Dapurt hjá mínum mönnum í LFC

Skelfing var fyrri hálfleikurinn dapur hjá Liverpool.  Sendingarnar voru margar arfa slakar og fá virkileg marktækifæri buðust.  Gestirnir fengu tvö og nýttu annað eftir að hafa gert Aurelio og Carra að kjánum.  Hvorugur þeirra hefur getu til að spila fyrir Liverpool.

 

En ef Benni leggur meiri áherslu á skyndisóknir upp kantana ættum við að fá fleiri möguleika. Þessi andskotans reitabolti sem þeir eru að dunda sér við á eigin vallarhelmingi er vonlaus.

En við tökum þetta í seinni hálfleik. Þó ekki væri til annars en að vinna meðan Chelsea tapar í borginni eilífu.


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú óþarfi að vera með þessi leiðindi Dunni minn þó menn séu hálf þunnir í Róm.

viðar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:35

2 identicon

Þetta var engan vegin skilið, þessi vítaspyrna í endinn, kommon

Ari páls (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Dómarinn átti ekki góðan leik, þó að þessi vitaspyrna hefði ekki átt að vera dæmd þá sleppti hann tveim vitaspyrnum sem Liverpool átti að fá.

Jóhann Hallgrímsson, 4.11.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jóhann hann sleppti líka vítaspyrnu sem madringar áttu að fá.

Hjörtur Herbertsson, 4.11.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Dunni

Ég held að við getum allir verið sammála um það að LFC hafi ekki átt sinn besta leik.  En það er deginum ljósara að sjaldan hefur verið boðið upp á jaf lélegt dómaratríó og á Anfield í kvöld. Hann sleppti alla vega 3 augljósum vítaspyrnum og svo var dæmd vítaspyrna á Atletico þegar þeir áttu að fá aukaspyrnu.  En svona er nú boltinn stundum og ég er bara þakklátur fyrir stigið.

Dunni, 4.11.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband