Badfinger

Badfinger var vinsæl bítla/pophljómsveit í lok 7. áratugarins og töluvert fram á þann áttunda. Bandið náði fyrst athygli heimsins er George Harrison heyrði í þeim undir nafinu Ivies. Harrison dró þá í stúdíó og ekki leið á löngu þar til hann og Sir Paul voru farnir að vinna með drengjunum sem tóku svo upp nafnið Badfinger.

Badfinger þóttu alltaf dálítið Bítlallegir en því verður aldrei í móti mælt að hljómsveitn varð með tímanum hörku gott og þétt pop/rokk band. Lagasmíðarnar voru flottar en útsetningarnar ekki alveg eftir því.  Réð þar miklu hver sá um verkið og upptökurnar.

Ég held að maður geti fullyrt með nokkurri vissu að Badfinger var ein allra óheppnasta hljómsveit sem heimurinn hefur alið af sér. Góð hljómsveit, góð lög, en svikahrappar á hverju strái í kringum þáog þeir létu tælast.  Í dag held ég að aðeins einn af upprunalegu meðlimum Badfinger sé á lífi. Hinir þrír hafa fallið fyrir eigin hendi óhamingjusamir, eignalausir og einmanna.

Þyrfti að manna mig í að blogga um sögu Badfinger. Læt það bíða núna en legg hér til tvö lög frá tónleikumsveitarinnar frá árinu 1972.

 Ef ég man rétt gerði Bjarni Ara seinna lagið vinsælt á Íslandi á 

 sínum tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband