Bakarameistarinn hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra bakara. Því kemur það ekki sérlega óvart að hann skuli, fyrstur íslenskra fyrirtækja, sýna vilja sinn í verki í baráttunni við verðbórgudrauginn.
En þetta minnir mig á smið norkkurn á Austfjörðum sem starfaði þar á síðustu öld. Er verðbólgan fór að láta kræla á sér seint á 7. áratugnum sýndi hann líka vilja sinn í verki og í fleiri ár tók hann aldrei meira en 25 krónur á tíman fyrir vinnu sína.
Það þarf ekki að spyrja að því að þessi smiður varð aldrei ríkur í lausum aurum eða eignum. En gera má ráð fyrir að hann hafi safnað auðæfum miklum á himnum.
![]() |
Bakarameistarinn berst gegn verðbólgunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2008 | 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verð að segja eins og er að ég varð ekki lítið undrandi þegar ríkisútvarpið greindi frá björgunarpakka ríkistjórnarinnar og hafði heimildirnar eftir netútgáfu Financial Times.
Hvernig í andskotanum stendur á því, ef stjórnin hefur náð samkomulegi um björgunarpakkan, að okkur berist fyrst fréttirnar frá útlöndum. Ég hef engar forsendur til að leggja mat á það hvort þessi pakki er okkur hagstæður eða ekki. En einhvern veginn læðist að manni sá grunur að hann sé ekki með þeim hætti sem ríkistjórnin hefði helst kosið sér ef Geir Haarde getur ekki rolast til að greina þjóðinni í eigin persónu frá bjargræðinu. Bjargræðinu sem á að fleyta okkur út úr holskeflunni og gera fólki kleyft að búa á Íslandi á komandi árum.
Ef það er einnig tilfellið að stjórnarandstaðan hafi ekki fengið neinar upplýsingar hvað var í gangi er lítil von til þess að þjóðarsátt náist um aðgerðiranr. Einhvern vegin heldur maður að þjóðarsátt sé það eina sem getur fleytt okkur inn í framtíðina.
Rétt áður en fréttin berst frá Financial Times les maður það að Steingrímur Sigfússon, upp á sitt eindæmi, hafi leitað á náðir Norðmanna til þess að bjarga því sem bjargað verður þar sem Rússarnir hafi aldrei ætlað, að einhverri alvöru, að rétta okkur hjálparhönd.
Verð að segja að ég tek það nærri mér að þurfa að viðurkenna að orð hagrfræðiprófessorsins frá Chicago sem segir að íslensk stjórnvöld og Seðlabanka vanhæf og ekki treystandi.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2008 | 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn einn áfellisdómurinn er kominn yfir íslensk stjórnvöld og Seðlabankann. Í þetta sinn ættaður frá Chicago.
Enn eru gjaldeyrisviðskipti ekki komin í lag. Súdentar, öryrkjar og eftirlaunaþegar eiga í vandræðum og að sjálfsögðu eru þeir sem eiga í viðskiptum við útlönd á Íslandi í vondri klípu líka. Seðlabankinn, með þá bakkabræður í forystu, er hringjandi út og suður suðandi um hjálp frá öðrum seðlabönkum.
Hvernig dettur nokkrum manni í hug að evrópskir seðlabankar leggi þeim íslenska lið þegar stjórnendur hans eru búnir opinbera vanhæfni sína. Auk þess sem allir vita í dag þeim er ekki treystandi vegna þess að aðgerðir bankans eru ráðast af blindu hatri aðal bankastjórans á fyrrum aðal eiganda Glitnis.
Hjólin í efnahagslífi Íslendiga fara ekki að snúast fyrr en búið er að skipta úm karlana í brúnni í Seðlabankanum. Þeir geta ekki lengur þvælst fyrir uppibygingasterfinu.
![]() |
Enn hnökrar á greiðslumiðlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 20.10.2008 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pálmi Rafn Pálmason tryggði Stabæk deildarmeistaratitilinn í Noregi árið 2008 með marki á 2. mínútu í viðbótartíma í leiknum gegn Brann í Bergen í kvöld.
Stabæk náði forystunni í fyrri hálfleik er Veigar Páll skallað boltan í höfuð Erland Hestveit, varnarmanns Brann, þaðan sem boltinn hrökk í markið. Brann, sem lék 68 mínútur með 10 leikmenn eftir að Krisjáni Erni var vísað leikvelli eftir brot á Alansinio.
Brann jafnaði í 1 - 1 eftir herfileg varnarmistök en Það var Pálmi Rafn sem átti síðasta orðið í leiknum er hann skallaði flotta fyrirgjöf í markið alveg úr við stöng. Glæsilegt mark hjá Pálma sem stuðningsmenn Stabæk eiga aldrei efrtir að gleyma. Reyndar var hann óheppinn að skora ekki annað mark á síðustu sekúndunum er hann skalaði yfir markmann Brann sem á ótrúlegan hátt náði hlaupa á eftir boltanum og slá hann framhjá á síðustu stundu.
Leikurinn var frábær skemmtun sérstaklega fyrir Stabæk og stuðningsfólk þeirra þar sem þetta var í fyrsta sinn sem liðið vinnur Brann í Bergen.
PS Það er svolítið gaman að því að Það var Helgi Sigurðsson sem tryggði Stabæk sinn fyrsta bikarmeistaratitill gegn Rosneborg á Ullevål haustið 1998. Nú, 10 árum síðar kemur Íslendingurinn Pálmi Rafn Pálmason og tryggir liðinu sinn fyrsta deildarmeistaratitil.
Bloggar | 19.10.2008 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gott og blesssað að Össur vill ekki að landið verði brunaútsölunni að bráð. En ósköp finnst manni stjórnvöld hreyfa sig hægt þó öllum beri saman um að nú verði menn virkilega að láta verkin tala og það strax.
Það er alveg ljóst að hrægammarnir sveima yfir landinu í von um að geta gert áhlaup á brennandi eignir þjóðarinnar. En meðan við sendum bara bréfdúfuflokk til varnar er ljóst að eignir fyrir milljarða króna brenna upp á degi hverjum.
Það sem er þó enn verra er að við höfum ekki hugmynd um hvort eining sé í ríksitjórninni um leiðina að hjálpræðinu. Getur það verið að stjórnarflokkarnir togi ekki báðir í sömu átt. Er það tilfellið að Davíð þvælist fyrir björgunarfólkinu á strandstað eins og Jón Baldvin fullyrti í Silfrinu í dag. Ef svo er afhverju gerir þá Samfylkingin grein fyrir því og slítur samstarfinu.
Hvað tefur samningana við IMF?
![]() |
Össur: Ísland verður ekki selt á brunaútsölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2008 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður spennandi að vita hvað kemur út úr fundahöldunum stjórnarflokkanna í kvöld. Þeir hafa ekki lengri tíma til að komast að því hvernig þeir ætla að leggja línurnar í björgunaraðgerðunum.
Verði það IMF sem verður fyrir valinu þýðir það að Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri, verður undir og hlýtur þar með að yfirgefa stólinn sjálfviljugur í stað þess að bíða eftir því að verða rekinn. Þannig er nú mál með vexti að geri kennari eða lægra settir embættismenn önnur eins afglöp og Davíð Oddson hefur gert í Seðlabankatíð sinni yrðu þeir reknir á stundinni og sóttir til saka.
Komi Davíð vilja sínum fram og fái rúblur frá Putin eru mestar líkur á því að við flytjum aftur í torfkofana með moldargólfunum fyrir næstu Ólympíuleika.
![]() |
Ráðherrar funda á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2008 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þrátt fyrir að Agger eigi alla sök á fyrsta marki Wigan átti hann mjög svo viðunandi leik´með Liverpool í gær. Daninn er smá ryðgaður eftir að hafa verið mjög lengi frá vegna meiðsla. Hann sofnaði aðeins á verðinum en bætti síðar vel upp fyrir það. Hann er agressífur varnarmaður sem skorar alltaf slatta af mörkum auk þess sem hann leggur upp mörk fyrir félaga sína. Það er meira en hægt er að segja um alla aðra mkðverði Liverpool núna. Reyndar hefur Hiipya verið seigur að skora í aukaspyrnum og hornum en þau eru teljandi mörkins sem hann hefur lagt upp fyrir aðra.
Hlakka til að sjá Agger komast í sitt gamla form aftur. Þá tekur engin ffrá honum miðvarðarstöðuna.
![]() |
Benítez: Ekki hvort, heldur hvenær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2008 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá er maður búinn að lesa VG úttektina á Geir Haarde. Sú var eins og við var að búast góð og það fór ekki á milli mála að Norðmenn eru stoltir af þessum hálfsyni sínum á Íslandi.
Áður en ég settist við tölvuna aftur horfði ég á Bonanza. Alltaf gott að byrja sunnudagana á því að horfa á góða sjónvarpsþætti sem alltaf enda vel. Þá fer maður jákvæðari inni í daginn.
Norskum uppruna Geirs er gerð góð skil og sagt frá heimsókn hans til Sandeide í Vindafjörd þaðan sem Haardefjölskyldan er upprunninn. Sagt er frá föður hans sem bjó við þröngan kost í Noregi á fyrri hluta síðustu aldar. Hann fyldi í fótspor þúsunda Norðmanna sem fyrir rúmlega 1000 árum síðan hrintu víkingaskipum úr vör freystuðu gjæfunnar á Íslandi. Tomas Haarde settist að í Reykjavík og fann sér þar konuefni, Önnu Steindórsdóttur, sem var 13 árum yngri en hann. Þann 8. apríl eignuðust þau svo sveininn Geir Hilmar.
VG gerir töluvert úr nafni Geirs og nefninr hann sem einn fárra íslendinga sem ekki noti föðurnafnið og son til að auðkenna sig. Þá er nöfnin Geir Hilmar útskýrð svo Norsarar fái það nú með sér hvað þau þýði. Geir = spjót eða atgeir og Hilmar þýðir orusta sem ljóma stafar af. Nafn forsætisráðherrans okkar er því vel við hæfi.
Blaðamaður Vg stiklar á stóru um starfsferil Geirs allt frá því hann kemur frá námi í Bandaríkunum og hefur störf í seðlabankanum þar til hann sest á þing og verður fjármálaráðherra og nær svo toppnum á ferlinum með því að verða forsætisráðherra eftir síðustu kosningar. Hinn pólitíski himminn var þá blár og skafheiður. Útrásin var í fullum gangi. Landsbankinn, Glitnir og Kauþing sópuðu til sín viðskiptavinum um alla Evrópu og Bakkavör og Baugur keyptu hvert fyrirtækið eftir annað í Englandi og víðar um álfuna. Geir sagði í viðtölum í Noregi árið 2006 að nú hefðu Íslendingar ráð á því að kaupa það sem þeir óskuðu sér. Ísland hafði verið fiskveiðiþjóð en nú væru það orkulyndir, fjármálafyrirtækin og ferðamannaþjónustan sem þjóðin legði mesta áherslu á.
Þetta átti heldur betur eftir að breytast og það á bara tveimur árum. Forsætisráðherran þarf lögreglufylgd til að verja örggi hans vegna reiðra landa hans og þjóðin þarf að taka á sig stóran hluta af skuldum útrásarvíkinganna sem grætt höfðu á tá og fingri og virtust nú vera að hverfa úr landi meðan þær héldu einhverju eftir.
VG telur að fáir Íslendingar hafi betri menntun og reynslu en Geir haarde til að leiða þjóðina út úr þeim hremmingum sem hún er rötuð í. Blaðið skrifar að hann þurfi á allri sinnu reynslu og þekkingu að halda til að komast að hinum politísku lausnum sem dugi til að bjarga því sem bjargað verður.
"Að gefast upp er ekki á dagskrá hjá okkur núna. Við verðum að berjast fyrir því sem við trúum á og vona að okkur takist ætlunarverkið. Það er framtíð íslands sem er að veði," segir Geir Hilmar Haarde.
Ég verð að segja að VG ber fullt traust til Geirs. Það er líka það viðhorf sem maður verður var við hjá hinum venjulega Norðmanni. Norðmenn bera ennþá traust til Íslendinga þrátt fyrir bankahrunið. Við verðum bara að vona að Geir Hilmar og stjórn hans fái frið til að vinna mikilvægasta starf sem nokkur ríkistjórn á Íslandi hefur nokkurn tíma fengið í fangið.
Bloggar | 19.10.2008 | 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/10/18/550720.html
Hér er fjallað um íslensku kreppuna á jákvðan hátt blönduðum góðum húmor líka.
Ætla að skreppa á bensínstöðina núna og ná mér í VG með viðtalinu við Geir Haarde.
Góða morgunstund
Bloggar | 19.10.2008 | 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég horfði á sjánvarpið í gærkvöldi. Þar voru að sjálfsögðu sýndar myndir frá Davíðsmótmælafundinum. Sá líka umfjöllunina um fundinn á netmiðlunum. En það sem mér fannst ekki stemma var fjöldi fundarmanna. Að þarna hafi aðeins verið um 500 manns finnst mér lítið miðað við fólksfjöldan sem maður sá á myndunum. Það hlýtur alla vega að hafa verið stórt 500 manna á vellinum nema að sé búið svo að þrengja að fólki þar að ekki komist fleiri en 550 þar fyrir lengur.
Opinberarar tölur eru sjálfsagt frá lögrrreglunni komnar. Sé svo bera þær með sér að löggan hefur kki mjög talnaglöggum mönnum á að skipa. Eða staðfestir talnakunnáttan það sem haldið var fram um lögguna í gamla daga að þangað veldist það fólk sem ekki gat lært neitt flóknara en að gangaum göturnar eða þá villigeltir sem aldrei voru til friðs fyrr en þeir voru gerðir að lögreglumönnum. Þá tóku þeir starfið alvarlega og gerðu sitt besta.
Annars er það nú frekar döpur fréttamennska að fjölmiðlarnir geri ekki sjálfstæða talningu á vettvangi þegar auðséð er að yfirvöld eru að blekkja. Af hveju taka fjölmilarnir þátt í blekkingunni með því að ljúga til um fjölda fólks á mótmælafundum?
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.10.2008 | 05:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar