Voru allir bankastjórnendurnir glæpamenn

Á herjum degi sem liðið hefur hefur komið eitthað misjafnt upp sem þreifst í kerfinu. Nú virðast fréttirnar að vera að topp allt sem áður hefur komið fram.  Í gær kom í ljós að Jón Ásgeir tíndi 1500 milljónir af einhverju huldu-peningatréi og í nú kemur frétt um að forkólfar Kaupþings virðast hafa stolið litlum 100 milljörðum úr bankanum á síðustu metrunum í lífi hans.  Og þetta voru mennirnir sem stjórnvöld og almenningur vonaðist til að myndi lifa kreppuna af til að taka þátt í björgunarafrekinu mikla í Reykjavík.

Ef fréttir síðustu daga eiga við rök að styðjast virðast engin takmörk fyrir spillingu stórlaxanna á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gaf vinum og flokksbræðrum bankana sem síðan reynsat launa ofeldið með því að stela öllu sem hægt er að stela.

Það liggur við að réttlætanlegt sé að henda svona glæpalýð í fangelsi án dóms og laga.  Siðblindan er algjör ef fréttirnar eru sannar.


mbl.is 100 milljörðum skotið undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvernig getur skilanefndin verið að rannsaka þetta. Hluti þeirra sem eru í skilanefndinni hlýtur sjálfur að sæta rannsókn. Sumir í skilanefndinni eru nefnilega fyrrverandi og núverandi stjórnendur í Kaupþingi! Á maður að treysta svona rannsókn. Ég vil frá erlenda aðila til að rannsaka þessi mál ofan í kjölin. Fnykinn leggur af þessu langar leiðir.

Karl (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Dunni

Og ekki bara það.  Sumir þjófanna eru enn að störfum í Kaupþingi og hinum bönkunum.

Dunni, 4.11.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Björn Birgisson

Lítur hreint ekki vel út, eiginlega skuggalega illa. En förum ekki fram úr okkur í orðavali. Eru ekki allir saklausir uns sekt þeirra er sönnuð?

Björn Birgisson, 4.11.2008 kl. 21:12

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þó að maður gefi einhverjum Visky flösku,þá er ekki þar með sagt að það sé ætlast til að klára úr henni í einum teig....

Halldór Jóhannsson, 4.11.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Dunni

Það er þetta með Whiskyið. Sumt whisky er svo gott að maður treinir sér flöskuna í mörg ár Er með tvær, þrjár flöskur sem ég hef átt í á milli 12 og 15 ár.  Annað whisky er þess eðlis að maður bara notar það til að detta íða og þá klárar maður flöskuna á kvöldinu.  Það gerðum við Maggi gjarnan.

Bjössi. Engin hefur farið óvarlega með orð. Allstaðar fyrirvarar um sekt. 

Dunni, 4.11.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Björn Birgisson

Segðu!

Björn Birgisson, 5.11.2008 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband