Zeppelin eru ekki háðir Robert Plant

Jimmy PageÉg er ekkert viss um að það sé neinn galli á gjöf Njarðar þó Robert Plant verði ekki með Zeppunum á komandi tónleikaferðalagi.  Hann hefur vaxið í þveröfuga átt við bæði Page og Jones og passar ekki lengur í sitt gamla hlutverk. Hann var og er frábær söngvari sem valið hefur sér allt aðra línu en dúndurrokk Led Zeppelin.   Þeir gætu alveg eins fengið Paul Simon eða Peter Asher með sér á túrinn.

Paul Rodgers, gamli Free sönvgarinn, starfaði með Page í hljómsveitinni Firm á sínum tíma. Ekki sérlega merkileg sveit en það var ekki Rodgers að kenna. Hann er blues/rokk söngvari af guðs náð.  Að mínu mati betri en Plant.  Rodgers hefur verið frábær með eftirlifandi félögum úr Queen en ég held að Zeppa-rokkið standi honum enn nær. 

Þá gæti Glenn Huges einnig verið góður kostur.  Með hann í liði gæti John Paul Jones helgað sig hljómborðinu sem er eiginlega hans aðal hljóðfæfri. Held líka að það gæti verið spennandi að heyra hann spila bassalínurnar í lögum eins og How Many More Times og Rock & Roll svo dæmi séu nefnd.

Svo væri bara gaman að því ef þeir fyndu einn ungan og graðan rokkara sem þeir skóluðu til í hlutverkið.  Svona eins og Gunnar, sálugi, Jökull gerði við Bjögga þegar hann gekk til liðs við Flowers.  Það var háskóli í því hvernig menn eiga að flytja rokk.  


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Ég verð að vera ósammála. Þetta hljómar jafn asnalega fyrir mér og ef Garfunkel kæmi fram undir nafninu Simon & Garfunkel með einhverjum rugguhesti úti í bæ.

Haukur Viðar, 28.10.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Dunni

Jú Eyjólfur.  Það er einn hellvíti góður í Fredrikstad sem vel gæti græjað verekfnið. En þá er ég hræddur um að ég myndi missa af Uriah Heep dæminu í Gressvík um verslunarmannahelgina.  Nokkuð sem ég ekki vil fórna.

Dunni, 28.10.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Dunni

Í sumar voru þeir félagar þarna í fimmta sinn og þetta átti a vera síðasta skiptið sem Hensley mætit á svæið.  En hann kemur aftur að ári.

Billi var á tónleikunum í fyrra en lét sig vanta núna. 

Notodden blues er nú heldur ekkert slor.  Hafði verulegan áhuga á að sjá Jeremy Spenser þar í fyrra. En ég valdi Hauksson og Hensley.

Led Zeppelin skipta mig engu máli. Á reyndar 7 fyrstu plöturnar þeirra en nenni aldrei að hlusta á neinar nema I og II. Eftir þá IV. finnst mér plöturnar þeirra hreint út sagt leiðinlegar.

Dunni, 28.10.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Dunni

Það væri ekki ónýtt að fá það tríóið til að troða upp á  Notodden.  Þvílíkt band sem F.M. var í lok 7. áratugarins. 

Dunni, 29.10.2008 kl. 17:22

5 identicon

Er Eiki Hauks ekki málið með Led Zeppelin

Bjarki Hall (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Dunni

Mick Fleetwodd er flottur karl.  Var búinn að gleyma að hann kom hér í sumar.  Þekki norskan trommara sem spilaði dúó mðe honum í eina tíð.

Er klár á að Eiki gæti frontað með Led Zeppelin.  Engin spurning.  Hann getur sungið alla tegund tónlistar.  Hlustaði á hann syngja sálma í fyrra vetur.  Þar var hann líka góður.   Það var líka eftirminnilegt að sjá hann flytja "söngleik" um John Lennon fyrir tveimur árum.  Var einstaklega flott sýning þar á ferð.  Eiki er toppsöngvari.

Dunni, 31.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband