Örbirgð og ofbeldi

Það kemur engum á óvart þótt álag á starfsfólk kvennaathvarfsins aukist næstu vikur og mánuði.  Ofbeldi er fastur fylgifiskur örbirgðar. Það sýnir sagan í gegnum aldirnar. Þess vegna er afar mikilvægt að á krepputímum verði ekki skorið niður í fjárveitingum til kvennaathvarfsins heldur verði framlögin aukin.

Reynslan frá særri borgum erlendis, t.d. Ósló, er sú að í þeim hverfum þar sem fátækt er mest er heimilisofbeldið mest. Óöryggi og vonbrigði vekja gjarnan upp árásargirni í fólki. Engum blöðum er um það að fletta að margir Íslendingar eru að upplifa vonda daga um þessar mundir. Reiði, vonbrigði og hræðslan við örbirgð hvílir örugglega þungt á mörgum heimilum.  Við getum rétt ímyndað okkur hvernig unglingar, sem ekkert hefur skort hingað til, bregðast við er einn góðan veðurdag þeir vakna upp við að samfélagið er allt annað en það var í gær.  Krakkarnir hafa ekki þá lífsreynslu sem þarf til að skilja þær breyttu aðstæður.  Það er því líka aukaálag á foreldra að útskýra fyrir börnunum að nú sé öldin önnur og ekkert verði af Spánareisunni í vor svo fáránlegt dæmi sé tekið. En það er dæmi.

Á sama tíma sem Kvennaathvarfið þarf örugglega meira fjármagn og verið er að kasta fólki út úr leiguíðbúðunum sínum, jafnvel félagslegum íbúðum, eru stjórnvöld enn að hugsa um að borga hundruðir milljarða í meðlög með krónunni.  Maður spyr einfladlega hver er forgangsröðin hjá þessum háu herrum.    


mbl.is Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Mikið rétt hjá þér og eins og ég bloggaði um þá er þetta ekki einungis vandi sem varir í kreppuástandi heldur vandi sem mun hafa gífurleg áhrif til framtíðar.

Dísa Dóra, 31.10.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband