Hvað varð um vini okkar???

Einhvern vegin skildist manni að búið hefði verið að tryggja okkur atkvæði vel á annað hundruð "vina" okkar hjá SÞ.  Síðan skiluðu sér bara tæplega 90 "vinir" þegar atkvæin voru greidd.

Hverju um er að kenna veit maður náttúrulega ekkert um.  En það er greinilega ekki í tísku núna að vera viðhlæjandi og vinur Íslendinga. Vinaþjóðir okkar virðast snúa í okkur bakinu, ein eftir aðra, eftir að Seðlabankinn þjóðnýtti Glitni.  Aðeins ein þjóð hefur sýnt okkur vinskap í verki og það eru Norðmenn.

Meðan að Bretar og Hollendingar sýna okkur hreinan fjandskap og Rússar spila með okkur með rúblumilljarðana sem gulrót skipta aðrar Evróðuþjóðir sér ekkert af okkur.  Þær neita að selja okkur vörur nema gegn staðgreisðlu. Þær vilja ekki sjá íslensku krónuna. Íslenskir námsmenn og aðrir Íslendningar sem búa erlendis verða fyrir aðkasti.  Þeim er kastað út úr leiguíbðuðunum sínum. Þeim er vísað á dyr í verslunum um leið og kaupmennirir sjá íslenskt greiðslukort og svona má lengi telja.

Þetta þýðir einfaldlega að við sjálf, íslenska þjóðin, verðum að vera vinir og það perluvinir í mörg ár meðan við vinnum okkur út úr vandanum sem við erum í nú.   Við erum hvorki beygðir eða brotnir. Við eigum bæði fisk og sauð til að éta.  Við verðum því ekki hungurmorða og þess vegna höfum við alla möguleika á að bjarga okkur. Hvort sem það tekur 10 ár eða 100.

 

Datt í hug að láta þetta vinalega lag frá Íslandsvinunum í The Kinks fljóta með.

 


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fannst í raun ótrúlegt að hlusta á kokhreystina í Imbu í fréttaviðtalinu á RÚV. Það er auðheyrt að konan er ekki búin að átta sig á ástandinu hér heima ennþá, búin að vera í útlöndum á meðan hrunið gekk yfir, og talar enn í gömlu frösunum, sem ALLIR aðrir eru nú búnir að sjá í gegnum. Nema hún og samstarfsfólk hennar úti. Auðvitað hefðu við átt að sjá sóma okkar í því að HÆTTA VIÐ framboðið þegar staðan var ljós, eins og N.Y. Times kemur inn á, - en nei, Íslendingar hætta aldrei og verða þess vegna nú að láta yfir sig ganga auðmýkingar sem aldrei fyrr!

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, það var víst The Times en ekki N.Y.Times sem sagði þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband