Nú er svo komið að fjölmiðlar landsins eru komnir á tvær hendur. Þjóðin á RÚV en Jón Ásgeir hina fjölmiðlana. Það er því ljóst að nú er sú litla samkepnni sem var í fjölmiðluninni að engu orðin. Jón Ásgeir er orðinn stærsti hluthafi í Árvakri og þar með kominn með Moggan í rassvasann samþykki samkeppniseftirlitið kaupin. Hann á líka Fréttablaðið, og ljósvakamiðlana sem tilheyrðu 365 þar til í gær.
Þetta væri svo sem gott og blessað í venjulegu árferði þar sem hver fjölmiðill hefði sjálfstæða stjórn og ritstjórnarlegt frelsi. En því er ekki að heilsa. En eftir því sem mér skilst hefur samstarf ritsjórnanna á 365 miðlunum alltaf verið að aukast. Að sjálfsögðu í sparnaðarskyni. Þannig að sama fólkið er meira og minna að grauta á milli fjölmiðlanna. Þetta er að sjálfsögðu afleitt og sennilega ein ástæða þess að íslensku fjölmilarnir eru hver öðrum líkir. Maður fær sömu fréttirnar með sama vinklinum hvort sem maður les Moggan eða Fréttablaðið. þannig eru bæði blöðin að fremja seigdrepandi sjálfsmorð. Fólk missir áhuga fyrir þeim.
Það þarf ekki annað en að fylgjast með skrifum blaðanna um efnahagshrunið síðasta mánuðinn. Sömu fréttir, sömu viðmælendur, sömu vinklar og sömu svör. Reyndar hefur RÚV-ið og vísir.is verið reynt að fara aðrar leiðir og heppnast nokkuð vel. vísir.is er oftast fyrstur með fréttirnar á vefinn og þar virðast blaðamenn vera öllu herskárri en á Mogganum og Fréttablaðinu. Bylgjan og Stöð2 taka svo gjarnan upp fréttirnar á Vísi og pakka þeim inn í bómull áður en þær fara í loftið í ljósvakamiðlunum. Þá bæði orðnar "old news" og hundleiðinlegar.
Því miður eru stjórnmálamennirnir búnir að læra svo á pressuna og komnir með blaðamennina í brjóstvasann að þeir kalla þá sem ekki fylgja formúlunni fífl og dóna. Og komast upp með það án þess að nokkuð sé gert.
Dagblaðið er eins og útsker í fábreyttri fjölmiðlaflóru Íslands. Það er un beinskeyttara og skemmtilegra yfirlestrar þegar um fréttir er að ræða. Það hefur náð sér í unga og graða blaðamenn sem segja fréttirnar á alþýðumáli sem hver maður skilur. Það er það sem er skemmtilegt og fróðlegt.
![]() |
Samningur 365 og Árvakurs stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.11.2008 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eitilhart er undir mér,
eins og það væri flöskugler.
Stilltar kalla ég stúlkur hér,
að stinga honum ekki inn hjá sér.
Bloggar | 3.11.2008 | 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alltaf unaður fyrir ykkur að sækja sigur suður yfir heiðar svo ég tali nú ekki um suðuru fyrir Straum.
Að vinna Njarðvík úti er ekki síðra en þegar þið urðuð Reykjavíkurmeistarar.
Kveðjur á Krókinn
![]() |
Tindastóll sótti sigur til Njarðvíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2008 | 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þór hefur afar sjaldan riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Grindavík. Alla vega ekki eftir að líða tók á 9. áratuginn og þeir neyddust til að fara spila 5 á móti 5 en ekki 7 á móti fimm eins og svo oft átti sér stað fyrir norðan á síðustu öld.
Það gefur manni svolítið extra í viðbót við sigurglottið og ánægjuna yfir fengnum sigri.
Það jafnast þó ekkert á við að vinna Keflavík
Áfram Grindavík
![]() |
Grindavík - Þór, 108:87 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2008 | 21:08 (breytt kl. 21:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er 100% sammála Steingrími um að það verðir að efna til Alþingiskosninga á íslandi ekki seinna enn í vor. Í dag, þegar við þurfum svo sannarlega á sterkri stjórn að halda, höfum við enga starfhæfa ríkisrtjórn. Bara einstaka ráðherra sem tala í kross út og suður og norður og niður. Mest niður þó.
Það er auðvitað grafalvarlegt að Ingibjörg Sólrún á við veikindi að stríða um þessar mundir. Hvað sem um hana um á segja var gjörbreyting á ásýnd Samfylkingarinnar þá daga sem hennar naut við eftir heimkomuna frá Ameríku. Björgvin og Össur þögnuðu og þar með þurkaðist mesta einfeldningssvipurinn úr andliti flokksins. Ingibjörg, ásamt Jóhönnu, eru einu ráðherrar SF sem hafa sýnt einhverja staðfestu og áræðni þann mánuð sem kreppan hefur herjað. Ingibjörg er eini ráðherra flokksins sem hefur lýst því yfir að seðlabankastjórarnir eigi að hundskat heim til sín og láta bankann í hendur kunnáttumanna sem njóta trausts fólks bæði á Íslandi og útlöndum.
Björgvin bankamálaráðherra hefur verið marg spurður um sína afstöðu og hleypur alltaf undan eins og köttur í kringum heitan graut.
Ljóst er að Ingibjörg og Geir, sem nú virðist vera orðinn formaður yfir flokksbroti, ganga alls ekki í takt við að leysa núverandi og aðsteðjandi vandamál. Geir fer með stórnina eins og morðingi sem reynir að leyna morði. Hvorki amenningur né stjórnarandstaða hefur hugmynd hver raunveruleg staða er í dag. Nánast á hverju einasta degi dúkka upp ný vandamál og dökku skýin á himninum verða bara dekkri.
Nú spyr ég. Veit Geir Hilmar Haarde og ríkistjórnin sjáf hver staðan er? Hefur stjórnin orðið yfirsýn yfir umfang vandans? Ef svo er af hverju fær þá fólkið sem gefið hefur Geir umboð að vita um raunverulega stöðu þjóðarinna? Ef hann veit ekki um hana sjálfur af hverju segir hann þá ekki hreinlega frá því á heiðarlegan hátt?
Það er merkilegt að bera saman vinnubrögð stjórnvalda á Íslandi, sem á nú í sínum mestu erfiðleikum á lýðveldistímanum, saman við vinnubrögð norsku ríkistjórnarinnar við lausn á smá bankakreppu sem hér hefur herjað. Að sjálfsögðu vildi stjórnarandstaðan í Noregi fá upplýsingar um vandann og koma með tillögur. Hún fékk upplýsingar og á hana var hlustað og fingraför hennar voru á björgunarpakkanum sem bankarnir fengu að lokum. En Geir Haarde er eins og einræðisherra sem aðeins hlustar á sína eigin rödd og litla stalínsins í Seðlabankanum sem hann trúir á sem goð væri.
Við höfum ekkert með forsætisráðherra að gera sem ekki hlustar á þjóð sína. Þess vegna þarf að efna til kosninga um leið og möguleiki skapast til þess. Ekki seinna en á vormánuðum.
![]() |
Vill að kosið verði í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.11.2008 | 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Íslensku fjórburarnir tvítugir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.10.2008 | 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það kemur engum á óvart þótt álag á starfsfólk kvennaathvarfsins aukist næstu vikur og mánuði. Ofbeldi er fastur fylgifiskur örbirgðar. Það sýnir sagan í gegnum aldirnar. Þess vegna er afar mikilvægt að á krepputímum verði ekki skorið niður í fjárveitingum til kvennaathvarfsins heldur verði framlögin aukin.
Reynslan frá særri borgum erlendis, t.d. Ósló, er sú að í þeim hverfum þar sem fátækt er mest er heimilisofbeldið mest. Óöryggi og vonbrigði vekja gjarnan upp árásargirni í fólki. Engum blöðum er um það að fletta að margir Íslendingar eru að upplifa vonda daga um þessar mundir. Reiði, vonbrigði og hræðslan við örbirgð hvílir örugglega þungt á mörgum heimilum. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig unglingar, sem ekkert hefur skort hingað til, bregðast við er einn góðan veðurdag þeir vakna upp við að samfélagið er allt annað en það var í gær. Krakkarnir hafa ekki þá lífsreynslu sem þarf til að skilja þær breyttu aðstæður. Það er því líka aukaálag á foreldra að útskýra fyrir börnunum að nú sé öldin önnur og ekkert verði af Spánareisunni í vor svo fáránlegt dæmi sé tekið. En það er dæmi.
Á sama tíma sem Kvennaathvarfið þarf örugglega meira fjármagn og verið er að kasta fólki út úr leiguíðbúðunum sínum, jafnvel félagslegum íbúðum, eru stjórnvöld enn að hugsa um að borga hundruðir milljarða í meðlög með krónunni. Maður spyr einfladlega hver er forgangsröðin hjá þessum háu herrum.
![]() |
Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.10.2008 | 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir frammistöðu Norðmanna á móti Eystum hef ég litla sem enga trú á að þeir eigi verði okkur einhver þrándur í götu á laugardaginn. Hlakka bara til að sjá okkar menn feta í fótspor fótboltastelpnanna í kvöld.
Norðmenn eru í stökustu vandræðum með varnarleikmenn. Stian Vatne, einn sterkast varnarmaður þeirra gefur ekki kost á sér í lekinn því hann á von á að kona hans verði léttari um helgina. Hann kýs því að vera hjá henni á Spáni. Þá hafa Glenn Solberg, Frode Hagen, Johnny Jensen og Jan Thomas Lauritzen allir lagt landsliðskóna á hilluna. Eftir stendur að Norðmenn hafa aðeins tvo þokkalega varnarmenn í leiknum á laugardaginn. Þá Erlend Mamelund og Bjarte Myrhol sem örugglega spila hverja einustu mínútu leiksins.
Thomas Hedin er því í miklum vandræðum með að stilla upp liði sem á einhverja möguleika í Ísland. Ef frá er talin markvarðastaðan þá eru okkar menn með betri leikmenn í öllum stöðum á vellinum.
Kristian Kjelling þekkjum við auðvitað vel frá okkar síðasta leik og við vitum hvað hann getur á góðum degi. En við pössum hann á laugardaginn. Vitum það fyrirfram núna
Ég veit að það verða margir Íslendingar í Drammen Höllinni sem hvetja drengina til dáða. Ískórinn syngur þjóðsöngva landanna fyrir leik og planta sér síðan á pallana og styðja strákana.
Heia Ísland
![]() |
Eigum engan möguleika á að vinna Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.10.2008 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var meiriháttar að sitja í stól í Noregi og horfa á íslensku stelpurnar spila klassa fótbolta á móti Írum. Það er Greinilegt að Sigurður Ragnar er að byggja upp lið sem á fullt erindi í úrslitakeppni meðal þeirra bestu í álfunni.
Aðstæður á Laugardalsvelinum virtust vera afar slæmar en íslensku stelpurnar sýndu flottan fótbolta lengst af meðan það var æði mikið írafár á gestunum. Er þegar farin að hlakka til að sjá þær íslensku í leik við þær norsku sem eru með þeim bestu í heiminum. Vona svo sannarlega að við lendum á móti þeim og hrekkjum þær þannig að þær muni eftir þvi.
Það er bara að þakka fyrir jákvæðasta sjónvarpsefni sem komið hefur frá Íslandi síðan áramótaskaupið í fyrra.
![]() |
Ísland á EM 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.10.2008 | 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver hagfræðingurinn eftir annann, bæði íslenskir og útlendir, sem tjáð hafa sig um ástæður efnahagskreppunnar á Íslandi benda einkum á eina ástæðu fyrir því hvernig fór. Sökudólgurinn er krónan. Hún er og hefur lengi verið alltof veik.
Íslenskir atvinnuvegir hafa eru allir meira eða minna með skuldir í krónum. Íslenska efnahagskerfið er það minnsta í öllum heiminum. Það hefur ekki staðið undir framþróun atvinnulífsins og þeim lífskjörum sem þjóðin hefur valið sér að lifa. Nú er allt stopp. Ríkistjóður tæknilega gjaldþrota.
Skuldirnar sem ríkið þarf að taka á sig vegna þrots bankanna geta orðið 85% af vergri landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 10% halla á ríkisjóði á næsta ári. Vergar brúttóskuldir ríkissjóðs, námu 29% af landsframleiðslu í árslok 2007 hækka nú í yfir 100% í lok næsta árs. Þetta er afleiðing af okkar veika gjaldmiðli, krónunni. Seðlabankinn hefði getað linað smellinn með því að ljá máls á því að útrásarfyrirtækin og bankarnir hefðu fengið að gera gera upp í evrum eins og þau marg báðu um.
Það er nú einu sinni þannig að við þurfum að borga milljarða króna hvert einasta ár til að halda flot-krónunni uppi. Þetta eru peningar sem við betur hefðum til ráðstöfunnar nú. Þeir sem vilja halda áfram að notast við krónuna þurfa því að koma með einhver rök fyrir því. Hvar ætla menn að ná í peninga til að borga með gjaldmiðlinum þegar núverandi skuldir ríkisins eru að skríða yfir 100% afvergri þjóðarframleiðslu.
Ingibjörg Sólrún er ekki sú eina sem bent hefur á að við verðum að breyta um peningamálastefu. Það hefur FIM gert líka svo og allir hagfræðiprófessorar beggja vegna Atlandshafsins sem tjáð hafa sig um íslensk efnahagsmál.
Við eigum ekki margra kosta völ í efnahagsmálunum á næstu mánuðum og árum. Við erum neydd til að fá stöðugan gjaldmiðil. Krónan dugir ekki lengur. Einn kosturinn er að tengja krónuna við þá norsku. Þá getum við allavega kallað gjaldmiðilin krónu ef það er til hjálpræðis fyrir einhverja. Að sjálfsögðu myndi þá norski Seðlabankinn taka yfir störf þess íslenska sem þá mætti leggja niður. Hinn kosturinn er að fá evruna sem þýðir að við verðum að sækja um aðild að ESB. Auðvitað er hvorugurkosturinn góður fyrir þá sem vilja halda stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna eins og það var fyrir 5 vikum. En höfum við efni á því?
![]() |
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.10.2008 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar