Badfinger var vinsæl bítla/pophljómsveit í lok 7. áratugarins og töluvert fram á þann áttunda. Bandið náði fyrst athygli heimsins er George Harrison heyrði í þeim undir nafinu Ivies. Harrison dró þá í stúdíó og ekki leið á löngu þar til hann og Sir Paul voru farnir að vinna með drengjunum sem tóku svo upp nafnið Badfinger.
Badfinger þóttu alltaf dálítið Bítlallegir en því verður aldrei í móti mælt að hljómsveitn varð með tímanum hörku gott og þétt pop/rokk band. Lagasmíðarnar voru flottar en útsetningarnar ekki alveg eftir því. Réð þar miklu hver sá um verkið og upptökurnar.
Ég held að maður geti fullyrt með nokkurri vissu að Badfinger var ein allra óheppnasta hljómsveit sem heimurinn hefur alið af sér. Góð hljómsveit, góð lög, en svikahrappar á hverju strái í kringum þáog þeir létu tælast. Í dag held ég að aðeins einn af upprunalegu meðlimum Badfinger sé á lífi. Hinir þrír hafa fallið fyrir eigin hendi óhamingjusamir, eignalausir og einmanna.
Þyrfti að manna mig í að blogga um sögu Badfinger. Læt það bíða núna en legg hér til tvö lög frá tónleikumsveitarinnar frá árinu 1972.
Ef ég man rétt gerði Bjarni Ara seinna lagið vinsælt á Íslandi á
sínum tíma.
Bloggar | 18.10.2008 | 20:50 (breytt kl. 20:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur gengið heldur treglega hjá stjórnvöldum að blása einhverju lífi í björgunaraðgerðir í kreppunni miklu. Viðræður við Rússa eru sigldar í strand að því er virðist. Stjórnin hefur ekki enn gert upp við sig hvort leitað verði til IMF sem hjálpræðis. Og enn hefur ekki verið tekið til í Seðlabankanum. Það hefur því lítið verið gert til að sýna viðskiptavinum okkar erlendis, sem ekki treysta íslensku bönkunum eftir Glitnishenyekslið.
Á meðan verður erfitt að losa stíflurnar í gjaldeyrisflæði á milli Íslands og annarra landa. Við siglum smá saman inn í vöruþurrð og fleiri íslensk fyrirtæki lenda í rekstrarerfiðleikum eða hreinlega í gjladþroti.
Það er því verulega mikilvægt að ákvörðun um hvar við leitum hjálpar verði tekin um helgina. Verðum við neydd í fang IMF er ekkert við því að segja eða gera. Við styðjum stjórnvöld og tökum því sem að höndum ber.
![]() |
Ákvörðun á allra næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 19:01 (breytt 19.10.2008 kl. 10:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þetta er nokkuð seint í rassinn gripið. En betra seint en aldrei. Alltof mikið af neikvæðum fréttum flæðir í evrópdku prerssunni og því mikilvægt að Íslendingar komi þeim upplýsingum sem þarf sem allra fyrst út á meðal þjóðanna. Og það þýðir ekkert að ráða einhverja fermingadrengi til að sjá um kynninguna. Aðeins þeir bestu eru nógu góðir til að vinna orðstýr og ímynd Íslands upp aftur.
Læt hér fylgja með link í grein í norska blaðinu Dagsavisen.
http://www.dagsavisen.no/utenriks/article375429.ece
![]() |
Vilja betri upplýsingagjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 18:26 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna í ósköpunum gat það gerst að íslensk stjórnvöld skelltu skollaeyrum við skýrslu Bretanna. Það er ekki eins og þeir hafi verið þeir fyrstu eða einu sem vöruðu stjórnvöld við. Haft hefur verið eftir Sigmundi Sigurgeirssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra, að honum hafi ekki þótt Siebert og Buiters hafa neitt nýtt eða merkilegt fram að færa. Íslenskir sérfræðingar hafi verið að babla á sömu nótum og ekki hafi þótt ástæða að taka mark á þessum viðvörunum. Bankarnir voru í góðum málum.
Ummæli Sigurgeirs staðfesta að bæði hann og yfirmaður hans, Árni Mathiesen, eru með öllu vanhæfir í þeim embættum sem þeir gegna. Reyndar er ráðherraferill Árna, bæði í sjávarútvegsráðuneytinu og nú í fjármálaráðuneytinu, svo maður tli nú ekki um í dómsmálaráneytinu, varðaður aðgerða og dugnaðarleysi ráðherrans. Árni er bara pínulítill sprellikarl sem slengir út örmum og fótum þegar Davíð eða Björn kipaí spottan. Þess vegna nýtur hann minnstrar virðingar allra ráðherra ríkistjórnarinnar.
En af hverju ekki var hlustað á bæði innlenda og erlenda sérfræðinga er venjulegu fólki óskiljanlegt. Við eigum skýlausa kröfu á að stjórnvöld geri gtrein fyrir því hvers vegna það ekki var gert. Var það ríkistjórnin eða var það Seðlankinn sem taldi skýrsluna of viðkvæma til að efni hennar yrði gert opinbert? Hvort var það Davíð eða Geir sem ákvað að stinga öllum viðvörunum viðurkenndra vísindamanna undir stól? Ef gripið hefði verið í taumana í sumar hefði þá verið hægt að koma í veg fyrir svo stóran skell sem við höfum fengið núna? Ef svarið við síðustu spurningunni er jákvætt er þá ekki augljóst hverjir bera ábyrgð efnahagshruninu. Varla verður Landsbankanum kennt um sem varaði við sofandahætti stjórnvalda og Seðlabanka.
![]() |
Útreið Íslands engin tilviljum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Millifærslur milljarðamærings gufa upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Emile Heskey náði aldrei að sýna hvað í honum bjó hjá Liverpool. Hann vakti mikla athygli þegar hann kom fram hjá Leichester á sínum tíma. Eftir stórleik á móti Tottenham, þar sem hann skoraði 2 mörk, varð hann eftirsóttasti framherji Englands. Liverpool hafði best í kapphlaupinu og borgaði þá met upphæð, 11 milljónir punda, fyrir kappann. Gerard Houllier barði sér á brjóst og sagðist hafa keypt óslípaðan demant til Liverpool.
Það fór með Heskey eins og flesta aðra leikmenn Liverpool undir stjórn Gerards Houllier að hann koðnaði niður smá saman og að endingu varð dvölin á Anfield honum martröð sem hann var lengi að ná sér upp úr. Engu að síður skoraði heskey 39 mörk fyrir LFC í 150 leikjum. Hann er stór og sterkur og dró alltaf til sín varnarmenn og við það opnuðust gáttir fyrir Michael Owen sem skoraði grimmt á þessum árum.
![]() |
Benítez hissa á umræðunni um Heskey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 14:17 (breytt kl. 14:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhvern vegin skildist manni að búið hefði verið að tryggja okkur atkvæði vel á annað hundruð "vina" okkar hjá SÞ. Síðan skiluðu sér bara tæplega 90 "vinir" þegar atkvæin voru greidd.
Hverju um er að kenna veit maður náttúrulega ekkert um. En það er greinilega ekki í tísku núna að vera viðhlæjandi og vinur Íslendinga. Vinaþjóðir okkar virðast snúa í okkur bakinu, ein eftir aðra, eftir að Seðlabankinn þjóðnýtti Glitni. Aðeins ein þjóð hefur sýnt okkur vinskap í verki og það eru Norðmenn.
Meðan að Bretar og Hollendingar sýna okkur hreinan fjandskap og Rússar spila með okkur með rúblumilljarðana sem gulrót skipta aðrar Evróðuþjóðir sér ekkert af okkur. Þær neita að selja okkur vörur nema gegn staðgreisðlu. Þær vilja ekki sjá íslensku krónuna. Íslenskir námsmenn og aðrir Íslendningar sem búa erlendis verða fyrir aðkasti. Þeim er kastað út úr leiguíbðuðunum sínum. Þeim er vísað á dyr í verslunum um leið og kaupmennirir sjá íslenskt greiðslukort og svona má lengi telja.
Þetta þýðir einfaldlega að við sjálf, íslenska þjóðin, verðum að vera vinir og það perluvinir í mörg ár meðan við vinnum okkur út úr vandanum sem við erum í nú. Við erum hvorki beygðir eða brotnir. Við eigum bæði fisk og sauð til að éta. Við verðum því ekki hungurmorða og þess vegna höfum við alla möguleika á að bjarga okkur. Hvort sem það tekur 10 ár eða 100.
Datt í hug að láta þetta vinalega lag frá Íslandsvinunum í The Kinks fljóta með.
![]() |
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 13:46 (breytt kl. 13:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á morgun byrtist grein um Geir Haarde forsætisráðherra vorn í norska blaðinu VG. Greinin ber yfirskriftina "Høfding i hardt vær" sem við getum útlagt sem höfðingi í harðæri.
Í greininni verður fjallað um það hrikalega verkefni Geirs að leiða íslensku þjóðina í gegnum stórviðrið sem skall á landinum fyrir um 3 vikum og stendur enn.
Eins og allir vita er Geir hálfur Norðmaður og nýtur mikilla hylli meðal frænda sinna í Noregi ekkert síður en stuðningsmanna sina á Íslandi. Verð að segja að ég bíð spenntur eftir að skreppa niður á besnísnstöð strax í fyrramálið og fá mér eintak af VG. Hvet alla sem áhuga hafa að kíkja á netið, vg.no og lesa greinina. VG er á vissan hátt slúðurblað en er þó þekkt fyrir vönduð greinaskrif. Ég hef því fulla ástæðu til að trúa að greinin um Geir Haarde verði lesningarinnar virði.
Bloggar | 18.10.2008 | 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það er með ólíkindum að sveitafélög taki við lóðum sem þau hafa selt og borgi fullt verð og jafnvel verðbætur til baka. Velti því fyrir mér hvort forráðamenn sveitafélaganna gæti fyrst hagsmuna byggingaverktakanna og síðan íbúanna sem þeir eru kosnir til að þjóna.
Eru bæjarfulltrúarnir í Kópavogi og Hafnarfirði tendir byggingafyrirtækjunum sem þeir eru nú að taka við lóðunum frá og borga þeim verðbætur fyrir?
![]() |
Milljarða bakreikningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.10.2008 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef einn besti maður Íslandsmótsins hefur ekki úr fleiri tilboðum að moða en frá GAIS í Gautaborg er betra fyrir KR að halda honum heima. Það er alveg klárt að GAIS kemur ekki til með að borga sanngjarnt verð fyrir besu menn Íslandsmótsins.
Rúnar minn. Þú sem hefur góð sambönd, bæði í Noregi og Svíþjóð, finndu eitthvert félag sem er tilbúið til að borga fyrir strákinn það sem KR á skilið að fá fyrir hann. Mér þætti ekkert slæmt að fá hann í Lilleström eða Stabæk.
![]() |
Guðjón á leið til GAIS? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | 17.10.2008 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Af mbl.is
Erlent
- Á Robinson yfir höfði sér dauðadóm?
- Níu handteknir fyrir að ráðast á lögreglu
- 21 slasaðist í sprengingu á Spáni
- Yfir 100 þúsund mótmæltu með öfgahægrimanni
- Ég er tilbúinn þegar þið eruð það
- Segja 250 þúsund íbúa hafa yfirgefið borgina
- Ásetningur byssumannsins alls ekki skýr
- Fannst látinn eftir tveggja vikna leit
- Erika: Hafa enga hugmynd um hvað þau hafa gert
- Nú verðum við líka að kaupa flugmóðurskip!