Alltaf sama andskotans nöldrið í Wenger

Það er alveg með ólíkindun hve hinn frábæri knattspyrnustjóri, Arsene Wenger, hefur litla sjálfsgagnrýni.  Í hver einasta sinn sem sem Nalarnir tapa finnur hann allltaf einhverja hvöt hjá sér til að kenna öðrum en sjálfum sér og leikmönnunum um.  Ekki einu sinni Ferguson er eins smásmugulegur og Wenger hvað þetta varðar.  Wenger skeytir jafnvel skapi sínu á vallarstarfsfólki svo fáránlegt sem það er nú.

Liverpool náði aðeins jefntefli við Stoke á Anfield um daginn.  Ekki var Benni að kenna dómurunum um tvö töpuð stig eða þá hörku leikmanna Stoke.  Benitez sagði einfaldelga að þeir hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir.

Þá sjaldan Chelsea tapaði undir Murino varð hann alltaf grautfúll.  En hann úthúðaði ekki dómurum eða andstæðingunum.  Arsene Wenger verður að fara að vaxa upp úr þessari barnalegu áráttu sinni og einbeita sér að sínum eigin leikmönnum þegar hann þarf að skeyta skapi sínu á einherjum eftir tapleiki Arsenal.  Þetta er leiðinlegur blettur á lang næstbesta stjóranum í enska boltanum


mbl.is Wenger sakar Stokemenn um hrottaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík í blindgötu

Engu er líkara að síðan núverandi borgarstjórnarmeirihluti var myndaður en að hann rati ekki um borgina og hafi þvælst inn í blindgötu þar sem hann er villtur. Ekki hefur heyrst múkk frá Hönnu Birnu sem ætlaði að taka stjórnina með trompi og redda Sjálfstæðisflokknum úr þeim niðurlægignar flór sem hann var fallinn í.  Það er einna helst að maður heyri eitthvað frá Gísla Marteini í Skotlandi.

Það bjóst engin við því að fjósamaður Guðna Ágústssonar myndi láta að sér kveða.  Óskar er eins og doðasjúkur nautkálfur og gerir sér sennilega enga grein fyrir hvað seta í borgarstjórn þýðir og hvað þá það embætti sem hann gegnir.

Þess vegna ber að fagna frumkvæði Samfylkingarinnar um átak í atvinnumálum borgarinnar.  Þetta er í fyrsts sinn sem maður heyrir einhvern á Íslandi  leita til Finnlands eftir hugmyndum um endurreisn efnahagskerfisins.  Finnar eru svo sannarlega ljóslifandi dæmi hvað þjóð á barmi gjaldþrots getur gert til að rífa sig upp úr öldudalnum.

Frá því Sovétið leið undir lok og Nokia var smáfyrirtæki sem framleiddi gúmmiskó og bíldekk er það orðið að einu verðmætasta fyrirtæki Evrópu í dag. Var Verðmætasta fyrirtækið árið 2004 ef ég man rétt.

Áfram Ísland.  Horfum til Finnlands eftir hugmyndum.  Ekki fáum við þær frá sauðahjörðinni sem nú ræður ríkjum í stjórnaráðinu og Ráðhúsinu.  

  


mbl.is Reykjavík á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verden taper 350 mrd på Islands banker

Ég ætla ekki að þýða þessa frétt af norska netmiðlinum e24.  En linkurinn fylgir hér með svo hver em vill getur sjálfur lesið.   Svo er bara að margfalda milljarðana 350 með 20 til að finna út tapið í íslenskum krónum.

http://e24.no/utenriks/article2749652.ece


Varaði við Íslands-krísunni 2001

Undanfarnar vikur höfum við heyrt að þegar árið 2004 hafi aðvörunarorð verið farin að berast íslenskum stjórnvöldum um að þjóðin væri á villigötum í peningamálum. Á leið til glötunnar.

Nú les ég í DN að árið 2001 hafi Seðlabankinn beðið Nóbelsverðlaunahafann, Joseph Stiglitz, um að rannsaka og gefa ráð um hvert jafn lítð og opið efnahagskerfi sem á Íslandi væri bæri að stefna og hvað hægt væri að gera. 

Stiglitz skilaði skýrslu um málið en hún hafnaði í skúffu Seðlabanakstjórnarinar án þess að á hana væri litið. 

"2001 ba den islandske sentralbanken, Sedlabanki, nobelprisvinner Joseph Stiglitz om å studere hva en liten, åpen økonomi som Island burde og kunne gjøre, skriver Finansavisen.

Analysen ble laget, med advarsler og forslag til tiltak, men havnet i skuffen, ifølge avisen."

Nú spyr maður enn og aftur.  Af hverju var þessi skýrsla ekki kunngerð?  Hvers vegna var ekki farið eftir ráðum Nóbelshafans?  Eða hvaða vitleysur voru í skýrslunni ef hún var ónothæf fyrir efnahgaskerfi okkar? 


Veifa undirskrift þjófa og þykjast saklausir

Ef ég legg leið mína í banka og bið um l000000 í lán og fæ það á bankinn fulla kröfu á því að ég borgi peningna til baka að fullu og með vöxtum. Jafnvel þó ég fari með alla peningana í spilavíti í Mónacó eða Las Vegas og tapi hverri einustu krónu.  Ef vinur minn, bankastjórinn, sæi aumur á óheppni minni og rétti mér undirsrkifað plagg sem staðfestingu á því að sökum óheppni minnar þyrfti ég ekki að borga skuldina, væri hann að stela peningum frá bankanum og ég tæki þátt í þjófnaðinum.

Bankastjórar gamla Kaupþings eru því ekkert annað en þjófar ef þeir hafa hjálpað starfsfólki sínu að stela milljörðum króna frá bankanumí formi niðurfellinga á greiðslu hlutabréfa. Og ef þetta er ekki refsiverð spilling þá spyr ég hvað þarf til að vinna sér óhelgi íslenskra laga.  Að stela kókdós Bónus er refsivert.  En svo ætla menn að komast undan eftir að hafa stolið milljörum frá Kaupþingi.

Undirskrift þjófa eru einskis nýtar.  Starfsmennirnir eiga að greriða hverja krónu til baka og bankastjórarnir eiga hvergi betur heima en á Hrauninu eftir tilraun til stórþjófnaðar.


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningurinn & Björn Bjarnason

Ef Björn Bjarnason telur það eðlilegt að Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilson komi nálægt kortlagningu eða rannsókn á bankahruninu, þar sem þeir eiga báðir syni se tengjast bönkunum, er hann í bestafalli siðblindur ef ekki siðspilltur. 

Ég veit að það efast engin um heiðarleika Boga Nilsonar. En mér finnst það pínlegt að hann skuli hafa látið hafa sig út í þetta verkefni.  Hann veit að spurningin hæfni hans mun koma upp og svarið getur aldrei orðið annað en, "vanhæfur"  Svona gera menn ekki í lýðræðislöndunum í kringum okkur.

Þessi afleikur dómsmálaráðherra eru enn ein afglöp hans í embætti og enn eitt dæmið um að ríkistjórninni er fyrirmunað að taka réttar ákvarðanir í efnahagskreppunni. Enn eitt tivlikið sem fær fólk í nágrannalöndunum til að hlæja að íslenskum stjórnvöldum og Íslendingum almennt fyrir að búa við þetta skrípalýðræði sem við höfum kosið yfir okkur kjörtímabil eftir kjörtímabil 


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snarbrjálaður maður

Phil SpectorPhil Spector ber tvímælalaust einna hæst þegar talað er um upptökustjóra á poppplötum á síðustu öld.  Ótal margir tónlistarmenn nutu hans í gegnum tíðina.   Hann varð þekktur snemma á 7. áratugnum er hann starfaði með stelpusveitum eins og The Crystals þar sem hann þróaði The Wall Of Sound hljóminn. Það var meiriháttar þróun frá hinu hundleiðinlega og mjóróma "soundi" sem þá var eins á öllum plötum.

Sennilega náði Spector toppnum á ferli sínum er hann stjórnaði upptöku á langinu River Deep Mountain High með Ike & Tinu Turner.  Það framlag hans er oft talað um sem best "produseraða" lag poppsögunnar.

Annar toppur á ferli hans er tvímælalaust samvinna hans með George Harrison á fyrstu eiginlegu sólóplötu Harrisons, þríburaverkinu All Things Must Pass. Sú plata er ótrúlega vel unnin í alla staði og stendur meðal bestu verka sem drengirnir í The Beatles létu eftir sig.

Þá stjórnaði Spector upptökum á vinsælustu plötu John Lennon, Imagine. Ágæt plata á sinn hátt en ekki sambærileg við bestu verk Spectors.  Hann var líka með puttana í upptökunum á Let It Be, síðustu Bítlaplötunni, í óþökk George Martin.  Þrátt fyrir mörg góð lög á þeirri plötu verður hún seint talið meistarastykki.

Reyndar vann Phil Spector mikið með John Lennon í gegnum tíðina.  Í gegnum það samstarf vann hann einnig með þjóðverjanum Harry Nilson sem reyndi fyrir sér í tónlistarbransanum með misjöfnum árangri.  Frægasta lag hans var Badfinger lagið Without You.  Aannars varð Nilson mest þekktur fyrir að hafa verið með John Lennon, Ringo Starr og Keith Monn á fyellríi í heilt ár.

Nú er Phil Spektor grunaður um morð.  Það er aldeilis ekki í fyrsts skipti sem hann er bendlaður við, allavega, morðhótanir en hann tók kast er þeir Lennon unnu að Imagine . Þá læsti hann sig inni með fullkláraðar upptökurnar og hótaði að skjót Lennon er hann huðist nálgast þær.  Lennon gaf sig þó ekki og þá hótaði Spector að skjóta sjálfan sig.  Hann lét það þó ógert.

En á næstu vikum verða örlög þessa kjexruglaða snillings ráðin.  Ekki kæmi mér á óvart þó hann yrði fundinn sekur. Vona þó ekki.  Nafn hans engist alltof mörgum góðum minningum til þess að maður geti hugsað sér hann í grjótinu það sem hann á ólifað.  

 

Læt fylgja videó af The Ronetts flytja lagið Be My Baby en þar varþávrandi eiginkona Spectors, Ronnie Spector í fylkingarbrjósti.

 


mbl.is Réttarhöld hafin á ný yfir Spector
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk fífl eða hefur ríkistjórnin ekkert lært

Jón Áasgeir greiðir sjálfum sér 6,4 milljarða fyrir 365 miðla. Hann heldur sem sagt áfram sama mattadorleiknum og áður.  En þó virðist hann eiga 15000 milljónir í rassvasanum til að færa næsta vasa.  Ef kaupin á eyrinni eru í raun svona auðveld þá er það mér undrunaefni af hann gat ekki  hrist einhverja milljaðra úr öðrum vösum sínum til að létta einakbanka hans, Glitni, aðeins róðurinn.  Það hefði sparað samfélaginu mikla armæðu.

 Það lítur helst út fyrir að menn haldi áfram þeim fáranlega leik að kaupa gjaldþrota fyrirtæki fyrir offjár af sjálfum sér og færa á milli kennitalna.  Er ekki þetta einmitt vandamálið sem setti samfélagið á hausinn fyrir rúmlega mánuði síðan.  Kaupin gerast í skjóli handónýtra nýfrjálshyggjulaga sem núverandi Seðlabankastjóri ber ábyrgð á.  

Svo virðist sem Geir Haarde og ríkistjórn hans hafi ekkert lært af atburðum síðustu vikna.  Af hverju er ekki búið að setja fyrir þennan leka laganna.   Eða eru þettabara eðlilegir viðskiptahættir og fólkið sem þá ekki skilur er þá bara fífl?


mbl.is Kaupverðið á 365 6,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við semja við þessa andskota

Það er fallega boðið af af Jónasi að lána okkur drjúga vasapeninga, 4 milljarða NOK og bjóða að Norðmenn taki að sér að miðla málum í deilunni við Breta.  Norðmenn eru vanir menn á þeim vettvangi.  Þeir leystu jú þorskastríði til lykta fyrir okkur. Svo hafa þeir leitt friðarsamninga milli Ísralels og Palestínumanna auk skæruliða Tamíla og ríkistjórnar á Sri Lanka.  Reyndar hafa norsku samningarnir ekki leitt til frirðar þar en þorskast´riðssamningarnir hafa haldið að mestu.

Norðmenn eru sennilega eina utanaðkomandi þjóðin sem hefur möguleika á að leiða sáttarviðræður við Breta ef við kærum okkur um.   En við getum ekki sæst við þessa andskota fyrr en þeir eru búnir að gera upp í Kaupþingsklúðrinu.  Sú aðgerð og kjafturinn á Darling og Brown hefur raunverulega kostað okkur sjálfstæðið.  Og það á að vera dýru verði keypt.


mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas, Ísland og Noregur

imagesJonas Gahr Støre er sá stjórnmálamaður norskur er mestrar virðingar nýtur í heimalandi sínu.  Það er því óhætt að hlusta og taka mark á orðum hans.

Nú er Jonas á íslandi að kynna sér ástand mála.  Hann hefur lýst því yfir í norskum fjölmiðlum að ástandið á Íslandi sé svart og að í þetta sinn sé það ekki vegna náttúruhamfara heldur af mannavöldum.  En sökum frændsemi þjóðanna og fyrri tengsla verði Normenn að stilla umm í liðnu sem kemur Íslandi á lappirnar aftur.

 Normennirnir tala mikið um sameiginlega hagsmuni þjóðanna og þeir eru sjálfsagt all miklir.  Það skiptir báðar þjóðir miklu máli að vernda fiskimiðin í Norður Altlandshafinu.  En hagsmunir Norðmanna af að hjálpa Íslendingum eru ekki bara fólgnir í vexti á þorski og síld.  Þeir geta ekki hugsa þá hugsun til að við vendum okkur til ESB og skiljum þá eina utan við Evrópusambandi.  Það þýðir að við náum betri mörkuðum en þeir í Evrópu og getum m.a stjórnað því, með örðum fiskveiðiþjóðum sambandins, hvaða samningum þeir ná fyrir sínar sjávarútvegsafurðir.  Þar fyrir utan hefðum við ESB sem bakhjarl þegar kæmi að samningum við Norðmenn um veiðar Barentshafinu og Svalbarðasvæðinu. 

Svo er það Rússaógnin sem norsk stjórnvöld vilja helst ekkert um tala.  En stjónarandstaðan heldur ekki kjafti um hvað gerast kunni í Norður-Atlandshafinu komist þeir bakdyramegin að Íslendingum með rausnarlegu láni á krepputímum.    Það er hið ráunverulega stóra pólitíska mál en ekki hvort sjómenn okkar veiði nokkra þorsktitti eða síldarbröndur á norska fiskveiðisvæðinu.

En það er staðreynd að almennningur í Noregi hefur sterka samúð með íslensku þjóðinni núna.  Meðan það hlær að flónunum í íslenska stjórnarráðinu og hefur skömm á apaköttunum í seðlabankanumveit það að hin vinnandi maður á íslandi ber afar takmarkaða ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á eyjunni.  Norska þjóðin ber hlýhug í brjósti til Íslendinga.  Okkur ber að sýna henni þakklæti fyrir það.

 


mbl.is Gahr Støre: Djúp og sterk tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband