Ef þetta frábæra Bítlalag passar ekki við vígaferlin í framsóknarflokknum í kvöld þá er ég bara hreinlega mát. Reyndar á þetta líka við um hjaðningarvígin hjá Frjálslyndum og innan Sjálfstæðisflokksins.
Reyndar var lag og texti samið um breska stjórnmálamenn á 7. áratugnum en það á ekki síður við hér og nú.
Bloggar | 10.11.2008 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjómönnum hitnar af og til í hamsi. Og þá láta menn stundum hnefana tala. En sáa sjaldan heyrir maður af því að sjómenn ógni herjir öðrum með hnifum. Enda er það frekar villimannsleg aðferð tilað útkljá deilumál. Vonandi að ungi maðurinn í Sandgerði jafni sig þegar af honum rennur reiðin.
Nú veit ég ekkert hnífamaðruinn var sjómaður eða ekki. Hitt veit ég að svona gerir maður bara ekki. Það er snökktum skárra að fylgja dæmi Árna Johnsen frá því hér um árið þegar hann barði mann fyrir utan Sjómannaskólann og kallaði það að heilsa að sjómanna sið. Árni hefur sparkaði líka í rassgatið á Össuri í þinginu. En hnífinn hefur þingmaðurinn aldrei notað sem vopn í slagsmálum. Ekki mér vitanlega. En mér skilst að það heyrist ennþá langar leiðir þegar hann hristir hausinn.
![]() |
Ógnaði skipverjum með hnífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.11.2008 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
250 tonn af makríl. Og það var unun að veiða þessi kvikindi sumarið 1974
Enn eninu sinni fara Skotar að skæla yfir fiskveiðum Íslendinga. Þeim hefur alltaf sviðið að okkar sjómönnum hefur gengið betur að veiða flestar fiskitegundir en þeim sjálfum.
Íslendingar eru ekkert að veiða makríl í skoskri lögsögu og ég veti ekki til þess að við höfum gert neina samninga við Skota um hvað við meigum veiða íókkar eigin landhelgi. Því kemur það úr hörðustu átt þegar sagt er að Íslendingar fari með frekju og yfrgangi um makrílstofninn. Makrílstofninn færir sig nær Íslandi vegna þess að hitatig sjávar hefur hækkað á norðurslóðum og á því græðum við nú um stundir.
Égman ekki til þess að Íslendingar hafi nokkurntíma farið með frrekju og yfirgangi um breska lögsögu. Við héldum lífinu í hundruðum þúsuna Breta í gegnum öll stríðsárin þegar sjómenn okkar lögðu líf sitt að veði til að færa þeim fisk að éta. Þakklæti þjóðanna á Stóra-Bretlandi hefur hins vegar verið rányrkja á Íslandsmiðum, ofbeldi gegn íslenskum sjómönnum, herskipaárásir á varðskipin okkar í hvert sinn sem við höfum fært út landhelgi okkar. Breski sjóherinn hefur m.a. myrt íslenskan sjómann að störfum um borð í varðskipi. Við gengum aldrei lengra en að klippa trollið aftan úr togurunum og senda þá halastífða heim.
Við veiðum makrílinn í bræðslu. Það er alveg rétt. Enda er þetta feitur og fallegur fiskur og gefur úrvals mjölog gott lýsi. Svo er hann náttúrulega asskoti góður í makrílbollur. Gallinn við hann til átu er að hann er svo ljótur á litinn. Nema þegar hann r niðursoðinn í tómat eða reyktur.
Að halda því fram að við séum misþyrma vistkerfinu með makrílveiðum, eins og ég hef séð á blogginu, er samat nokkuð langt gengið. Ef einhverjir misþyrma vistkerfinu með makrílveiðum eru það Skotar sjálfir sem veiða meira en 50% af þeim makríl sem veiddur hafsvæðinu þar sem makrílinn er að finna.
![]() |
Saka Íslendinga um ofveiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.11.2008 | 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 10.11.2008 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norska lággjalda flugfélagið, Norvegian, hafði um tíma áhuga á að yfirtaka Sterling. Allt þangað til þeir fóru að skoða bókhaldið og bókunarkerfið. Þá komust Norðmennirnir að því að Sterling var með alltof flókið bókunarkerfi, það var rekið alltof miklu tapi og þar fyrir utan var það alltof íslenskt.
Bloggar | 9.11.2008 | 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flott hjá Austrastáknum. Alltaf gaman að skora. Austramenn standa fyrir sínu og gleðja gamla félaga sína æði oft.
Áfram Austri
![]() |
Eggert tryggði Hearts sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2008 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er ég farinn að halda að Vilhjálmur Egilsson sé að verða vitlaus. Hann heldur því fram að ríkið sé ekki trúverðurgur eigandi, í augum útlendinga, þrotabúum bankanna. Dettur Vihjálmi í hug að útlendingum þyki einstaklingar á Íslandi trúverugri en eigendur bankanna ríkið eftir það sem á uundan er gengið. Þessi litla frétt sem af Glitni sem þetta blogg tengist ber alla vega ekki vott um trúverðuga bankaeigendur.
Hitt er svo annað mál að stjórnvöld og almenningur í örðum löndum er farinn að stórefast um trúverðugleika ríkistjórnar Íslands. Það er farið að berast í útlensku presunni hverskonar hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokkurinn er. Flokkurinn gefur einfaldelga skít samfélagið til þess að breiða afglöp sín undafarin ár. Geir er bara vasaklútur í höndum Davíðs sem reynir að hrekja Þorgerði Katrínu út í horn af því hún sér í gegnum blekkingarvefinn og villekki vera með.
Samfylkingin flýtur með eins og hver önnur sauðahjörð á bráðnandi hafísfleka. Ef hún vaknar ekki áður en flekinn er bráðnaður er ég hræddur um að hún verði stimpluð samsek sjálfstæðishagsmunasamtökunum og deir hægt og rólega með þeim. Og það er nokkuð öruggt að jarðarför þeirra fer ekki fram í Kyrrþey. Lýðurinn mun hrópa og kasta grjóti á eftir kistunum.
![]() |
Glitnir keypti hluti í verslanakeðjum af Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2008 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrrum forsætisráðherra Tailands,Thaksin Shinawatra, er dæmdur fjárglæframaður í heimalndi sínu. Nú síðustu árin hefur hann verið iðinn við að komast yfir fótboltalið. Nú er svo komið að Bretar vilja ekki hafa hann lengur í landi sínu.
Breatar virðast líta á Íslendings,ekki bar sem fjárglæframenn heldur líka terrorista. Nú er spurningin hvort við verðum settir á sama bás og Thaksin Shinawatra í Bretlandi, reknir úr landi með skít og skömm.
![]() |
Bretar vilja ekki Thaksin Shinawatra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2008 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki vilaust að gleyma áhyggjum hversdagsins með því að á tónlistargullmola frá árinu 1969. Amen Corner spiluðu sig inn í hjörtu evrópskra ungemyja með þessu frábæra lagi sem en heyrist af og til á gullaldarpoppútvarpsstöðvunum. (flott orð)
Andy Fairweather Low, söngvari sveitarinnar, var dreginn saman í háði og spotti af prog-rokkurum á Íslandi í byrjun 8. áratugarins. Amen Corner var ekki inn þá þeim tíma. Í dag er Andy einn virtasti gítarleikari heimsins.
Amen Corner: Gjörið svo vel
Bloggar | 7.11.2008 | 19:22 (breytt kl. 19:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki að spyrja að rausn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Nú segir hann að ríkistjórnin hafi lagt mikla áherslu á að tryggja fjölskylduranr í landinu. Þar með endurtekur hann boðskapinn frá því í byrjun hrunsins en bæði hann og Geir sögðust ætla að tryggja fjölskyldurnar.
Þar sem þjóðin er ekki vön að lygar hrjóti af vörum þessarra manna getum við nú treyst því, örugglega, að fjölskyldurnar í landinu komi til með að hafa það fínt í framtíðinni. Það verða örugglega gleðileg jól á hverju byggðu bóli og allir sem eiga aðild að fjölskyldu halda fullri vinnu þó hinir fjölskyldulausu verði að sjá að baki einhverjum vinnustundum. Þeim er heldur engin vorkun. Þeir hafa ekki um neina að hugsa nema sjálfa sig.
Og Björgvin er ekki bara að bulla orðin tóm. Nei og nei. Hann kemur með praktískar lausnir líka. Ekki oft sem stjórnmálamenn gera það. En Bjöggi ætlar að fella niður stimpilgjöldin þegar þjóflutningarnir miklu hefjast með íbúðalánin úr ríkisbönkunum yfir í íbúðalánasjóð ríkisins. Slík tilboð bjóða bara höfðingjar. Og ekki bara það. Hann býður þeim sem vilja flytja láninin úr ríkisbönkunum yfir í ríksiíbúðalánasjóinn lánalengingu.
Er Björgvin hafði þetta mælt néri hann höndunum og um andlit hans breiddist ánægjubros. Hann er örugglega búinn að gera sitt til að tryggja fjölskydur landsins og er ánægður verk sitt. Hann veit að í dag safnaði hann auði á himnum.
![]() |
Fjölskyldur landsins settar í forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.11.2008 | 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar