Brúnastaðanautið Baular Framsókn Út Af Alþingi

Fer ekkert á milli mála að kjósendur eru að refsa Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrir stjórnun efnahagsmála síðustu þrjú kjörtímabilin.  Og það er vel.

Nú hefur Framsókn verið í stjórnarandstöðu í rúmlega eitt ár og enn heldur fylgið áfram að hrynja af flokknum.  Eitt prósent flýr flokkinn í hvert skipti em Brúnastaðanautið baular.  Staða flokksins sýnir að traust sveitamanna á gömlu gildum flokksins er horfið með öllu. Engin ber traust til Guðna sem hegðar sér eisn og trúður í hvert sinn er hann er ávarpaður af fréttamönnum. Guðni, Jón Sigurðsson, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir eru öll þingmenn sem fyrirgerðu trausti almennings á flokknum.

ICELAND-HAARDESjálæfstæðisflokkurinn fær líka að að finna til Tevatnsins.  Eftir að hafa borið höfuðábyrgð á stjórn efnahagsmála síðustu 17 árin er þjóðaskútan strönduð. Síðasta mánuðinn hefur mannbjörg staðið yfir en skipstjórnn og Seðlabankastjórninn eru enn að þvælast fyrir björgunarmönnum.  En það er lítilmannlegt að kenna bara Davíð og Geir um hvernig komið er.  Nokkrir af núverandi ráðherrum flokksins eiga að vera í pakkanum sem reka á úr stöðum sínum um leið og sjóinn lægir á strandstaðnum.  En Geir, sem yfirmaður Seðlabankans, átti auðvitað að láta það verða sitt fyrsta verk að reka ala seðlabankastjóranna á fyrsta degi eftir Glitnisnóttina.

Vinstri Grænir koma sterkir út könnuninni.  Það er svo sem eðlilegt því fólk leitar gjarnan til félagshyggjunnar þegar á móti blæs í markaðssamfélaginu.  Því er alltaf þörf fyrir sterkan félagshyggjuflokk.  Og VG gæti verið mun sterkari en til þess að svo megi vera þarf flokkurinn að losa sig við lýðskrumara eins og Ögmund Jónasson. Ég treysti ekki orði af því sem sá maður lætur út úr sér. 

Mest er ég þó hissa á góðu gengi míns flokks, SF, í könnuninni. Mér finnst flokkurinn hafa staðið sig afar illa í stjórnarsamstarfinu.  Er bara eins og Framsókin, hjáleiga á Sjálfstæðissetrinu.  Þá finnst mér Björgvin, bankamálaráðherra, hafa staðið sig dapurlega í ráðuneyti sínu.  Ef hann  hefur ekki sofið þetta rúma ár í ráðherrastólnum hefur hann alla vega verið með lokuð augun.  Hann ber ekki litla ábyrgð á gjaldþroti bankanna.  Þegar farið verður að reka menn fyrir vanrækslu í starfi á hann að sjálfsögðu að fylgja með. 

Mér finnst líka slæmt að sjá hrun Frjálslyndra.  Guðjón Arnar hefur haft margt gott til málanna að leggja.  Hann er traustur í þeim málaflokki þar sem hann hefur gert að sínum, nefnilega sjávarútveginum.  En það er hans ólán að sumir þingmanna flokksins eru ekki boðlegir á Alþingi. Þá hjálpa sífelldar innanhússerjur ekki til við að efla flokkinn út á við.

Umburðarlyndur miðju-hægri flokkur á svo sannarlega rétt á sér. Þó maður sér vinstrisinnaður vill maður eiga kost á sanngjarnri gagnrýni úr öðrum áttum líka. Það er jú hornsteinn lýðræðisins. 

Annars hafa mótmælin í gær vakið athygli í skandinavísku pressunni.  Læt hér fylgja link inn á lítið innslag í Aftenposten. 

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2733879.ece

 

  


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband