Gylfi strax kominn í vandræði

Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,  rótað sig inn í sitt fyrsta vandamál. Trúverðuleiki hans hefur beðið hnekki. 

Gylfi hfði ekki verið forseti ASÍ í marga tíma þegar hann lýsti blindum stuðningi við björgunaraðgerð ríkistjórnarinnar til handa efnahgaslífi lýðveldisins.  Hann lýsti stuðningi við samningsuppkast ríkistjórnarinnar og IMF án þess að hafa hugmynd um innihaldið.

Nú vitum við alla vega um eitt skilyrðið. Stýrivaxtahækkun upp á 6%.  En fólk hefur ekki hugmyynd um hvar það á að taka peninga fyrir þessari hækkun.  Mega launþegar kannski eiga von á launahækkun til að standa straum af hækkuninni.

Viðhorf Gylfa er ekki til þess fallið að fallið að vekja traust á ASÍ.  Það er mjög miður í því ástandi sem launþegar á Íslandi eru í nú.  Sterkur ASÍ forseti er það sem við þurfum.  Gylfi Arnbjörnsson passar greinilega ekki inn í hluverkið.  Maður sem skilur ekki að við getum ekki borgað 6 þorska í vexti þegar við eigum bara 5 getur ekki gegnt emætti forseta ASÍ.  Þess vegna ætti Gylfi að segja af sér. Strax í dag. 


mbl.is ASÍ: Of stórt skref stigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað studdi ASÍ aðkomu IMF að björguninni, rétt eins og Samtök atvinnulífsins, Verslunarráð, nær allir hagfræðingar landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og seðlabankar nágrannaríkja okkar. Ástæðan er einfaldlega sú að það var enginn annar kostur í stöðunni. Áætlun Seðlbankans sem bankastjóri kynnti þjóðinni í frægu þriðjudagsviðtali strandaði algerlega daginn eftir og við tók ráðleysi sem frysti algerlega gjaldeyrismarkaði og var að brenna upp eigur. Framundan var ekkert nema gjaldeyrisskortur og þar með vöruskortur, algert þrot fjölda fyrirtækja, óðaverðbólga og atvinnuleysi.

Vandræði Gylfa eru ekki meiri en vandræði Samtaka atvinnulífsins eða allra hinna. Við eigum öll í vandræðum og mixtúran getur verið afar bragðvond en því fyrr sem við sjáum vexti fara niður aftur því betra.

Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Dunni

Er æði smeykur um að hvorki ASÍ eða SA hafi gert ráð fyrir kröfu um 6% stýrivaxtahækkun.  Enkum eftir að Geir Haarde hafði gefið í skyn að ekkert svoleiðis væri í vændum.  Hann talaði einhverja vaxtahækkun en ekki um 50% hækkun.

Dunni, 28.10.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Heidi Strand

Þeir sem hafa komið sér skurðlausa eign á meðan þeir gátu skammta sér laun og annað, verða stikkfrí, en allt lagt a okkur hinum sem hafa látið það eftir sér að kaupa sér þak yfir höfuðið. Ekki er nógu framboð á leiguhúsnæði.
Hvað getur fólki gert? Það er ekki hægt að taka peninga sem ekki eru til. Hvenær er nóg komið nóg?

Mætum öll á Austurvelli á Laugardag kl. 15

Heidi Strand, 28.10.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband