Flottur fundur í Ósló

Íslendigafélagið í Ósló stóð fyrir fundi meðal Íslendinga á Óslóarsvæðinu þar sem vandmál okka í bankakreppunni voru til umræðu.  Sigríður Dúna, sendiherran okkar, mætti á fundinn ásamt tveimur fulltrúm sendiráðsins og í sameiningu reyndu það að skýra stöðuna í dag og hvaða leiðir fólk getur farið sem þarf á aðstoð að halda.

Fram kom á fundinum að hagur námsmanna, öryrkja og eftirlaunaþega í útlöndum er allt annað en góður.  Illa gengur að fá námslán og eftirlaun yfirfærð frá Íslandi.  Það kom á  óvrat að það er munur á í h vaða banka fók hefur viðskipti.  Þeir sem eiga viðskipti sín í Landsbankanum eiga auðveldara með að fá yfirfærða peninga en viðskiptavinir Glitnis og Kaupþings.  Eftir því sem okkur skildist mun ríkistjórnin ætla að kippa því í liðinn þannig að ekki verði gert upp á milli fólks eftir því í hvaðabanka það var svo heppið eða óheppið að hafa viðskipti sín.

Annað kom mörgum spánskt fyrirsjónir var að ef maður ætlar að senda peninga til Íslands eru þeir gerðir upptækir í norsku bönkunum og lagðir inn á sérstakan reikning sem tryggja á að skuldir íslensku bankanna í Noregi verði greiddar af Íslendingum.

Engan bilbug var á fólki að finna. Allir gerðu sér grein fyrir því að vandinn er miklu stærri en menn héldu í upphafi. Við erum undir það búinn að það líða áratugir áður en við verðum aftur komin með lífsgæði okkar á sama stig og þau voru fyrir þremur vikum.  Við erum tilbúin að leggja það á okkur.  En þá verða stjórnvöld líka að sýna viljan sinn í verki og finna þá sem ábyrgð bera á kreppunni og láta þá sæta ábyrgð.  Öðru vísi getum við ekki endurunnið það trúnaðartraust sem við höfðum meðal þjóða heimsins. Án þessgetum við aldrei orðið aftur orðið þjóð sem aðrar þjóðir líta upp til.     


mbl.is Efni skýrslu ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekki hvað bloggfærsla þín tengist fréttini ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:22

2 identicon

Það vita allir hverjir bera ábyrgð á þessu en hægri menn halda samt áfram að dásama brennuvargana. Það segir í þessari frétt að skipta hefði átt um gjaldmiðil, en hvað gerir persónan sem allir hægrimenn á Íslandi dýrka, jú Davíð dásmaði krónun og hallmælti evrunni til helvítis. Það eru þrír sökudólgar 1) Fjármálaráðuneytið sem hefur verið stjórnað af Sjálfstæðisflokknum 2) Seðlabankinn, stjórnað af Davíð Oddssyni og svo 3) Fjármálaeftirlitið, sem heyrir undir hina tvo. Þetta eru snillingarnir sem hafa sett landið á hausinn. Vona að fólk hætti að verja þá.

Valsól (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband