Vilhjálmur vitlausi

Nú er ég farinn að halda að Vilhjálmur Egilsson sé að verða vitlaus.  Hann heldur því fram að ríkið sé ekki trúverðurgur eigandi, í augum útlendinga, þrotabúum bankanna.  Dettur Vihjálmi í hug að útlendingum þyki einstaklingar á Íslandi trúverugri en eigendur bankanna ríkið eftir það sem á uundan er gengið.  Þessi litla frétt sem af Glitni sem þetta blogg tengist ber alla vega ekki vott um trúverðuga bankaeigendur.

Hitt er svo annað mál að stjórnvöld og almenningur í örðum löndum er farinn að stórefast um trúverðugleika ríkistjórnar Íslands.  Það er farið að berast í útlensku presunni hverskonar hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokkurinn er.  Flokkurinn gefur einfaldelga skít samfélagið til þess að breiða afglöp sín undafarin ár. Geir er bara vasaklútur í höndum Davíðs sem reynir að hrekja Þorgerði Katrínu út í horn af því hún sér í gegnum blekkingarvefinn og villekki vera með.

Samfylkingin flýtur með eins og hver önnur sauðahjörð á bráðnandi hafísfleka. Ef hún vaknar ekki áður en flekinn er bráðnaður er ég hræddur um að hún verði stimpluð samsek sjálfstæðishagsmunasamtökunum og deir hægt og rólega með þeim.  Og það er nokkuð öruggt að jarðarför þeirra fer ekki fram í Kyrrþey.  Lýðurinn mun hrópa og kasta grjóti á eftir kistunum. 


mbl.is Glitnir keypti hluti í verslanakeðjum af Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Það kemur ekkert fram hvort að Glitnir hafi fengið fyrirtæki og þess vegna lækkað skuldir

eða

hvort Glitnir hafi keypt fyrirtækin borgað með peningum og látið skuldirnar standa, það er aðalatriði í þessu máli.

Það var verið að undirbúa fall bankans. Bara blindir menn sem hafa viljað stunda viðskipti með þessum mönnum.

Baugur selur Baugi.

Johnny Bravo, 8.11.2008 kl. 11:37

2 identicon

Af hverju flýtur samfylkinginn með getur verið að sumir í þeim flokk hafi eitthvað að fela. Ætli þeir hafi ekki átt eitthvað sem var sópað í burt og sennilega hefur sumum af þeim tekist að selja sín brég áður en til hruns bankanna kom. Mig minnir að Ingibjörg Sólrún hafi staðið með Baugsfeðgum í fjölmiðlamálinu.

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:12

3 Smámynd: H G

Dunni!  Þorgerður Katrín er gömul AÐAL-KLAPPSTÝRA Davíðs!  það gekk nú ekki lítið á hjá henni að hrósa D.O. og verja hann meðan hún var enn í 'stuttpilsnaliðinu' og FLOKKURINN kom henni áfram. Treystu varlega þeim sem pota sér áfram með smjaðri - og ráðast síðan á 'verndarann' þegar slíkt hentar betur.   Þ.K.G. á líka eftir að koma á hreint hvort hún og eiginmaðurinn stofnuðu hlutafélag um stórlán frá Kaupþingi vegna innherjavitneskju.

H G, 8.11.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég er hjartanlega sammála Vilhjálmi.  Skelfileg einangrun blasir við íslenskum bönkum og stjórnmálamönnum. 

 kv.

Eyjólfur Sturlaugsson, 8.11.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Dunni

Við þurfum einn eða fleiri sterka erlendan banka til Íslands.  Öðruvísi verður aldrei samkepnni milli bankanna.  Síðan þarf ríkið að selja hina þjóðnýttu bankana til blandaðs eigendahóps þar sem lífeyrissjóðirnir kæmu sterkir inn.  Það er greinilegt að íslenskum einstaklingum er ekki treystandi fyrir bönkum.

Eins og í Noregi ætti ríkið að eiga ca. 35% í allavega einum banka. Sú blanda hefur reynst vel. Hér eru líka margir erlendir bankar sem auka verulega á möguleika neytenda.  Tiltölulega létt er að skipta um banka sé maður óánægður og þegar ekki er kreppa keppast bankarnir við að bjóða í kúnnana.  Þannig á það að vera. Líka á Íslandi.

Dunni, 8.11.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband