja af sér voru afar eðlileg hjá særðum manni. Slíkir verja sig gjarnan með hroka og það brást ekki hjá bankastjóranum.  Hann spuri bara á móti hvort hún hefði hugsað að segja af sér.   Munurinn er bara sá að engin hefur farið í kröfugöngu til þess að mótmæla Lóu sem blaðamanni.  Og engin skoðanakönnun hefur sýnt að 90% þjóðarinnar vilji losna við hana frá Stö2.  En þá afstöðu hefur þjóðin tekið gegn Davíð. 


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokkurinn setti DO og Hannes í störf.  Hve mörg % fengi Hannes í slíkri könnun?  Tveir frjálshyggjumenn fastir á ríkisspenanum og líkar vel. 

Doddi í Skuldalandi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankinn er "tæknilega" gjaldþrota, hvar er skilanefndin?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband