Óslípaður demantur

Emile_Heskey_639396pEmile Heskey náði aldrei að sýna hvað í honum bjó hjá Liverpool. Hann vakti mikla athygli þegar hann kom fram hjá Leichester á sínum tíma. Eftir stórleik á móti Tottenham, þar sem hann skoraði 2 mörk, varð hann eftirsóttasti framherji Englands. Liverpool hafði best í kapphlaupinu  og borgaði þá met upphæð, 11 milljónir punda, fyrir kappann.  Gerard Houllier barði sér á brjóst og sagðist hafa keypt óslípaðan demant til Liverpool.

 

Það fór með Heskey eins og flesta aðra leikmenn Liverpool undir stjórn Gerards Houllier að hann koðnaði niður smá saman og að endingu varð dvölin á Anfield honum martröð sem hann var lengi að ná sér upp úr.  Engu að síður skoraði heskey 39 mörk fyrir LFC í 150 leikjum.  Hann er stór og sterkur og dró alltaf til sín varnarmenn og við það opnuðust gáttir fyrir Michael Owen sem skoraði grimmt á þessum árum. 


mbl.is Benítez hissa á umræðunni um Heskey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband