Norrænir sérfræðignar kíkja yfir öxlina á stjórnvöldum

Geir og Jose Manuel Barosso ESBÞá vitum við það að ekkert stórlán kemur frá frændum vorum á Norðurlöndunum öðruvísi en að sérfræðinganefnd frá þessum löndum fylgist með hverri hreyfingu íslenskra stjórnvalda í peningamálum.  Það lítur helst út eins og snillingarnir frá IMF séu eins og KFUM drengir í samangurði við frændur vora sem segja að öll aðstoð sé háð heilbrygðisvottorði sjóðsins.

Viðhorf Norðmanna til krepunnar á Íslandi er nú að breytast í þá átt að hún sé bara að litlu leyti afleiðing heimskreppunnar heldur hafi útrásarvíkingarir lagt Ísland undir í fjárhættuspile sem þeir síðan töpuðu.

Þeir töpuðu vegna þess að nýfrjálshyggju og markaðslögin á Íslandi innihalda lítð aðhald sem síðan ríkistjórn, seðlabanki go fjármálaeftirlit gerðu ekkert með.  Gert er grín að íslensku ráðamönnum sem hafi talið heimsbyggðinni trú um að íslenska leiðinn gæti ekki klikkað. 

Í NRK í kvöld var Davíð Oddsyni er lýst som fullkomlega vanhæfum Seðlabankastjóra og nú hafi menn út um allan heim lært það hverjum sé óhætt að lána peninga og hverjum ekki.  Þess vegna verðum við undir eftirliti IMF og norrænu sérfræðinganefndarinnar um mörg ókomin ár.  Alveg þangað við verðum búin að endurheimta það traust sem við höfðum þar við urðum nýfrjáldhyggjunni og markaðsöflunum að bráð.

Sú var tíðin, er við seldum Spánverjum saltfisk, að samningar voru aldrei skriflegir.  Þeir voru handsalaðir og orð stóðu.  Hvenær ætli það gerist næst? 

 


mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er að mínu mati hárrétt niðusrstaða sem þú hefur komist að hér Dunni. Það eina sem vantar er að klára greininguna og svara spurningunni "Afhverju efast norðurlandaþjóðirnar um getu íslenskra ráðamanna". Ónei, ég held ég hafi svarað henni sjálfur! ;-)

Thor Svensson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband