Reúblikanaflokkurinn í rúst. Leiðtogi óskast

Reúblikanaflokkurinn er gersamlega í rúst eftir kosningarnar í nótt. Engin leiðtogi er sýnilegur nú sem leitt getur flokkinn fram að næstu kosningum. Kanski verður það Sarah Palin, sem fólk hefur gert að skyldu sinni að hæðast að í kosningabaráttunni.

Margir töldu það stærstu mistök McCain að velja ríkistjórann frá Alaska sem varaforsetaefni.  Ég held þó að svo hafi ekki verið.  Mistök McCain voru slæmur undirbúningur undir efnahagsmálaumræðuna auk þess sem hann reyndi að verja vondan málstað Bush í Írak.  Svo hjálpaði aldur hans heldur ekki til. 

Eitt er víst að McCain og Palin töpuðu með sæmd og lokaræða John McCain verður í minnum höfð ekki síður en sigurræða Obama.  Sennilega eru ræður næturinnar þær bestu sem haldnar hafa verið af stjórnmálamönnum þar vestra á kjörtímabilinu.

Nú verða Reúblikanar að kveikja á radarnum og hefja leit að nýjum leiðtoga.  Svo virðist sem enginn af þingmönnum flokksins sé álitlegur kostur. Sarah Palin gæti orðið fyrir valinu þrátt fyrir allt háðið sem hún fékk og mistökin sem hún gerði í byrjun baráttunnar. Hún hefur lært mikið og nýtur trausts meðal kristnu millistéttarinnar í USA.  Hinn kosturinn gæti verið Condoleezza Rice. Hún nýtur trausts og svo skemmir ekki húðliturinn fyrir henni svo framalega sem Obama standi sig vel í Hvíta húsinu Þar sem Condoleezza er hagvön. 


mbl.is Rice segir Obama hvetjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband