Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Geir tekur enga ábyrgð á kreppunnu

GeirGeir H. Haarde segir í viðtali við Aftenposten að hann taki ekki ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. En lofar strangari lögum í framtíðinni til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti endurtekið sig.

Þá neitar hann að íslensku bankarnir hafi verið undir minna eftirliti en bankar annars staðar í Evrópu og segir að ekki sé hægt að kenna einum manni um alþjóðlegu kreppuna.  

 

 "Islands statsminister Geir Haarde er ikke villig til å påta seg ansvaret for landets økonomiske kollaps, men lover strengere regulering av finansmarkedet i framtiden."

En var ekki Geir fjárálaráðherra í þeirri ríkistjórn sem leiddi þjóðina inn í nýfrjálshyggjuna og þaað markaðssamfélag sem nú hefur riðið samfélaginu að fullu.  Fjármálaráðherra ber náttúrulega enga ábyrgð.  Og alls ekki forsætisráðherra. 

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2736603.ece

 

 


Skelfingin

Björgólfur Thor tekur undir það sem flestir hagfræðingar heims, sem tjáð hafa sig um Íslandskreppuna, að gjörningur Seðlabankans Glitnisnóttina svokölluðu endaði með skelfingu og martröð fyrir íslensku þjóðina.

Ég hef engar forsendur tilað leggja dóm á samningaferlið sem Björgólfur rekur í fréttinni. En ég hef heldur engar forsendur til að trúa stjórnvöldum eða Seðlabankanum.  Þar hafa menn orðið uppvísir af vanrækslu í starfi sem er skýlaust lagabrot. þar hafa menn líka orðið uppvísir að embættisaglöpum sem líka er saknæmt athæfi. Þessa aðila þarf að leiða fyrir dómstóla er öldur lægja og ekki seinna en á vormánuðum.

Sagan á síðan eftir að upplýsa hvort upplýsingar Björgólfs eru sannar eða lognar.  Það kemur allt í ljós.  En við höfum nákvæmlega enga ástæðu til að treysta íslenskum stjórnvöldum frekar en frændur okkar á Norðurlöndunum sem enga lánafyrirgreiðslu veita nema að eigin sérfræðinganefnd fygist með hverri hreyfingu ríkiskassa þjóðarinnar.  Þeir treysta nefnilega ekki Geir og co til að standa við orð sín. 

Við heyrðum það og sáum í kvöldfréttum sjónvarpsins hversu áreiðanlegur Seðlabnakastjóri Davíð Oddson er.  Enska viðtalið við hann segir allt sem segja þarf um þann embættismann.  


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænir sérfræðignar kíkja yfir öxlina á stjórnvöldum

Geir og Jose Manuel Barosso ESBÞá vitum við það að ekkert stórlán kemur frá frændum vorum á Norðurlöndunum öðruvísi en að sérfræðinganefnd frá þessum löndum fylgist með hverri hreyfingu íslenskra stjórnvalda í peningamálum.  Það lítur helst út eins og snillingarnir frá IMF séu eins og KFUM drengir í samangurði við frændur vora sem segja að öll aðstoð sé háð heilbrygðisvottorði sjóðsins.

Viðhorf Norðmanna til krepunnar á Íslandi er nú að breytast í þá átt að hún sé bara að litlu leyti afleiðing heimskreppunnar heldur hafi útrásarvíkingarir lagt Ísland undir í fjárhættuspile sem þeir síðan töpuðu.

Þeir töpuðu vegna þess að nýfrjálshyggju og markaðslögin á Íslandi innihalda lítð aðhald sem síðan ríkistjórn, seðlabanki go fjármálaeftirlit gerðu ekkert með.  Gert er grín að íslensku ráðamönnum sem hafi talið heimsbyggðinni trú um að íslenska leiðinn gæti ekki klikkað. 

Í NRK í kvöld var Davíð Oddsyni er lýst som fullkomlega vanhæfum Seðlabankastjóra og nú hafi menn út um allan heim lært það hverjum sé óhætt að lána peninga og hverjum ekki.  Þess vegna verðum við undir eftirliti IMF og norrænu sérfræðinganefndarinnar um mörg ókomin ár.  Alveg þangað við verðum búin að endurheimta það traust sem við höfðum þar við urðum nýfrjáldhyggjunni og markaðsöflunum að bráð.

Sú var tíðin, er við seldum Spánverjum saltfisk, að samningar voru aldrei skriflegir.  Þeir voru handsalaðir og orð stóðu.  Hvenær ætli það gerist næst? 

 


mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks vaknaði stjórnaranndstaðan

Þrátt fyrir að vera haldin í upplýsingarþurrkví hefur stjórnarandstað lítið sem ekkert spriklað meðan ríkistjórnin hefur unnið að lausn kreppunnar í heilan mánuð.   Reyndar sagði Steingrímur Jóhann á fundinum í Ósló að sinn flokkur hefði ákveðið að láta ríkistjórnina í friði meðan hún kæmi þjóðinni út úr stærsta brimskaflinum.

En nú hafa Frjálslyndir opnað annað augað og hyggjast leggja til breytingu á lögum um Seðlabanka. Því ber að fagna.  Nú þarf þjóðin á trúverðugum seðlabanka að halda. Ekki tómstundarheimili fyrir afdankaða og gjörspilta stjórnmálamenn sem eiga sér þann einn draum að deila og drottna út yfir gröf og dauða.

Vonandi að VG ljúki upp svefnþungum augum sínum líka. 


mbl.is Vilja að einn bankastjóri stjórni Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin veit betur en ríkisstjórnin

Á blaðamannafundinum eftir ráðaherrafundinn í Finnlandi í morgun þakkaði Geir Haarde Norðurlandaþjóðinum fyrir veitta aðstoð við Ísland á krepputímum.

Í ræðunni sagði hann það að engin vissi betur en þau sem sætu í ríkistjórninni hve erfiða tíma þjóðin væri að ganga inn í.   Sú speki kemur auðvitað engum á óvart þar sem ríkistjórnin meðhöndlar málin eins og þau væru prívat mál milli hjóna.   Hvorki stjórnarandstað eða almenningnur fær aðrar upplýsingar en þær sem stjórninni þóknast.

Enda hvaflaði það ekki að forsætisráðaherranum fara út smáatriðin í samkomulaginu milli hans og hinna forsætisráðherranna.  Íslensku þjóðinni kemur ekkert við um hvað er samið.  Þjóðin á bara að hlusta, hlýða og borga brúsann. 

 


mbl.is Ísland leitar til Norðurlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilras på Island

Þessi frétt var á E24 í dag.  Er ekki viss um að hún sé til þess fallin að vekja samúð og auka hjálpfýsi nágranna okkar  

 

Bilras på Island

 (Foto: Porsche.com)

Foto: Porsche.com

Islendingene forsøker desperat å kvitte seg med sine biler, og nordmenn står i kø for å kjøpe.

Publisert: 27.10.08 11:25, Oppdatert: 27.10.08 11:40

Ifølge Bergensavisen (BA) ligger det for øyeblikket 180 biler av merke Porsche ute til salgs på det islandske bruktbilnettstedet Bilasolur.


Íslenska spilavítið

Í fréttum norska sjónvarpsins í morgun var enn fjallað um kreppuna á Íslandi og sameiginlega aðsto Norðurlandanna.  Hagfræðingur nokkur sem sat fyrir í settinu hafði ekki neina sérstak samúð með landanum.  Öðrum en .eim sem ekki höfðu tekið þátt í útrásinni en þurftu nú aðleggja á sig ómældar byrðar og hærri skatta til að borga fyrir spilaskuldir 20 - 30 einstaklinga semlagt höðfu Ísland undir í gamlinu ot tapað.

Alltaf koma upp sömu spruningarnar hjá útlendingunum sem reyna að greina íslensku kreppuna. Og sú er hverni í ósköpunum stóð á því að nokkrum einstaklingum tókst að leggja allt Ísland og meira til undir í stærsta spilavíti heimsins?  Hvers vegna sváfu íslensk stjórnvöld á verðinum? Er það réttlætanlegt að hjálpa Íslendingum áður en þeir hafi komist að því hve tap þjóðarinnar er í raun mikið?

Jens Stoltenberg var öllu jákvæðari og að allri fændsemi og tilfinningum slepptum sagði hann að því betur sem genggi í nágrannaríkjum Noregs þeim mun betur myndi Norðmönnum vegna.  Ísland er hluti af viðskiptaumhverfi konungsríkisins og því skiptir miklu máli að þar gangi efnahgaslífið vel.   


mbl.is Ekki allt kolsvart á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Örn Bjarnason

Held það komi engum á óvart sem fylgst hafa með Óla Bjarna þann tíma sem hann hefur verið með Brann í Bergen að stuðningsmenn liðsins velji hann leikmann ársins núna.  Síðan Ólafur kom til Brann hefur hann alltaf verið meðal bestu leikmanna liðsins.  Held að ég ljúgi engum þegar ég fullyrði að hann sé sá leikmaður reynst hafi liðinu best þau fjögur ár sem hann hefur verið æá launaskrá þess.

Það segir sína sögu að fyrstu tvö árin missti Ólafur ekki úr einn einasta leik, þar með taldir bikar og æfingaleikir.  Ég man heldur ekki að honum hafi nokkurn tíma verið skipt útaf á þeim tíma.  Það þýðir að hann lék hverja einustu mínútu sem liðið spilaði fótbolta í tvö ár. Ekki margir sem hafa náð þiem árangri.

Það hefur líka verið gaman að fylgjast með Brann liðinu þegar þjálfarinn, Mons Ivar Mjeldi, fór að gera tilraunir með því að stja Óla á bekkinn.  Hann uppskar ekki mörg stig í þeim leikjum enda fór svo að Óli var plantað aftur á sinn stað í hjarta varnarinnar.

Þá er líka gaman að rifja það upp Ragnvald Soma kom úr misheppnaðri atvinnumennsku og gekk til liðs við Brann. Norskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir Soma sem sagður var besti miðvörður í norska boltanum.  Leik eftir leik ar Soma hafinn upp til skýjanna í einkunnagjöf blaðanna þegar hann í raun var oftast í skugga Óla. Svo fór að Sóma fór til Viking í Stavanger þar sem lítð hefur til hans spursts.  Í stað han kom Kristján Örn Sigurðsson í miðvarðarstöðuna með Óla og þeir sem fylgst hafa með norska boltanum þekkja þá sög vel.  Arnarhreiðrið í Brannvörninni er besta miðvarðarpar í deildinni hér.

Ólafu Örn getur verið stoltur yfir kjöri stuðningsmanna Brann.  Hann á heiðurinn svo sannarlega skilið.  Allir sem þekkta Óla samgleðjast honum og eru stoltir stráknum. 


mbl.is Ólafur Örn leikmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Red Army Rock&Roll

Xabi Alonso hafði rétt fyrir sér í vikunni egar hann sagði að hann og félagar hans myndu leggja The Blues á Brúnni. Enda tími til kominn.  Held bara að þetta sé fyrsti sigur Benitez á Chelsea í deildinni.  Þar með er karlinn búinn að brjóta þykkan ís sem hlýtur að auka honum og liðinu sjálfstraustið sem var nú bara nokkuð fyrir.

Fyrir utan sigurinn finnst mér gott að sjá hvað  Riera er að koma vel inn í liðið.  Það var heldur ekki til að eyðileggja að heimaliðið fékk ekert nema hálffæri og varla það.  

En meðan við smælum kringum allan hausinn er ég smeykur um að í húsi einu á Reyðafirði sé húsbóndinn með skeifu og spili tregafullan suðurríkjablús og svelgi honum niður með landaglasi. 


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brúnastaðanautið Baular Framsókn Út Af Alþingi

Fer ekkert á milli mála að kjósendur eru að refsa Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir stjórnun efnahagsmála síðustu þrjú kjörtímabilin.  Og það er vel.

Nú hefur Framsókn verið í stjórnarandstöðu í rúmlega eitt ár og enn heldur fylgið áfram að hrynja af flokknum.  Eitt prósent flýr flokkinn í hvert skipti em Brúnastaðanautið baular.  Staða flokksins sýnir að traust sveitamanna á gömlu gildum flokksins er horfið með öllu. Engin ber traust til Guðna sem hegðar sér eisn og trúður í hvert sinn er hann er ávarpaður af fréttamönnum. Guðni, Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir eru öll þingmenn sem fyrirgerðu trausti almennings á flokknum.

ICELAND-HAARDESjálæfstæðisflokkurinn fær líka að að finna til Tevatnsins.  Eftir að hafa borið höfuðábyrgð á stjórn efnahagsmála síðustu 17 árin er þjóðaskútan strönduð. Síðasta mánuðinn hefur mannbjörg staðið yfir en skipstjórnn og Seðlabankastjórninn eru enn að þvælast fyrir björgunarmönnum.  En það er lítilmannlegt að kenna bara Davíð og Geir um hvernig komið er.  Nokkrir af núverandi ráðherrum flokksins eiga að vera í pakkanum sem reka á úr stöðum sínum um leið og sjóinn lægir á strandstaðnum.  En Geir, sem yfirmaður Seðlabankans, átti auðvitað að láta það verða sitt fyrsta verk að reka ala seðlabankastjóranna á fyrsta degi eftir Glitnisnóttina.

Vinstri Grænir koma sterkir út könnuninni.  Það er svo sem eðlilegt því fólk leitar gjarnan til félagshyggjunnar þegar á móti blæs í markaðssamfélaginu.  Því er alltaf þörf fyrir sterkan félagshyggjuflokk.  Og VG gæti verið mun sterkari en til þess að svo megi vera þarf flokkurinn að losa sig við lýðskrumara eins og Ögmund Jónasson. Ég treysti ekki orði af því sem sá maður lætur út úr sér. 

Mest er ég þó hissa á góðu gengi míns flokks, SF, í könnuninni. Mér finnst flokkurinn hafa staðið sig afar illa í stjórnarsamstarfinu.  Er bara eins og Framsókin, hjáleiga á Sjálfstæðissetrinu.  Þá finnst mér Björgvin, bankamálaráðherra, hafa staðið sig dapurlega í ráðuneyti sínu.  Ef hann  hefur ekki sofið þetta rúma ár í ráðherrastólnum hefur hann alla vega verið með lokuð augun.  Hann ber ekki litla ábyrgð á gjaldþroti bankanna.  Þegar farið verður að reka menn fyrir vanrækslu í starfi á hann að sjálfsögðu að fylgja með. 

Mér finnst líka slæmt að sjá hrun Frjálslyndra.  Guðjón Arnar hefur haft margt gott til málanna að leggja.  Hann er traustur í þeim málaflokki þar sem hann hefur gert að sínum, nefnilega sjávarútveginum.  En það er hans ólán að sumir þingmanna flokksins eru ekki boðlegir á Alþingi. Þá hjálpa sífelldar innanhússerjur ekki til við að efla flokkinn út á við.

Umburðarlyndur miðju-hægri flokkur á svo sannarlega rétt á sér. Þó maður sér vinstrisinnaður vill maður eiga kost á sanngjarnri gagnrýni úr öðrum áttum líka. Það er jú hornsteinn lýðræðisins. 

Annars hafa mótmælin í gær vakið athygli í skandinavísku pressunni.  Læt hér fylgja link inn á lítið innslag í Aftenposten. 

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2733879.ece

 

  


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband