Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fundur mikilla tíðinda?

Það verður spennandi að vita hvað kemur út úr fundahöldunum stjórnarflokkanna í kvöld. Þeir hafa ekki lengri tíma til að komast að því hvernig þeir ætla að leggja línurnar í björgunaraðgerðunum.

Verði það IMF sem verður fyrir valinu þýðir það að Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri, verður undir og hlýtur þar með að yfirgefa stólinn sjálfviljugur í stað þess að bíða eftir því að verða rekinn. Þannig er nú mál með vexti að geri kennari eða lægra settir embættismenn önnur eins afglöp og Davíð Oddson hefur gert í Seðlabankatíð sinni yrðu þeir reknir á stundinni og sóttir til saka.

Komi Davíð vilja sínum fram og fái rúblur frá Putin eru mestar líkur á því að við flytjum aftur í torfkofana með moldargólfunum fyrir næstu Ólympíuleika.


mbl.is Ráðherrar funda á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Daniel Agger er bara ryðgaður.

Þrátt fyrir að Agger eigi alla sök á fyrsta marki Wigan átti hann mjög svo viðunandi leik´með Liverpool í gær.  Daninn er smá ryðgaður eftir að hafa verið mjög lengi frá vegna meiðsla.  Hann sofnaði aðeins á verðinum en bætti síðar vel upp fyrir það. Hann er agressífur varnarmaður sem skorar alltaf slatta af mörkum auk þess sem hann leggur upp mörk fyrir félaga sína. Það er meira en hægt er að segja um alla aðra mkðverði Liverpool núna.  Reyndar hefur Hiipya verið seigur að skora í aukaspyrnum og hornum en þau eru teljandi mörkins sem hann hefur lagt upp fyrir aðra.

Hlakka til að sjá Agger komast í sitt gamla form aftur.  Þá tekur engin ffrá honum miðvarðarstöðuna.  


mbl.is Benítez: Ekki hvort, heldur hvenær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höðinginn Geir Hilmar Haarde

002 - KopiÞá er maður búinn að lesa VG úttektina á Geir Haarde.  Sú var eins og við var að búast góð og það fór ekki á milli mála að Norðmenn eru stoltir af þessum hálfsyni sínum á Íslandi.

Áður en ég settist við tölvuna aftur horfði ég á Bonanza. Alltaf gott að byrja sunnudagana á því að horfa á góða sjónvarpsþætti sem alltaf enda vel.  Þá fer maður jákvæðari inni í daginn.

 Norskum uppruna Geirs er gerð góð skil og sagt frá  heimsókn hans til Sandeide í Vindafjörd þaðan sem Haardefjölskyldan er upprunninn. Sagt er frá föður hans sem bjó við þröngan kost í Noregi á fyrri hluta síðustu aldar.  Hann fyldi í fótspor þúsunda Norðmanna sem fyrir rúmlega 1000 árum síðan hrintu víkingaskipum úr vör freystuðu gjæfunnar á Íslandi. Tomas Haarde settist að í Reykjavík og fann sér þar konuefni, Önnu Steindórsdóttur, sem var 13 árum yngri en hann. Þann 8. apríl eignuðust þau svo sveininn Geir Hilmar.

VG gerir töluvert úr nafni Geirs og nefninr hann sem einn fárra íslendinga sem ekki noti föðurnafnið og son til að auðkenna sig.  Þá er nöfnin Geir Hilmar útskýrð svo Norsarar fái það nú með sér hvað þau þýði.  Geir = spjót eða atgeir og Hilmar þýðir orusta sem ljóma stafar af.  Nafn forsætisráðherrans okkar er því vel við hæfi.  

Blaðamaður Vg stiklar á stóru um starfsferil Geirs allt frá því hann kemur frá námi í Bandaríkunum og hefur störf í seðlabankanum þar til hann sest á þing og verður fjármálaráðherra og nær svo toppnum á ferlinum með því að verða forsætisráðherra eftir síðustu kosningar.  Hinn pólitíski himminn var þá blár og skafheiður. Útrásin var í fullum gangi. Landsbankinn, Glitnir og Kauþing sópuðu til sín viðskiptavinum um alla Evrópu og Bakkavör og Baugur keyptu hvert fyrirtækið eftir annað í Englandi og víðar um álfuna.  Geir sagði í viðtölum í Noregi árið 2006 að nú hefðu Íslendingar ráð á því að kaupa það sem þeir óskuðu sér. Ísland hafði verið fiskveiðiþjóð en nú væru það orkulyndir, fjármálafyrirtækin og ferðamannaþjónustan sem þjóðin legði mesta áherslu á. 

                               003 - Kopi

Þetta átti heldur betur eftir að breytast og það á bara tveimur árum. Forsætisráðherran þarf lögreglufylgd til að verja örggi hans vegna reiðra landa hans og þjóðin þarf að taka á sig stóran hluta af skuldum útrásarvíkinganna sem grætt höfðu á tá og fingri og virtust nú vera að hverfa úr landi meðan þær héldu einhverju eftir.

VG telur að fáir Íslendingar hafi betri menntun og reynslu en Geir haarde til að leiða þjóðina út úr þeim hremmingum sem hún er rötuð í.  Blaðið skrifar að hann þurfi á allri sinnu reynslu og þekkingu að halda til að komast að hinum politísku lausnum sem dugi til að bjarga því sem bjargað verður.

"Að gefast upp er ekki á dagskrá hjá okkur núna. Við verðum að berjast fyrir því sem við trúum á og vona að okkur takist ætlunarverkið.  Það er framtíð íslands sem er að veði," segir Geir Hilmar Haarde.

Ég verð að segja að VG ber fullt traust til Geirs. Það er líka það viðhorf sem maður verður var við hjá hinum venjulega Norðmanni. Norðmenn bera ennþá traust til Íslendinga þrátt fyrir bankahrunið.  Við verðum bara að vona að Geir Hilmar og stjórn hans fái frið til að vinna mikilvægasta starf sem nokkur ríkistjórn á Íslandi hefur nokkurn tíma fengið í fangið.

004 

 

 

 


Mæli með að þið kíkið á linkinn

http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/10/18/550720.html

Hér er fjallað um íslensku kreppuna á jákvðan hátt blönduðum góðum húmor líka.

 Ætla að skreppa á bensínstöðina núna og ná mér í VG með viðtalinu við Geir Haarde.

Góða morgunstund


Blekkingar! Af hverju

Ég horfði á sjánvarpið í gærkvöldi. Þar voru að sjálfsögðu sýndar myndir frá Davíðsmótmælafundinum.  Sá líka umfjöllunina um fundinn á netmiðlunum.  En það sem mér fannst ekki stemma var fjöldi fundarmanna. Að þarna hafi aðeins verið um 500 manns finnst mér lítið miðað við fólksfjöldan sem maður sá á myndunum.  Það hlýtur alla vega að hafa verið stórt 500 manna á vellinum nema að sé búið svo að þrengja að fólki þar að ekki komist fleiri en 550 þar fyrir lengur.

Opinberarar tölur eru sjálfsagt frá lögrrreglunni komnar. Sé svo bera þær með sér að löggan hefur kki mjög talnaglöggum mönnum á að skipa.  Eða staðfestir talnakunnáttan það sem haldið var fram um lögguna í gamla daga að þangað veldist það fólk sem ekki gat lært neitt flóknara en að gangaum göturnar eða þá villigeltir sem aldrei voru til friðs fyrr en þeir voru gerðir að lögreglumönnum.  Þá tóku þeir starfið alvarlega og gerðu sitt besta.

Annars er það nú frekar döpur fréttamennska að fjölmiðlarnir geri ekki sjálfstæða talningu á vettvangi þegar auðséð er að yfirvöld eru að blekkja.  Af hveju taka fjölmilarnir þátt í blekkingunni með því að ljúga til um fjölda fólks á mótmælafundum?


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Badfinger

Badfinger var vinsæl bítla/pophljómsveit í lok 7. áratugarins og töluvert fram á þann áttunda. Bandið náði fyrst athygli heimsins er George Harrison heyrði í þeim undir nafinu Ivies. Harrison dró þá í stúdíó og ekki leið á löngu þar til hann og Sir Paul voru farnir að vinna með drengjunum sem tóku svo upp nafnið Badfinger.

Badfinger þóttu alltaf dálítið Bítlallegir en því verður aldrei í móti mælt að hljómsveitn varð með tímanum hörku gott og þétt pop/rokk band. Lagasmíðarnar voru flottar en útsetningarnar ekki alveg eftir því.  Réð þar miklu hver sá um verkið og upptökurnar.

Ég held að maður geti fullyrt með nokkurri vissu að Badfinger var ein allra óheppnasta hljómsveit sem heimurinn hefur alið af sér. Góð hljómsveit, góð lög, en svikahrappar á hverju strái í kringum þáog þeir létu tælast.  Í dag held ég að aðeins einn af upprunalegu meðlimum Badfinger sé á lífi. Hinir þrír hafa fallið fyrir eigin hendi óhamingjusamir, eignalausir og einmanna.

Þyrfti að manna mig í að blogga um sögu Badfinger. Læt það bíða núna en legg hér til tvö lög frá tónleikumsveitarinnar frá árinu 1972.

 Ef ég man rétt gerði Bjarni Ara seinna lagið vinsælt á Íslandi á 

 sínum tíma.

 


Fáir kostir og engir góðir?

Það hefur gengið heldur treglega hjá stjórnvöldum að blása einhverju lífi í björgunaraðgerðir í kreppunni miklu.  Viðræður við Rússa eru sigldar í strand að því er virðist.  Stjórnin hefur ekki enn gert upp við sig hvort leitað verði til IMF sem hjálpræðis. Og enn hefur ekki verið tekið til í Seðlabankanum.  Það hefur því lítið verið gert til að sýna viðskiptavinum okkar erlendis, sem ekki treysta íslensku bönkunum eftir Glitnishenyekslið.

Á meðan verður erfitt að losa stíflurnar í gjaldeyrisflæði á milli Íslands og annarra landa.  Við siglum smá saman inn í vöruþurrð og fleiri íslensk fyrirtæki lenda í rekstrarerfiðleikum eða hreinlega í gjladþroti.

Það er því verulega mikilvægt að ákvörðun um hvar við leitum hjálpar verði tekin um helgina.  Verðum við neydd í fang IMF er ekkert við því að segja eða gera.  Við styðjum stjórnvöld og tökum því sem að höndum ber.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því fyrr......

Þetta er nokkuð seint í rassinn gripið. En betra seint en aldrei.  Alltof mikið af neikvæðum fréttum flæðir í evrópdku prerssunni og því mikilvægt að Íslendingar komi þeim upplýsingum sem þarf sem allra fyrst út á meðal þjóðanna.  Og það þýðir ekkert að ráða einhverja fermingadrengi til að sjá um kynninguna.  Aðeins þeir bestu eru nógu góðir til að vinna orðstýr og ímynd Íslands upp aftur.

 

Læt hér fylgja með link í grein í norska blaðinu Dagsavisen.

http://www.dagsavisen.no/utenriks/article375429.ece


mbl.is Vilja betri upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?????

Hvers vegna í ósköpunum gat það gerst að íslensk stjórnvöld skelltu skollaeyrum við skýrslu Bretanna. Það er ekki eins og þeir hafi verið þeir fyrstu eða einu sem vöruðu stjórnvöld við.  Haft hefur verið eftir Sigmundi Sigurgeirssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra, að honum hafi ekki þótt Siebert og Buiters hafa neitt nýtt eða merkilegt fram að færa. Íslenskir sérfræðingar hafi verið að babla á sömu nótum og ekki hafi þótt ástæða að taka mark á þessum viðvörunum.  Bankarnir voru í góðum málum.

Ummæli Sigurgeirs staðfesta að bæði hann og yfirmaður hans, Árni Mathiesen, eru með öllu vanhæfir í þeim embættum sem þeir gegna. Reyndar er ráðherraferill Árna, bæði í sjávarútvegsráðuneytinu og nú í fjármálaráðuneytinu, svo maður tli nú ekki um í dómsmálaráneytinu, varðaður aðgerða og dugnaðarleysi ráðherrans. Árni er bara pínulítill sprellikarl sem slengir út örmum og fótum þegar Davíð eða Björn kipaí spottan.  Þess vegna nýtur hann minnstrar virðingar allra ráðherra ríkistjórnarinnar.

En af hverju ekki var hlustað á bæði innlenda og erlenda sérfræðinga er venjulegu fólki óskiljanlegt.  Við eigum skýlausa kröfu á að stjórnvöld geri gtrein fyrir því hvers vegna það ekki var gert.  Var það ríkistjórnin eða var það Seðlankinn sem taldi skýrsluna of viðkvæma til að efni hennar yrði gert opinbert?  Hvort var það Davíð eða Geir sem ákvað að stinga öllum viðvörunum viðurkenndra vísindamanna undir stól?  Ef gripið hefði verið í taumana í sumar hefði þá verið hægt að koma í veg fyrir svo stóran skell sem við höfum fengið núna?  Ef svarið við síðustu spurningunni er jákvætt er þá ekki augljóst hverjir bera ábyrgð efnahagshruninu. Varla verður Landsbankanum kennt um sem varaði við sofandahætti stjórnvalda og Seðlabanka.

 


mbl.is Útreið Íslands engin tilviljum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sugar er svindlari

Á árum áður var Alan Sugar þekktastur fyrir að eiga Tottenham Hotspur FC í London.  Þá fóru af karlinum misjafnar sögur og fæstar myndu sæma sér í helgiritum. Hann þótti hinn mesti refur í peningamálum og svo fór að stuðningsmenn Tottenham eiginlega neyddu hann til að selja félagið. Síðan hefur Lundúnaliðið heldur verið á uppleið.  Ekki það að ég fagni því. Mér er líka alveg sama hvað verður um milljarðana hans Sugar.  Vona bara að þeir dúkki upp í samfélagsþjónustu eða í herferð gegn hungri í heiminum.
mbl.is Millifærslur milljarðamærings gufa upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband