Dagur 1 í nýrri sögu USA

ObamaMeð sigri Barack  Husseins Obama í bandarísku forsetakosningunum er gömlu sögubók Bandaríkjanna lokað og ritun nýrrar hófst í nótt. Barack Hussein Obama er eini svarti þingmaðurinn í Öldungadeildinni og sá fimmti  í röðinni með þann hörundslit sem vinnur sér sæti þar.

Nú er hann, fyrstur blökkumanna, kosinn forseti Bandaríkjanna.  Þar með er hann fyrsti blökkumaðurinn sem kosinn er þóðarleiðtogi í hinum vestræna heimi. Obama sem er 47 ára að aldri er líka meðal yngstu kjörinna forseta. Það er því öllum ljóst að Obama hefur þegar markað djúp spor í stjórnmálasögu Bandarókjanna.

Ræða Obama eftir að sigurinn var ljós á eftir að lifa lengi meðal stjórnmálamanna og sennilega allra Bandaríkjamanna.  Boðskaurinn var, "við getum" og hafður eftir  106 ára gamalli blökkukonu sem nú kaus í fyrfsta sinn.  Ræða John McCain verður líka eftirminnileg. Hann tapaði kosningunum en stóð beinn í baki og talaði til stuðningsmanna sinna með förðurlegum hætti. Hann gerði sigur Obama stóran og sjálfur varð McCain stærri af ræðu sinni.  Sennilega besta ræða sem þess sem tapað hefur í forsetakosningum frá upphafi.  

John F. Kennedy, 43 ára, er sá maður sem yngstur hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á eftir honum komu svo svo Bill Klinton og Ulysses S. Grant sem báðir voru 46 ára er þeir náðu kjöri.  En yngsti maður sem setið hefur sem foresti Bandaríkjanna er Theodore Roosevelt.  Hann varð forseti eftir að William McKinley var drepinn árið 1901.

Elsti maður sem kjörinn hefur verið forseti Bandaríkjanna er svo sjálfur Ronald Reagan sem var 69 ára þegar hann var kjörinn.

Þess má til gamans geta að þegar Kennedy var yngstur manna kosinn forseti USA var Einar Gerhardsen, forfsætisráðherra Noregs, yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu 63 ára gamall.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Maður hefur nú mestar áhyggjur af því að þessi góðlátlegi maður verði fyrir byssukúlu einhvern daginn.

Já Liverpool slapp með skrekkinn í gær horfði á allan leikinn og held að þeir megi vera sáttir með stigið.

Grétar Rögnvarsson, 5.11.2008 kl. 11:27

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Má ég stela myndinni af J.K. grámáluðum af myndasíðunni þinni vinur. Fáar myndir af honum til i þessum lit.

Grétar Rögnvarsson, 5.11.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Dunni

Að sjálfsögðu máttu ræna myndinni.  Þó það nú væri.

Jólasveinnin var snemma á Anfield í ár.  Held að allir geti verið sammála um það.

Dunni, 5.11.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband