Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Óslípaður demantur

Emile_Heskey_639396pEmile Heskey náði aldrei að sýna hvað í honum bjó hjá Liverpool. Hann vakti mikla athygli þegar hann kom fram hjá Leichester á sínum tíma. Eftir stórleik á móti Tottenham, þar sem hann skoraði 2 mörk, varð hann eftirsóttasti framherji Englands. Liverpool hafði best í kapphlaupinu  og borgaði þá met upphæð, 11 milljónir punda, fyrir kappann.  Gerard Houllier barði sér á brjóst og sagðist hafa keypt óslípaðan demant til Liverpool.

 

Það fór með Heskey eins og flesta aðra leikmenn Liverpool undir stjórn Gerards Houllier að hann koðnaði niður smá saman og að endingu varð dvölin á Anfield honum martröð sem hann var lengi að ná sér upp úr.  Engu að síður skoraði heskey 39 mörk fyrir LFC í 150 leikjum.  Hann er stór og sterkur og dró alltaf til sín varnarmenn og við það opnuðust gáttir fyrir Michael Owen sem skoraði grimmt á þessum árum. 


mbl.is Benítez hissa á umræðunni um Heskey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um vini okkar???

Einhvern vegin skildist manni að búið hefði verið að tryggja okkur atkvæði vel á annað hundruð "vina" okkar hjá SÞ.  Síðan skiluðu sér bara tæplega 90 "vinir" þegar atkvæin voru greidd.

Hverju um er að kenna veit maður náttúrulega ekkert um.  En það er greinilega ekki í tísku núna að vera viðhlæjandi og vinur Íslendinga. Vinaþjóðir okkar virðast snúa í okkur bakinu, ein eftir aðra, eftir að Seðlabankinn þjóðnýtti Glitni.  Aðeins ein þjóð hefur sýnt okkur vinskap í verki og það eru Norðmenn.

Meðan að Bretar og Hollendingar sýna okkur hreinan fjandskap og Rússar spila með okkur með rúblumilljarðana sem gulrót skipta aðrar Evróðuþjóðir sér ekkert af okkur.  Þær neita að selja okkur vörur nema gegn staðgreisðlu. Þær vilja ekki sjá íslensku krónuna. Íslenskir námsmenn og aðrir Íslendningar sem búa erlendis verða fyrir aðkasti.  Þeim er kastað út úr leiguíbðuðunum sínum. Þeim er vísað á dyr í verslunum um leið og kaupmennirir sjá íslenskt greiðslukort og svona má lengi telja.

Þetta þýðir einfaldlega að við sjálf, íslenska þjóðin, verðum að vera vinir og það perluvinir í mörg ár meðan við vinnum okkur út úr vandanum sem við erum í nú.   Við erum hvorki beygðir eða brotnir. Við eigum bæði fisk og sauð til að éta.  Við verðum því ekki hungurmorða og þess vegna höfum við alla möguleika á að bjarga okkur. Hvort sem það tekur 10 ár eða 100.

 

Datt í hug að láta þetta vinalega lag frá Íslandsvinunum í The Kinks fljóta með.

 


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðinig Í Harðæri

Höfðingi í HarðæriÁ morgun byrtist grein um Geir Haarde forsætisráðherra vorn í norska blaðinu VG.  Greinin ber yfirskriftina "Høfding i hardt vær"  sem við getum útlagt sem höfðingi í harðæri.

Í greininni verður fjallað um það hrikalega verkefni Geirs að leiða íslensku þjóðina í gegnum stórviðrið sem skall á landinum fyrir um 3 vikum og stendur enn.

Eins og allir vita er Geir hálfur Norðmaður og nýtur mikilla hylli meðal frænda sinna í Noregi ekkert síður en stuðningsmanna sina á Íslandi. Verð að segja að ég bíð spenntur eftir að skreppa niður á besnísnstöð strax í fyrramálið og fá mér eintak af VG.  Hvet alla sem áhuga hafa að kíkja á netið, vg.no og lesa greinina.  VG er á vissan hátt slúðurblað en er þó þekkt fyrir vönduð greinaskrif.  Ég hef því fulla ástæðu til að trúa að greinin um Geir Haarde verði lesningarinnar virði. 


Afleikur sveitafélaganna

Það er með ólíkindum að sveitafélög taki við lóðum sem þau hafa selt og borgi fullt verð og jafnvel verðbætur til baka.  Velti því fyrir mér hvort forráðamenn sveitafélaganna gæti fyrst hagsmuna byggingaverktakanna og síðan íbúanna sem þeir eru kosnir til að þjóna.

Eru bæjarfulltrúarnir í Kópavogi og Hafnarfirði tendir byggingafyrirtækjunum sem þeir eru nú að taka við lóðunum frá og borga þeim verðbætur fyrir?


mbl.is Milljarða bakreikningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta brunaútsala

Ef einn besti maður Íslandsmótsins hefur ekki úr fleiri tilboðum að moða en frá GAIS í Gautaborg er betra fyrir KR að halda honum heima.  Það er alveg klárt að GAIS kemur ekki til með að borga sanngjarnt verð fyrir besu menn Íslandsmótsins.

Rúnar minn.  Þú sem hefur góð sambönd, bæði í Noregi og Svíþjóð, finndu eitthvert félag sem er tilbúið til að borga fyrir strákinn það sem KR á skilið að fá fyrir hann. Mér þætti ekkert slæmt að fá hann í Lilleström eða Stabæk.


mbl.is Guðjón á leið til GAIS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorkunnsemi

Vorkunsemi frá retum er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda þessi misserin.  John Sawers hefði betur látið það vera að að reyna að hughreysta okkur með þvi að vorkenna okkur. Hann gerir sig einfaldelga að fífli með þessari yrðingu sinni.

 


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður leikur

Að fá Ásmund til liðs við forætisráðuneytið á þessum erfiðu tímum var klókur leikur hjá Geir.  Ásmundur verður aldrei bendaður við einn eða neinn pólitískan flokk.  Han nýtur trausts og virðingar hjá aðilum vinnumarkaðarnins. Og því er bara að vona að hann geti hjálpað til við að ná fullri yfirsýn yfir stöðu lýðveldiaina eins og hún er nú.  Án þess finnum við ekki leiðina að lausninni.


mbl.is Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harry er hæfastur

Það er engin vafi á því að Hary Redknapp er langhæfasti enski knattspyrnustjórinn. Enginn Englendigur í starfinu hefur náð betri árangri á þessari öld og þarf að fara áratug aftur í síðustu öld til að finna jafningja Redknapp.

Ef við skoðum síðustu ensku landsliðsþjálfara Englands, Steve McLaren, Kevin Keegan, Glenn Hoddle og Howard Wilkinson, hafa þeir allir þjálfað miklu stærri lið í Englandi en Redknapp. Þeir hafa þjálfað Newcastle, Chelsee, Middlesborugh og Leeds, svo einhver lið séu nefnd,  án þess að hafa nokkra stóra tittla að státa af.  Redknapp hefur rið með lið í neðri deildunum og unnið þau upp á milli deilda.  Hann kom West Ham aftur á krotið eftir fjölda ára í kjallara úrvalsdeildarinnar og í fyrstu deildinni og svo kórónaði hann feril sinn í fyrra þegar hann fór með Porstmouth alla leið í bikarúrslitin og hirti bikarinn.

Harry Redknapp ætti að halda námskeið fyrir enska þjálfara. Er klár á því að skotinn Alex Ferguson myndi glaður leggja honum lið við að ala upp nýja kynslóð enska þjálfara sem vita út á hvað fótbolti gengur. 


mbl.is Tímamót hjá Redknapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissaksóknari í Seðlabankann

Auðvitað er það sjálfsagt að ríkissaksóknari kanni bankana ofan í kjölinn. Það er bæði sjálfagt og eðlilegteftir það sem á undan er gengið.

En er það þá ekki jafn eðlilegt að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sigi ríkissaksóknaranum líka á Seðlabankann og kann þar hvort einhver ólögmæt háttsemi hafi átt sér stað.  Hafi bankinn ekki haft að leiðarljósi hagsmuni þjóðarinnar þegar hann þjóðnýtti Glitni hefur hann farið út fyrir ramma laganna og þjóðin á heimtingu á að fá að vita sannleikan í því líka ekkert síður en þann sannleika sem varðar Landsbankann, Kaupþing eða Glitni


mbl.is Bankarannsókn eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur fundur í Ósló

Íslendigafélagið í Ósló stóð fyrir fundi meðal Íslendinga á Óslóarsvæðinu þar sem vandmál okka í bankakreppunni voru til umræðu.  Sigríður Dúna, sendiherran okkar, mætti á fundinn ásamt tveimur fulltrúm sendiráðsins og í sameiningu reyndu það að skýra stöðuna í dag og hvaða leiðir fólk getur farið sem þarf á aðstoð að halda.

Fram kom á fundinum að hagur námsmanna, öryrkja og eftirlaunaþega í útlöndum er allt annað en góður.  Illa gengur að fá námslán og eftirlaun yfirfærð frá Íslandi.  Það kom á  óvrat að það er munur á í h vaða banka fók hefur viðskipti.  Þeir sem eiga viðskipti sín í Landsbankanum eiga auðveldara með að fá yfirfærða peninga en viðskiptavinir Glitnis og Kaupþings.  Eftir því sem okkur skildist mun ríkistjórnin ætla að kippa því í liðinn þannig að ekki verði gert upp á milli fólks eftir því í hvaðabanka það var svo heppið eða óheppið að hafa viðskipti sín.

Annað kom mörgum spánskt fyrirsjónir var að ef maður ætlar að senda peninga til Íslands eru þeir gerðir upptækir í norsku bönkunum og lagðir inn á sérstakan reikning sem tryggja á að skuldir íslensku bankanna í Noregi verði greiddar af Íslendingum.

Engan bilbug var á fólki að finna. Allir gerðu sér grein fyrir því að vandinn er miklu stærri en menn héldu í upphafi. Við erum undir það búinn að það líða áratugir áður en við verðum aftur komin með lífsgæði okkar á sama stig og þau voru fyrir þremur vikum.  Við erum tilbúin að leggja það á okkur.  En þá verða stjórnvöld líka að sýna viljan sinn í verki og finna þá sem ábyrgð bera á kreppunni og láta þá sæta ábyrgð.  Öðru vísi getum við ekki endurunnið það trúnaðartraust sem við höfðum meðal þjóða heimsins. Án þessgetum við aldrei orðið aftur orðið þjóð sem aðrar þjóðir líta upp til.     


mbl.is Efni skýrslu ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband