Hvernig í ósköpunum á Geir að hafa náð því að Pólverjar séu að gauka einhverjum milljörðum að Íslendingum. Geir skilur örugglega ekki orð í pólsku þó hann sé málamaður mikill.
En það er náttúrlega til skammar að aðrir ráðherrar hafi ekki sagt frosætisráðherra frá rausn Pólverja.
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.11.2008 | 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá eru liðin 458 ár frá því feðgarnir á Hólum voru hálshöggnir í Skálholti. Jón biskum Arason hafði ekkert annað unnið sér til óhelgi en að vera katólskur biksup og synir hans studdu karlinn.
Í dag komast menn upp með að setja heilt lýðveldi á hausinn, gera almenningi ómögulegt að lifa af laununum sínum, þ.e. þeim sem eru svo heppnir að hafa vinnu, stela úr bönkunum til þess að kaupa hlutabréf handa sjálfum sér og svo geta ráðamenn logið eins miklu og þeir vilja að þjóð sinni án þess að fá svo mikið sem rassskellingu.
Spurningin er hvort lögin frá 1550 voru ekki virkari og betur til þess fallin að verja almenning frá þjófum, lygurum og glæpalýð yfir höfuð.
Bloggar | 7.11.2008 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Get ekki annað sagt en að dómur Hæstaréttar er eftir bókinni. Áfengisauglýsingar eru jú bannaðar á Íslandi og ef allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum á að dæma alla eftir lögunum.
Nú er baða að bíða eftir því að allir sem selja erlend tímarít sem innihalda áfengisauglýsngar verði ákærðir og dæmdir. Síðan á náttúrulega að banna innflutning á öllum blöðum og tímaritum þar sem áfengisauglýsingar leynast. Þetta þýðir einfaldelga að nánast allt ritað orð verður bannað á Íslandi nema það sé ritað og útgefið á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum.
Það sér auðvitað hver heilita maður að þessi lög eru löngu orðin úrelt. Þetta er jafn fáránlegt og bjórbannið á sínum tíma. Held varla að það verði allsherjar þjóðarfyllerí þótt maður geti dáðst að fallegri Whisky flösku í Mannlífi.
![]() |
Fyrrum ritstjórar dæmdir fyrir áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2008 | 20:15 (breytt kl. 20:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur Jónasson hóf, aldrei þessu vant, upp raust sína í þinginu í dag og skammaði Geir forsætisráðherra fyrir laumuspilið varðandi IMF og forkastanleg vinnubrögð.
Það er deginum ljósara að í þetta sinn mælir Ögmundur sannleikanum samkvæmt. Vinnubrögð ríkistjórnarinnar hafa verið forkastanleg og gegn lýðræðisskipulaginu sem þjóðinni hefur verið kennt að hún búi við. Stjórnvöld þverbrjóta allt sem heitir lýðræði og láta ser ekki detta í hug að hlusta á fólkið í landinu. Heldur valta þau yfir lýðinn á skítugum skónum og skilja eftir sig vaxtahækkanir, undanskot á fjármunum, troða fjölkyldumeðlimum í feitar töður í samfélaginu, ljúga síðan upp í opið geðið á fólkinu.
Geir Haarde sagði á Þinginu í dag að ríkistjórnin hefði brugðist við bankakreppunni með róttækari hætti en flestar aðrar þjóðir. Ekki skal ég leggja dóm á það. En hann nefdi ekki þá staðreynd að ríksitjórnin hafi brugðist við með heimskulegri hætti en nokkur önnur þjóð á byggðu bóli. Og ráðgjafi ríkistjórnarinnar og stjórnandi hennar, Davíð Oddson, hannaði hinn róttæka og heimskulega þjóðnýtingarpakka sem við nú súpum seyðið af.
Burt með spillingarliðið
![]() |
Þingmenn með bundið fyrir augun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2008 | 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Enn dregur IMF íslensku þjóðina á asnaeyrunum og frestar ákarðanatöku um lánið sem átti að bjarga samfélaginu. Það sem forsætisráðherra sagði að ætti að taka 10 daga verður að öllum líkindum að þremur vikum ef sjóðsstjórnin tekur þá nokkrun tíma ákvörðun um að lána Íslandi.
Á meðan hafa stjórnvöld setið nánast aðgerðarlaus og horft á hvert spillingarmálið dúka upp á eftir öðru og engin er látin svara til ábyrgðar. Frekar hitt að þeir sem fyrir spillingunni í bönkunum stóðu þeir eru hækaðir í tign inna þjóðnýttu bankanna.
Fyrir venjulegt fólk sem unnið hefur á heiðarlegan hátt fyrir launum sínum og borgað skatta og skyldur til samfélagisns er hálfgerður spillingarþefur af stjórnvöldum sem ekki grípa í taumana.
Sennilega hefur engin einn einstaklingur orðið þjóðinni jafn dýr og óþarfur og núverandi Seðlabankastjóri, Davíð Oddson. Það er skrifað um hann í heimspressunni og afglöp hans afhjúpuð. Bankamenn út um alla Evrópu benda á mistök hans öðrum til varnaðar. Forsætisráðherra lætur afglöp hans aftur á móti sem vind um eyru þjóta og nýtir hvert tækifæri til að lýsa stuðningi sínum við flokksbróður sinn.
Hvers vegna segir Geir Haarde ekki þjóðinni hvað hann sér svona gott við embættisfærslur bankastjórans sem aðrir sjá ekki. Það væri í góðu lagi að heyra rökin fyrir þessum mikla stuðningi.
Er það sökum aumingjaskapar að hann þorir ekki að reka Davíð eða er það meðfæddur undirlægjuháttur sem ræður gerðum forsætisráðaherra í spillingarmálunum?
![]() |
IMF-beiðni frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2008 | 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Liverpool, Arsenal og Man. Udt. gerðu öll jafntefli og Chelsea tapaði í Miestarakeppninni í þessari umferð. Er til efs að ensku liðin hafi komið svo illa út úr nokkurri umferð í deildinni til þessa.
Verð að hrósa Aressn Wenger fyrir frammistöuna með fréttamönnum. Öfugt við það sem gerðist eftir tapið fyrir Stoke viðurkenndi Wenger að nú hefðu menn sínir einfaldlega verið of þreyttir eftir erfiða leiki í ensku deildinni. Það kom niður á einbeitingu þeirra og því fór sem fór. Engin vondur maður að hrekkja Wenger í þetta sinn.
![]() |
Wenger: Ekki nógu beittir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2008 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir Haarde var marg oft spurður um skilyrði IMF lánsinn eftir að samningaviðræunum í Reykjavík lauk. Geir sagði alltaf að engin óeðlileg skilyrði væru í samningsuppkastinu sem leggj átti fyrir stjórn sjóðsins. Nú virðist annað komið í ljós. Skilyrði fyrir láninu er að samningar náist við Breta, sem eiga ekki minnstan þátt í erfiöleikum þjóðarinnar og Hollendiga um Icesave reikningana.
Íslensku þjóðinni er stillt upp við vegg og sagt að sleikja hendurnar á Gordon Brown og borga það sem hann vill. Þá hlaupi Alþjóða gjaldeyrissjóurinn undir bagga.
Það er löngu vitað að aðstoð Norðurlandanna og annara landa er háð aðstoð IMF. Þar með er það ljóst að verðum við ekki við fjárkúgun Breta og Hollendinga verðum við að hjálpa okkur sjálf án utanað komnandi aðstoðar.
Geir Haarde hefur því sagt þjóðinni ósatt þegar hann talaði um ágæti IMF-samningsins. Hann laug líka að þjóð sinni þegar hann neitaði að staða Davíðs hefði verið rædd á ríkistjórnarfundi.
Ætlar þjóðin að láta lygara komast upp með vera forsætisráðherra sinn.
Sem dæmi má nefna að í Noregi, þaðan sem Geir er ættaður, hafa tveir ráðherrar verið reknir á kjörtímabilinu vegna þess að þeir lugu að þjóðinni. Lýðræðið í Noregi er því öllu virkara en á Íslandi þar sem stjórnvöld komast upp með að ljúga og svíkja, troða vinum og ættingjum í feitustu embættin og neita svo að bera ábyrgð á gerðum sínum þegar augljóst er að þeir hafa framið embættisafglöp af versta tagi.
Hver er munurinn á siðferði forsætisráðherra Íslands og Augusto Pinochet, Mugabe og Putin?
![]() |
Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.11.2008 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það koma öruggleg einhverjar utanaðkomandi afsakanir frá stórvinunum, Ferguson og Wenger, þegar þeir útskýra af hverju lið þeirra ekki unnu í kvöld. Ég sá leik Manchester og Celtic og eitt er víst að Ferguson getur varla kennt dómaranum um jafnteflið. Ótrúlegt að línudómarinn lokaði báðum augum er kerlingin frá Portugal sparkaði niður andstæðing sinn eftir að boltinn var kominn útaf. Auðvitað átti Ronaldo að fá rautt spjald þar.
En jafnteflið hjá Arsenal var reyndar ennþá pínlegra en hjá Manchester U. Nalarinir voru á heimavelli og áttu auðvitað að vinna. Nóg fengu þeir af færunum. En ég bíð spenntur eftir að Arsene Wenger komi með ásakanir á dómara, tyrknesku leikmennina eða eitthvað annað. Varla kennir hann sjálfum sér um eða leikmönnum sínum.
![]() |
Man. Utd og Arsenal bæði með jafntefli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.11.2008 | 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Full ástæða til að óska Grindavíkurstelpum til hamingju með sigurinn á Keflvíkingum. Engin veit betur hvað það er unaðslegt að yfirgefa Íþróttahúsið í Keflavík með sigur í farangrinum en okkur Grindvíkingum. Sennilega eigum við okkar ljúfustu minningu einmitt þaðan er við unnum okkar fyrsta Íslandsmeistaratitill í karlaflokki og skildum Keflvíking eftir í sárum og David Grissom með Spalding stimpilinn í andlitinu eftir blokkið frá Dobart.
Frábært stelpur. ÁFRAM GRINDVÍK
![]() |
Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.11.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem réttlætiskennd íslenskra stjórnvalda er svo mikil má vænta þess að allir launþegar fái nú farartæki til brúks sem hluti af launakjörunum. Við höfum vel efni þvi í góðærinu sem nú ríkir. En farartækin fara að sjálfsögðu eftir því hve starfið er mikilvægt. Því er það aðlveg eðlilegt að bankastjórarnir, sem eru náttúrulega hafnir yfir allan heiðarleika, fái mest enda fá þeir 7 sinnum hærri laun en kassadaman í Bónus.
Kassadaman gæti þá t.d. fengið þríhjól til að koma sér í vinnuna. Verkamaðurinn fengi að sjálfsögðu Möve reiðahjól frá gamla Austur-Þýskalandi. Verkstjórarnir fengju DBS. Kennarar fengju siðan skellinöðrur og skólastjórar og hjukrunarkonur 40 hestafla mótórhjól með hlífðarrúðu. Læknar og tannlæknar fengju KIA fólksbíla og yfirlæknarnir jeppa.
BURT MEÐ SPILLIGARLIÐIÐ. FARARTÆKI FYRIR FÓLKIÐ
Bloggar | 5.11.2008 | 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar