The Kinks klikka ekki komi þeir saman

The KinksÞað væri virkilega gaman ef af því yrði að hóa The Kinks saman aftur.  Hljómsveitin var án nokkurs vafa ein sú allra besta sem kom fram í Englandi á 7. áratugnum.  Hún hafði sín sérkenni og að mínu mati stóð hún næst sjálfum The Beatles í tónsmíðum og flutningi.

 Það hefur oft verið reynt að hóa hljómsveitinni saman á ný en alltaf strandað á Dave Davies. Hann hefur lítinn áhuga hefur haft á endurkomu enda hefur hann gert það þokkalegt með sínum eigin útgáfum. 

 Tilvera drengjana í The Kinks var aldrei neinn dans á rósum þrátt fyrir velgengni sveitarinnar í Evrópu.  Strax á sínu fyrsta ferðalagi vestur um haf kom sérviska Ray Davies þeim í vandræði svo þeir voru nánast reknir frá Bandríkjunum með skít og skömm.  Þá var sambandið milli félaganna í hljómsveitinni alla tíð háspennt.  Ray samdi allt frumsada efnið og stjórnaði öllu með harðri hendi. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru nánast eins og leiguliðar hjá honum, sama hverjir voru í bandinu í það og það sinn.  Við plötuupptökur fór mestur tími leiguiðanna í að bíða meðan Ray var að útsetja eða tala við einhvern í síma o.s.frv.

Það verður ekki síður spennandi, ef sveitin kemur saman á ný,  hvaða  útgáfa The Kinks verða endurlífgaðir.  Ég tel hæpið að það verði upprunalega útgáfan, með Pete Quaife á bassa. Hann hætti í hljómsveitinni eftir umferðarslys.  Fyrir nokkrum árum lét sagði hann í viðtali að tímin í The Kinks hafi verið sem martröð vegna illdeilna.  Sérstaklega voru það Dave og Mick Avory trommari sem slógust. Og þeir slógust með krepptum hnefum og þeim bareflum sem tiltæk voru.  Quaife náði sér í konuefni frá Kanada og ég held að hann búi þar enn.

Eiginlga vona ég að það verði útgáfan af The Kinks sem kom tíl Íslands árið 1970 og hélt tónleika í Laugardalshöllinni sem rísi upp af dvalanum. Þar voru að sjálfsögðu bræðurnir Ray og Dave ásamt Mick Avory og bassaleikaranum Johna Dalton og hljómborðsleikaranum John Gosling.  Sú útgáfa The Kinks var góð og náði fótfestu í Bandaríkjunum eftir mögur ár þeirra þar á undan.

Eftir tónleikana í Höllinni, sem voru frekar illa sóttir enda ekki í tísku að halda með The Kinks þá, var fróðlegt að lesa umsagnir blaðanna. Lola var á toppnum bæði vestan hafs og austan en það þótti ómerkilegt popplag og lítil frammúrstefna þar á ferð.  Allir gerðu það að skyldu sinni að skíta út hljómsveitina. Sagt var að Dave Davies hefði lítið lært á gítar síðan hann kom hér árið 1965. Fyrirsögn Vísis, ef ég man rétt, var höfð eftir Rúna Júl sem sagði, "Ég vissi ekki hve Ævintýri var góð hljómsveit fyrr en ég heyrði í The Kinks." Svona var nú fjallað um The Kinks á íslandi í þá daga.

Gæti sjálfsagt eytt vetrinum í að skrifa um The Kinks. Þrátt fyrir allt vesen og öll vandræðin í kringum hljómsveitina verður það aldrei af henni tekið að hún var eitt stærsta nafnið í poppinu á gullaldartíma þess.  Og The Kinks eru ein mjög fárra hljómsveita frá þessum tíma sem fólk man enn eftir og nennir ða hlusta á. Engin hljómsveit á jafn mörg frábær lög í safni sínu nema bara Bítlarnir. Ray Davies er á sömu hillu og Lennon & McCartney þegar kemur að því að semja lög.

Lengi Lifi The Kinks 


mbl.is The Kinks huga að endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er önnur af tveimur góðum fréttum dagsins

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ef KINKS koma saman á ný tá mæti ég á svædid tad er á hreinu..

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Dunni

Þakka þér fyrir Eyjólfur. 

Ray talaði um að hann óskaði eftir meiri samvinnu við samningu nýs efnis. Nú er bara að sjá hvernig karlinum tekst að taka þátt í samvinnu eftir öll árin sem einráður í bandinu.

Hlakka bara til þess sem verða vill

Dunni, 5.11.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband