Fáir kostir og engir góðir?

Það hefur gengið heldur treglega hjá stjórnvöldum að blása einhverju lífi í björgunaraðgerðir í kreppunni miklu.  Viðræður við Rússa eru sigldar í strand að því er virðist.  Stjórnin hefur ekki enn gert upp við sig hvort leitað verði til IMF sem hjálpræðis. Og enn hefur ekki verið tekið til í Seðlabankanum.  Það hefur því lítið verið gert til að sýna viðskiptavinum okkar erlendis, sem ekki treysta íslensku bönkunum eftir Glitnishenyekslið.

Á meðan verður erfitt að losa stíflurnar í gjaldeyrisflæði á milli Íslands og annarra landa.  Við siglum smá saman inn í vöruþurrð og fleiri íslensk fyrirtæki lenda í rekstrarerfiðleikum eða hreinlega í gjladþroti.

Það er því verulega mikilvægt að ákvörðun um hvar við leitum hjálpar verði tekin um helgina.  Verðum við neydd í fang IMF er ekkert við því að segja eða gera.  Við styðjum stjórnvöld og tökum því sem að höndum ber.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er allt útlit fyrir að við verðum að bíta í það súra epli. Vonandi gera þeir að skilyrði að Davíð segi af sér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Síðan tökum við því sem að höndum ber.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Jens Ruminy

Mér finnst svolítið skritið hvað allir eru svartsýnir gangvart IMF. Havið þið vitnesku sem almenningur hefur ekki enn? Ég hef heyrt sjálfur vangaveltur ýmissa hagfræðingar sem telja sig þekkja til IMF. En ég hef ekkert heyrt um skilyrði sem IMF mun setja.
Menn geta rétt reiknað út að allir sem koma til greina til lána okkur peninga núna setji einhverskonar skilyrði sem í megindrátturm líta svona út:

A) að koma með vatnshelda áætlun í smátriðum til að koma ríkisskútunni á réttan kjöl OG fylgja henni eftir; ekki bara u.þ.b. heldur bókstaflega til að sýna fram á að menn séu traustsins virði.

B) að borga skuldirnar til baka, a.m.k. höfuðstólinn ásamt áunnum vöxtum til dagsins sem bankarnir vóru grandaðir, e.t.v. líka með vöxtum síðan.
Þetta verður dýrt á einn eða annan veg og mun skerða pólitískar athafnarmöguleikar (= raunveruleg sjálfstæði) töluvert.
Við getum kannski sleppt A)-liðinn (= IMF-samningur) en komumst ekki hjá B)-liðnum.

Jens Ruminy, 18.10.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Margir eru svartsýnir gagnvart IMF vegna þeirrar reynslu sem mörg ríki í hinum svokölluðu vanþróuðu ríki hafa af því að þiggja lán frá sjóðinum. Þeirra reynsla er sú að þau hafi nánast verið svipt sjálfræði.

Margir segja að skilyrðin sem þeir muni setja okkur verði allt önnur. Aðrir, þar á meðal ég, eru ekki eins trúaðir á þetta, vegna þess að að mörgu leyti er ekki mjótt á munum að við getum fallið í þann flokk, þó menntun og tæknikunnátta sé meiri hjá okkur en þeim löndum, að sögn.

Smá skemmtisaga, sönn: Eftir seinna stríð fékk Ísland Marshall-aðstoð. Þegar ég var í 7 ára bekk (1958) fengu allir krakkar í bekknum kassa frá ameríska Rauða Krossinum með sápustykki, blýöntum og einhverju fleiru í . Gapandi af undrun spurði ég mömmu af hverju við hefðum fengið svona frá Ameríku, það vafðist eitthvað fyrir hennai að svara, en ég held hún hafi stunið upp skýringunni á endanum, að það væri víst vegna þess að við teldumst til þróunarlanda vegna þess að við sóttum um Marshall aðstoð eftir stríðið. Datt þetta svona í hug núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki bara að ríkin hafi verið svipt sjálfræði, sem er nóg í sjálfu sér, heldur hafa þau líka verið svipt arðinum af framleiðslu sinni, því sé þannig fyrir komið að hann renni meira og minna til sjóðsins í einni og annarri mynd, meðan lánið lækki ekki. - En kannski verður þetta ekki svona hjá okkur, við skulum vona það, þar sem það er víst staðreynd að við eigum einskis annars úrkosta í stöðunni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:49

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Dunni, IMF gerir ráð fyrir því eins og þú að ríkið greiði skuldir bankanna:

B) að borga skuldirnar til baka, a.m.k. höfuðstólinn ásamt áunnum vöxtum til dagsins sem bankarnir vóru grandaðir, e.t.v. líka með vöxtum síðan. Þetta verður dýrt á einn eða annan veg og mun skerða pólitískar athafnarmöguleikar (= raunveruleg sjálfstæði) töluvert. Við getum kannski sleppt A)-liðinn (= IMF-samningur) en komumst ekki hjá B)-liðnum.

Við komumst hjá því að greiða skuldir bankanna, en ekki ef IMF kemur inn og lætur okkur greiða skuldirnar. Það er málið.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 10:18

7 Smámynd: Dunni

Sammala ykkur Greta og Ívar. IMF verður alltaf neyðarlausn.  Hitt er annað að þeð gæti orðið spennandi að sjá hvernig þeir semja við Ísland sem þá verður fyrsta "þróaða" landið sem fær aðstoð sjóðsins.  Hin löndin eru öll annað hvort þróunarríki í Afríku eða bananalýðveldi og einræðisríki í S-Ameríku.  Reynslan þaðan er ekki ákkurat það sem okkurn vantar í dag. 

Dunni, 19.10.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Ívar Pálsson

En Dunni, það er deginum ljósara að IMF mun láta okkur greiða skuldir bankanna ef þeim er leyft að ráða. Það er ekkert spennandi að borga þúsundir milljarða króna, sérstaklega ef til er önnur lausn, þ.e. að láta bankana fara í alvöru þrot og neita að borga skuldir þeirra einkafyrirtækja.

Ívar Pálsson, 19.10.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Dunni

Mikið rétt. Kostir IMF eru aldrei góðir. 

Dunni, 19.10.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband