Reúblikanaflokkurinn í rúst. Leiðtogi óskast

Reúblikanaflokkurinn er gersamlega í rúst eftir kosningarnar í nótt. Engin leiðtogi er sýnilegur nú sem leitt getur flokkinn fram að næstu kosningum. Kanski verður það Sarah Palin, sem fólk hefur gert að skyldu sinni að hæðast að í kosningabaráttunni.

Margir töldu það stærstu mistök McCain að velja ríkistjórann frá Alaska sem varaforsetaefni.  Ég held þó að svo hafi ekki verið.  Mistök McCain voru slæmur undirbúningur undir efnahagsmálaumræðuna auk þess sem hann reyndi að verja vondan málstað Bush í Írak.  Svo hjálpaði aldur hans heldur ekki til. 

Eitt er víst að McCain og Palin töpuðu með sæmd og lokaræða John McCain verður í minnum höfð ekki síður en sigurræða Obama.  Sennilega eru ræður næturinnar þær bestu sem haldnar hafa verið af stjórnmálamönnum þar vestra á kjörtímabilinu.

Nú verða Reúblikanar að kveikja á radarnum og hefja leit að nýjum leiðtoga.  Svo virðist sem enginn af þingmönnum flokksins sé álitlegur kostur. Sarah Palin gæti orðið fyrir valinu þrátt fyrir allt háðið sem hún fékk og mistökin sem hún gerði í byrjun baráttunnar. Hún hefur lært mikið og nýtur trausts meðal kristnu millistéttarinnar í USA.  Hinn kosturinn gæti verið Condoleezza Rice. Hún nýtur trausts og svo skemmir ekki húðliturinn fyrir henni svo framalega sem Obama standi sig vel í Hvíta húsinu Þar sem Condoleezza er hagvön. 


mbl.is Rice segir Obama hvetjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir í Seðlabankann

Fréttir síðustu daga um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi náð í 1500 milljónir frá huliðsheimum, til að  kaupa fjölmiðla af sjálfum sér, staðfesta náttúrulega að kjör hans sem viðskiptasnillings ársins í fyrra var rétt.

Jón Ásgeir er auðvitða maðurinn sem við þurfum í Seðlabankann. Ef hann verður jafn hugmyndaríkur við að fylla gjladeyrisgeymslurnar við Kalkofnsveg og hann var við að ná í 1500 milljónirnar á dögunum verðum við fljót að komst upp úr krepunni.  Þá höfum við ekkert að sækja til IMF og hver veit nema við getum farið að hjálpa Ungverjum út úr sínum vanda eftir jól.

Efast ekki um að Davíð fyrirgefi Jóni Ásgeiri meintar syndir og taki honum opnum örmum vilji hann taka sæti í Seðlabankanum.   Þangað þurfum við viðskiptasnillinga og það veit Davíð sem tókst að klúðra gjaldeyrisvarasjóðnum.  Það er bara sigur fyrir Dabba ef hann fær Jón Ásgeir til að galdra gullið aftur í gjaldeyrisgeymsluna.

PS  Er ekki Hannes Smárason líka búinn að bjóða aðstoð sýna.  Væri ekki verra að hafa tvo "viðskiptamenn ársins" við hlið Davíðs í bankanum.

 

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.  JÓN ÁSGEIR OG HANNES Í SEÐLABANKANN

 


The Kinks klikka ekki komi þeir saman

The KinksÞað væri virkilega gaman ef af því yrði að hóa The Kinks saman aftur.  Hljómsveitin var án nokkurs vafa ein sú allra besta sem kom fram í Englandi á 7. áratugnum.  Hún hafði sín sérkenni og að mínu mati stóð hún næst sjálfum The Beatles í tónsmíðum og flutningi.

 Það hefur oft verið reynt að hóa hljómsveitinni saman á ný en alltaf strandað á Dave Davies. Hann hefur lítinn áhuga hefur haft á endurkomu enda hefur hann gert það þokkalegt með sínum eigin útgáfum. 

 Tilvera drengjana í The Kinks var aldrei neinn dans á rósum þrátt fyrir velgengni sveitarinnar í Evrópu.  Strax á sínu fyrsta ferðalagi vestur um haf kom sérviska Ray Davies þeim í vandræði svo þeir voru nánast reknir frá Bandríkjunum með skít og skömm.  Þá var sambandið milli félaganna í hljómsveitinni alla tíð háspennt.  Ray samdi allt frumsada efnið og stjórnaði öllu með harðri hendi. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru nánast eins og leiguliðar hjá honum, sama hverjir voru í bandinu í það og það sinn.  Við plötuupptökur fór mestur tími leiguiðanna í að bíða meðan Ray var að útsetja eða tala við einhvern í síma o.s.frv.

Það verður ekki síður spennandi, ef sveitin kemur saman á ný,  hvaða  útgáfa The Kinks verða endurlífgaðir.  Ég tel hæpið að það verði upprunalega útgáfan, með Pete Quaife á bassa. Hann hætti í hljómsveitinni eftir umferðarslys.  Fyrir nokkrum árum lét sagði hann í viðtali að tímin í The Kinks hafi verið sem martröð vegna illdeilna.  Sérstaklega voru það Dave og Mick Avory trommari sem slógust. Og þeir slógust með krepptum hnefum og þeim bareflum sem tiltæk voru.  Quaife náði sér í konuefni frá Kanada og ég held að hann búi þar enn.

Eiginlga vona ég að það verði útgáfan af The Kinks sem kom tíl Íslands árið 1970 og hélt tónleika í Laugardalshöllinni sem rísi upp af dvalanum. Þar voru að sjálfsögðu bræðurnir Ray og Dave ásamt Mick Avory og bassaleikaranum Johna Dalton og hljómborðsleikaranum John Gosling.  Sú útgáfa The Kinks var góð og náði fótfestu í Bandaríkjunum eftir mögur ár þeirra þar á undan.

Eftir tónleikana í Höllinni, sem voru frekar illa sóttir enda ekki í tísku að halda með The Kinks þá, var fróðlegt að lesa umsagnir blaðanna. Lola var á toppnum bæði vestan hafs og austan en það þótti ómerkilegt popplag og lítil frammúrstefna þar á ferð.  Allir gerðu það að skyldu sinni að skíta út hljómsveitina. Sagt var að Dave Davies hefði lítið lært á gítar síðan hann kom hér árið 1965. Fyrirsögn Vísis, ef ég man rétt, var höfð eftir Rúna Júl sem sagði, "Ég vissi ekki hve Ævintýri var góð hljómsveit fyrr en ég heyrði í The Kinks." Svona var nú fjallað um The Kinks á íslandi í þá daga.

Gæti sjálfsagt eytt vetrinum í að skrifa um The Kinks. Þrátt fyrir allt vesen og öll vandræðin í kringum hljómsveitina verður það aldrei af henni tekið að hún var eitt stærsta nafnið í poppinu á gullaldartíma þess.  Og The Kinks eru ein mjög fárra hljómsveita frá þessum tíma sem fólk man enn eftir og nennir ða hlusta á. Engin hljómsveit á jafn mörg frábær lög í safni sínu nema bara Bítlarnir. Ray Davies er á sömu hillu og Lennon & McCartney þegar kemur að því að semja lög.

Lengi Lifi The Kinks 


mbl.is The Kinks huga að endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur 1 í nýrri sögu USA

ObamaMeð sigri Barack  Husseins Obama í bandarísku forsetakosningunum er gömlu sögubók Bandaríkjanna lokað og ritun nýrrar hófst í nótt. Barack Hussein Obama er eini svarti þingmaðurinn í Öldungadeildinni og sá fimmti  í röðinni með þann hörundslit sem vinnur sér sæti þar.

Nú er hann, fyrstur blökkumanna, kosinn forseti Bandaríkjanna.  Þar með er hann fyrsti blökkumaðurinn sem kosinn er þóðarleiðtogi í hinum vestræna heimi. Obama sem er 47 ára að aldri er líka meðal yngstu kjörinna forseta. Það er því öllum ljóst að Obama hefur þegar markað djúp spor í stjórnmálasögu Bandarókjanna.

Ræða Obama eftir að sigurinn var ljós á eftir að lifa lengi meðal stjórnmálamanna og sennilega allra Bandaríkjamanna.  Boðskaurinn var, "við getum" og hafður eftir  106 ára gamalli blökkukonu sem nú kaus í fyrfsta sinn.  Ræða John McCain verður líka eftirminnileg. Hann tapaði kosningunum en stóð beinn í baki og talaði til stuðningsmanna sinna með förðurlegum hætti. Hann gerði sigur Obama stóran og sjálfur varð McCain stærri af ræðu sinni.  Sennilega besta ræða sem þess sem tapað hefur í forsetakosningum frá upphafi.  

John F. Kennedy, 43 ára, er sá maður sem yngstur hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á eftir honum komu svo svo Bill Klinton og Ulysses S. Grant sem báðir voru 46 ára er þeir náðu kjöri.  En yngsti maður sem setið hefur sem foresti Bandaríkjanna er Theodore Roosevelt.  Hann varð forseti eftir að William McKinley var drepinn árið 1901.

Elsti maður sem kjörinn hefur verið forseti Bandaríkjanna er svo sjálfur Ronald Reagan sem var 69 ára þegar hann var kjörinn.

Þess má til gamans geta að þegar Kennedy var yngstur manna kosinn forseti USA var Einar Gerhardsen, forfsætisráðherra Noregs, yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu 63 ára gamall.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan í mínu húsi slátraði tveimur köngulóm

Verð að viðurkenna eð ég hallast frekar á sveif með Obama í þessum kosningum.  Sá gamli, McCain, minnir mig svolítið á Nixon og þó hann hafi gert margt gott í Hvíta húsinu gerði hann líka margt ótrúlega vitlaust.  Munurinn er þó sá að McCain virðist vera heiðarlegur en það var Nixon aldrei.

Hvað um það. Það verður bara gaman ef ættingjar Obama geta slátrað nauti í Kenýu.  Hér í Gjerdrum, í norska konungsríkinu, tók kona mín sig til og slátraði tveimur köngulóm.  Þæt voru stærri en allar aðrar köngulær sem hún hafði séð á 54 ára æfi sinni.  Til samans jafnast þær örugglega á við nautið sem bíður slátrunar í Kenýu.   Munurinn er sá að nautið verður sennilega étið en við höfum  ekki hugsað okkur að leggja okkur köngulærnar til munns.

Skálaði þó í dönskum bjór, Tuborg Guld, fyrir óréttmætu stigi til Liverpool í kvöld.   Er nokkuð viss um að línudómarinn sem dæmdi vítaspyrnuna hefur verið í Liverpool peysu innanundir dómaratreyjunni.


mbl.is Slátra nautinu ef Obama vinnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið andskoti höfðum við heppnina með okkur í kvöld

Liverpool lék einhvern sinn daprasta leik í Meistaradeildinni frá upphafi í kvöld.  Steven Gerrard var gersamlega klipptur út út leiknum af Maniche sem fylgdi honum eins og skugginn. Carragher sýndi tvisavar í leiknum það sem af honum er ætlast en að öðru leyti var hann eins búast má við af  firmaliðs miðverði hjá Kaupþingi.  Daniel Agger var okkar besti maður í kvöld. Synd að hann skuli ekki hafa kórónað frábæran leik sinn með því að skora eins og eitt eða tvö mörk úr færunum fjórum sem hann fékk. En það kemur með fleiri leikjum.

Vítaspyrnan!! Vítaspyrnudómurinn, sem bjargaði andliti okkar í kvöld, er einhver sá vitlausasti í sögu Meistaradeildarinnar.  Auðvitað átti Spánverjinn að fá aukaspyrnu og Gerrard gult spjald fyrir loftárásina á  varnarmanninn.  En sænski línuvörðurinn er, eins og ég, stuðningsmaður Liverpool og sá atvikið með þeim gleraugum.  Dómarinn dæmdi ekkert fyrr en línuvörðurinn veifaði sem á þjóðhátíðardegi væri.

Nú er ég búinn að hlusta á Svíana, sem eiga dómaratríóið, dönsku fótboltafræðingana, þá norsksu og einn þýskan og allir telja línuvörðurinnhafi verið dópaður.

En mér er alveg sama um það og þakka bara fyrir dýrmætt stigið.  Allir hafa jú rétt á að gera mistök í leik. Líka línuverðir.  Annars var dómararíóið arfa slakt. Liverpool átti að fá tvö víti áður en þeir fengu víti og Spánverjarnir áttu alla vega eitt víti skilið ef ekki tvö.  En svona er þetta stundum

En það besta við kvöldið voru úrslitin í Róm.  Getum alla vega glaðst yfir þeim ekki satt. 


Dapurt hjá mínum mönnum í LFC

Skelfing var fyrri hálfleikurinn dapur hjá Liverpool.  Sendingarnar voru margar arfa slakar og fá virkileg marktækifæri buðust.  Gestirnir fengu tvö og nýttu annað eftir að hafa gert Aurelio og Carra að kjánum.  Hvorugur þeirra hefur getu til að spila fyrir Liverpool.

 

En ef Benni leggur meiri áherslu á skyndisóknir upp kantana ættum við að fá fleiri möguleika. Þessi andskotans reitabolti sem þeir eru að dunda sér við á eigin vallarhelmingi er vonlaus.

En við tökum þetta í seinni hálfleik. Þó ekki væri til annars en að vinna meðan Chelsea tapar í borginni eilífu.


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Bogi

Ákvörðun Boga kemur mér alls ekki á óvart.  Bogi var sýslumaður á Eskifirði á sínum tíma og sýndi aldrei neitt annað af sér þar en heiðarleika og trúmennsku.  Þess vegna er ákvörðun hans um að koma ekki nálægt bankarannsóknunum algerlega í takt við það sem búast mátti við frá Boga Nílssyni.

Það verður gaman að vita hvort Sigurður Valtýsson fylgir í fótspor Boga.  Eitt vitum við. Hann fær ekki hvatningu til þess frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. 


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru allir bankastjórnendurnir glæpamenn

Á herjum degi sem liðið hefur hefur komið eitthað misjafnt upp sem þreifst í kerfinu. Nú virðast fréttirnar að vera að topp allt sem áður hefur komið fram.  Í gær kom í ljós að Jón Ásgeir tíndi 1500 milljónir af einhverju huldu-peningatréi og í nú kemur frétt um að forkólfar Kaupþings virðast hafa stolið litlum 100 milljörðum úr bankanum á síðustu metrunum í lífi hans.  Og þetta voru mennirnir sem stjórnvöld og almenningur vonaðist til að myndi lifa kreppuna af til að taka þátt í björgunarafrekinu mikla í Reykjavík.

Ef fréttir síðustu daga eiga við rök að styðjast virðast engin takmörk fyrir spillingu stórlaxanna á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gaf vinum og flokksbræðrum bankana sem síðan reynsat launa ofeldið með því að stela öllu sem hægt er að stela.

Það liggur við að réttlætanlegt sé að henda svona glæpalýð í fangelsi án dóms og laga.  Siðblindan er algjör ef fréttirnar eru sannar.


mbl.is 100 milljörðum skotið undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristín og Þorsteinn

Kristinþá flyst þessi aldraði höfðingi hafsins eina ferðina en á milli bæja.  Ef ég man rétt þetta gamli Þorsteinn RE 303.  Einn af Austur-Þýsku bátunum sem smíðaðir voru í Boizenburg á árunum 1964-1967.  Fyrstu bátarnir af þessari tegund sem til landsins komu voru Krossanes SU 320 og Keflvíkingur Ke 100.  Held að Þorsteinn hafi ekki komið til landsins fyrr en veturinn 1965.

Flestir þessir bátar áttu það sameiginelgt að vera mikil aflaskip á síldinni.  Traustir góðir en klossaðir og hráir eins og austur-þýsku bátarnir gjarnan voru ef frá eru taldir 74 tonna trébátarnir.  Hef sjálfur verið á þremur þessara báta, Krossanesinu, Sighvati og Hrafni Sveinbjarnarsyni. 

Á myndinn, sem ég stal á mbl.is og er tekin af Hafþóri Hreiðarssyni á Húsavík, er báturinn algerlega óþekkjanlegur frá sinni upprunalegu mynd. Var fallegri þá en nýtist að sjálfsögðu betur í dag.


mbl.is Kristín GK verður Kristín ÞH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband