Graf alvarlegt mál

Háfað á Krossanesinu 1968Það að útlendingar sem heimækja Ísland geti ekki treyst að gengi krónunnar sé ekki nokkurn vegninn í samræmi við það gengi sem viðskiptabankar þess gefa upp er auðvitað gravalverlegt mál og nánast þjófnaður kortafyrirtækjanna þegar þau setja upp eitthvert geðþóttagengi.

Ferðamannaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem við ætlum að hagnast  sem mest á í framtíðinni og þá verður fólk sem heimsækir Ísland að geta trayst því að krónan sé króna en ekki aurar þegar þeir borga kortareikningana eftir Íslandstúrinn.

Eins og flestir vita hugðust norskir hrægammar gott til glóðarinnar, (ég var víst í þeirra hópiBlush) að kaupa bíla á brunaútsölunni á Íslandi.  En er betur var að gáð þá var gengið svo misjafnlega skráð í norsku bönkunum að hagurinn af viðskiptup með nýjan eða notaðan bíl frá Íslandi var algerlega eftir viðskiptabanka hvers og eins.

Þessi tvö dæmi, af mörgum, um gagnleysi krónunnar styðja það að öllu máli skiptir að þjóðin fái nýjan gjaldmiðil sem nýtur trausts í nágrannalöndunum að minnsta kosti.  Það geta orðið mörg ár þar til viðskiptaheimurinn hefur áhuga fyrir íslenskum gjaldmiðli. En það hastar að fá traustvekjandi gjaldmiðil í Evrópu.  Þess vegna verður að koma sjálfstæðismönnum í skilning um að krónan sé ekkert sem við getum lappað upp á.  Ef þeim tekst ekki að skilja þða þá verðum við að koma þeim frá stjórnartaumunum.   Það er bara eins og Samfylkingin hafi ekki burði til þess hvernig sem á því nú stendur.

Það er ekki hægt að líta framhjá ábyrgð Sjálfstæðisflokksins sem stjórnað hefur haft forsætisráðherra og fjármálaráðherra ásamt því að deila og drottna yfir Seðlabankanum í 17 ár ef frá eru takdir mánuðirnir sem Halldór Ásgrímsson sat aðgerðarlaus í forsætisráðuneytinu.  Peningamálastefna flokksins og markaðshyggja hefur haldið þjóðinni í skrúfstykki allan þann tíma.

Ef eitthvað gott getur komið út úr kreppunni þá er það að við losnum við Sjálfstæðisflokkinn  úr stjórnarráðinu í alla vega aldarfjórðung meðan við fáum tíma til að byggja samfélagið okkar upp aftur.  Til þess að það gangi sem fljótast þarf þjóðin, sem nú á loksins fiskikvótan aftur þar sem hann er allur veðsettur í ríkisbönkunum,  að selja fiskveiðiheimildir til þeirra sem vilja kaupa og geta fiskað.  Skiptir engu máli hvort þar séu útlendigar á ferð eða Íslendingar.  Það sem skiptir máli er að peningarnir renni í ríkiskassann en ekki í vasa eigenda Granda og annarra kvótagreifa. 

Við höfum ekki haft betra tækifæri í 20 ár til að efla landsbyggðina um leið og við fáum arðinn að auðlyndinni í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar.


mbl.is Norðmenn reiðir vegna útreikninga kortafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu)  Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður. (sjá blogg í heild)

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Dunni

Er svo sammála þér. En ég mydni breyta einni setngunni á þann veg "hann ræðst alltaf á minnimáttar" að þessi hluti yrði svona;  hann ræðst alltaf á þá sem hann heldur að séu minnimáttar  

Davíð er nefninlega svo pínu lítill karl fyrir innan skyrtuna og bindið.

Dunni, 29.10.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband