Rúnir trausti

Reseliv_fly_a_jpg_884852gSterling er farið á hausinn og afleiðing þess er að þúsundir manna eru strandaglópar um alla Evrópu.   Þar af eru 350 á Gardermoenflugvelli í Ósló.  Helmingur farþeganna í Ólsó mættu á völlinn glaðir í bragði enda ferðinni heitið í fií til Kanarýeyja.  Á vellinum fékk fólkið þau tíðndi að Sterling væri farið á hausinn, ekkert yrði af ferðinni og miðarnir yrðu ekki endurgreiddir.

Fall Sterling er enn eitt áfallið í fyrir ásýnd Íslendinga í Evrópu.  Litið er á okkkur sem fólk sem ekki er treystandi.  Auðvitað var okkur sem þjóð bölvað í sand og ösku af sárreiðu fólki sem fékk ekki það sem það keypti og ekki heldur peningana sína til baka.

Sterling hefur skpt um eigendur nokkuð títt. Og sumir hafa hagnast vel á sölu félagsins en aðrir sjálfsat tapað á að hafa keypt það.  Engu að síður var félagið talið standa þokkalega.  Hátt bensínverð og sú staðreund að félagið var í eigu Íslendinga  reið því að fullu.  Það var verðlausa krónan og það vantraust sem íslenskir athafnamenn verða að horfast í augu við sem endanlega sparkaði undan flugfélaginu fótunum.

Það sorglega er að seðlabankastjórninn og nánasta hirðin í sértrúarsöfnuði hans sjá ekkert betra úrræði fyrir þjóðina en að halda í hina verðlausu krónu.  Og aðferðin sem þeir beita er að taka hundriði milljarða að láni í erlendum gjaldeyri í þeirri von að geta náð upp verðgildi hennar um einhver prósent. 

Heldur virkilega einhver að þessi hagfræði auki traust á krónunni og íslenskiu þjóðinni.


mbl.is Sterling gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

tad munadi litlu ad ég keypti ferd med Sterling á dögunum en hætti vid og versladi vid Icelandexpress...madur vonar tad besta tar á bæ.

Blessaad fólkid sem var búid ad kaupa ferd tad fær hana ekki endurgreidda nema hótel sé inni í pakkanum skilst mér.

Med kvedju frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Dunni

Þetta er hálf leiðinlegt mál.  Ekki minnst fyrir okkur sem erum í ferðamannabransanum

Maður hefur alltaf verið stoltur öllu því sem íslenskt er en nú kemur fyrir að maður þarf að þegja um það hvaðan ræturnar eru.

Dunni, 29.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband