Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Sennilega hefur Makedóníuleikurinn verið sá erfiðasti fyrir okkar stráka það sem af er undankeppninni. Þrátt fyrir töpin gegn Skotlandi og Hollandi virtit þessi leikur miklu erfiðari fyrir íslensku strákan. En uppskera baráttunnar voru 3 stig og þá er það ljóst að hún borgaði sig og vel það.´
Liðið gerði sér sjálft erfitt fyrir með því að bakka alltof mikið í seinni hálfleik. Þegar þeir fengu boltann var engan að finna til að senda á og koma sér út úr vörninni. Þegar við spilum við lið í þessum styrkleikaflokki eigum við að halda áfram okkar leik allan timan en ekki pakka í vörn til að halda fengnum hlut eftir eitt mark.
En sigurinn var sætur. Og fyrir mig var hann ekstra sætur fyrir það að Norðmenn, sem eki bera mikla virðingu fyrir okkur á vellinum sitja nú neðstir í riðlinum og sleikja sár sín eftir 1 ár og 7 leiki án sigurs.
![]() |
Erfiður sigur gegn erfiðu liði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.10.2008 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kreppan og efnahgasástandið á Íslandi er til umræðu í skandinavískum fjölmiðlum hevrn einasta dag þessar vikurnar. Og það verður að segja eins og er að fæstar eru jákvæðar.
Mistök við efnahagstjórnina er mikið í uræðunni í viðskiptapressuni þar sem bent er á að stærsti vandi Íslendinga sé heimfenginn en eigi ekki uppruna sinn í Ameríku. Sjórnlaus ofvöxtur bankanna án þess að stjórnvöld hefðu stjórn á verðbólgu og ónýtur gjaldmiðill er grunnurinn að íslensku kreppunni. Þetta er samnefnarinn í fjármálapresunni.
Í dag bætist svo við að mikið er gert úr að yfirvofandi matvoruskortur sé verslununum. Myndir af tómum hillum og viðtöl við ráðvilta neytendur fær sitt pláss í blöðunum. "Íslendingar hafa mat í 3 - 5 vikur enn" var ein fyirsögnin í norksu pressunni í morgun.
Það er því deginum ljósara að ríkistjórnin verður að ráða sterka upplýsingafulltrúa til að halda uppi vörnum fyrir íslenskt samfélag. Nú lítur út fyrir íslenska þjóðin njóti lítils ef nokkrus trúnaðar meðal almennings í Evrópu. Við heyrum sömu sögurnar allstaðar frá. Við fáum ekki að nota kreditkortin okkar í búðum, fólki er kastað út úr leiguíbúðum vegna þess að leigusalar treysta á að þeir fái borgað, íslensk fyrirtæki eru krafin um staðgreiðslu eða jafnvel fyrirfram greiðslu er þau versla erlendis og svo má lengi telja.
Þetta er ekki raunsönn mynd af íslensku þjóðinni. Og það er það minnsta sem stjórnvöld geta gert er að halda uppi vörnum fyrir það sem þjóðin hefur alla tíð staðið fyrir, áræði, dugnaður og traust.
![]() |
Óraunsæ mynd af lífinu á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.10.2008 | 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ekki bara við Financial Times að sakast í þssu efni. það er nánast sama hvaða blað maður opnar í Skandinavíu þar sem fjallað er um kreppuna á Íslandi. Öll telja þau að Ísland sé "nánast gjaldþrota". Það er því ljóst að Geir verður að ráða duglegan PR-mann til aðþjóðin haldi andlitinu út á við
![]() |
Ummæli FT borin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á krepputímum gátum við ekki fengið betri gjöf en sigur í fótboltalandsleik. Í kvöld berum við höfuðið hátt og hengjum það ekkert aftur næstu vikurnar.
Fyrri hálfleikurinn var bara nokkuð góður af okkar hálfu og sanngjarnt að við náðum að skora. Vel að verki verið hjá Veigari eins og hans var von og vísa.
En þegar á heildina er litið var leikurinn ekki áferðafallegur. Langt því frá. Íslenska vörnin var góð allan leikinn meðan miðjumennirnir náðu sjaldan að halda boltanum og skapa einhver marktækifæri fyrir hinn einmanna framherja. En baráttan hélt og með heppnina, en alls ekki dómarann, með okkur höluðm við inn 3 stig og þau verða ekki tekin af okkur þrátt fyrir öll möguleg og ómöguleg bankaveð. Ísland er í góðum málum í boltanum.
![]() |
Veigar tryggði 1:0 sigur á Makedónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er bara jákvætt fyrir okkur Íslendinga að Åge Hareide haldi áfram með nosrska landsliðið. Þá kemur það ekki til að vinna leik í undankeppninni. Hitt er annað mál að það finnst ekki sá einstaklingur í konungsríkinu sem hefur trú á þjálfaranum. Liðið hefur ekki unnið einn einasta leik á árinu og nú eru það orðnir 7 leikir í röð án sigurs. Ekkert landslið hefur efni á slíkri frammistöðu.
Annars var leikurinn í kvöld slakur. Hollendingar voru heldur skárri án þess að skapa sérmörg tækifæri. Þeir fengu tvö. Það fyrra setti Kuyt í þverslá og það seinna setti Van Bommel í netið.
Eins og alltaf snéerist allt í kringum John Carew. Í Noregi er hann álitinn besti senter í heiminum held ég. Málið er að hann er góður að því leyti að hann er stór, sterkur, fljótur og finnur alltaf nokkur færi í hverjum leik.En þegar kemur að því að slútta er hann ámóta ógnandi og tannlaust tígerisdýr í bardaga við krókódíl.
Norðmönnum svíður sárt að Ísland er nú með 4 stig meðan þeir eru með 2.
Annars voru að koma ný tíðindi frá Haraeide. Þau hljóða svona; "Jeg gir meg aldrig" Þetta þýðir; ég gefst aldrei upp. Því ber okkur að fagna og vona að norska knattspyrnusambandið taki ekki upp á að reka karlinn.
![]() |
Norðmenn eru neðstir eftir tap í Osló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var svo sem ekki við því að búast ESB tæki afstöðu með eða á móti í deilunni við Breta. En þð var samt sjálfsagt af Geir að tjá framkvædastjórninni óánægju okkar með grímulsaut ofbeldi Gordons.
En það verður fróðlegt að vita hvaða augum höfðingjarnir í höfuðstöðvum NATO líta á þegar ljónið í sambandinu gerir árás á músina. Verður það ekki eins og í þorskastríðunum? Þeir snúa höfðinu í hina áttina til þes að styggja ekki Breta.
Það verður því gaman að fylgjast með samningaviðræðunum í Moskvu og hvað út úr þeim kemur. Það er ekki víst að það verði NATO genginu þóknanlegt. Og það gerir bara ekkert til. NATO á nákvæmlega ekkert inni hjá Íslendingum
![]() |
ESB blandar sér ekki í deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Ég fagna þessari ákvörðun seðlabankans mjög. Mér finnst hún mjög skynsamleg í ljósi aðstæðna.
Svo mælir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, um stýrivaxtalækkun Seðlabanki Íslands.
Ég efast ekki um að jörgvin trúir á skynsemi þeirra í Seðlabankanum. Hún er sjáfagt til staðar. Hitt er annað málá þessi stýrivaxtalækkun kemur allt of sient og er alltof lítil. Það bendir til að djúpst sé á skynsemi þeirra í bankanum.
En batnandi mönnum er best að lifa. Þetta er eina lífsmarkið sem sést hefur í Seðlabankanum síðan hann rústaði efnahag þjóðarinnar með þjóðnýtingu Glitnis. Mér finnst tími til kominn að Björgvin fari nú að taka undir orð formanns síns og utanríkisráðherra um að fjarlægja beri þessa ofur skynsömu Seðlabankastjórn. Eða er Björgvin kannski genginn í Sjáfstæðisflokkinn og ætlar að hasla sér völl í hinum fámenna Davíðs-Geirs armi frjálshyggjuflokksins?
![]() |
Skynsamleg ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í ljósi þess að fulltrúar stjórnvalda eru núna betlandi um peninga á a.m.k. þrem stöðum í heiminum veltir maður fyrir sér hvort Davíð Odddson bara bullaði í Kastljósinu fræga þegar hann sagði "Við borgum ekki" og brosti út að eyrum.
Allt átti að vera svo auðvelt þegar búið væri að skera útlendu rekstrareiningar bankanna frá þeim íslensku og skilja skuldirnar eftir hjá hinum heimsku Evrópubúum sem voru svo vitlausir að treysta Íslendingum. Erlendu skuldirnar áttu sem sagt að vera vandamál Englendinga, Dana Norðmanna, Hollendinga o.s.frv. meðan íslenska þjóðin gat setið glöð og skuldlaus heima og hlegið að sauðahjörðinni í útlöndum sem sat uppi með skuldir bankanna.
Svo viðriðst sem þetta hafi ekki gengið eftir. Við erum sem sagt að reyna að verða okkur út um gjaldeyri í Rússland, Danmörku og Noregi sem og hjá IMF. Allt er þetta lánsfé sem þýðir, öfugt við það sem Davíð sagði, að þjóðin, sem nú er skuldlaus við útlönd, verður sokkin upp að eyrum í erlendum skuldum þegar öll þessi lán eru komin í höfn.
Sem dæmi um Rússalánið, upp á 4 milljarða evra, mun það skilja hvert einasta mannsbarn á Íslandi eftir með 2.4 milljón króna skuld við risaveldið í austri. Talan er fengin miðað við að NOK sé 20 ÍKR. Það er að öllum líkindum of lágt reiknað þar sem ekkert gengi er á íslensku krónunni í Noregi núna.
Það er því deginum ljósara að Davíð reyndi að slá ryki í augu fólks þegar hann útlistaði fyrir þjóðinni og greinilega Brown og Darling líka, að við yrðum skuldlaus þjóð sem stæði betur eftir töfralausnir Seðlabankans en nokkurn tíman áður. Allt bendir til að íslenska þjóðin sé að fara inn í svartasta skuldatímabil á lýðveldistímanum og sjálfstæði þjóðarinnar er að veði.
Davíð skuldar þjóðinni skýringar og það afdráttarlausar. Það bendir óneitanlega til að Davíð hefur áttað sig á mistökum sínum og glapræði að erlendumfjölmiðlum hefur ekki tekist að fá hann í viðtöl síðan um mánaðamót. Hann getur einfaldlega ekki varið gjörðir sínar fyrir umheiminum. Hann hefur rúið þjóðina trausti á erlendri grund. Sjálfur er hann rúinn trausti bæði heimafyrir og um heim allan. Hann á að sjálfsögðu að sjá sóma sinn í að segja af sér áður en hann gerir illt verra.
PS. Ef ég ætla að græða á því að borga íslenska Visareikninginn með því að borga með NOK fer greiðslan mín aldrei lengra en í norska viðskiptabankann. Þar er sendingin gerð upptæk til að borga skuldir íslensku bankanna í Noregi. Svona er að vera íslendingur í útlöndum í dag.
![]() |
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.10.2008 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er ég maður til að dæma um hvort Landsbankinn hafi brotið lög eða ekki. Alveg ljóst er að forráðamenn bankans fóru heldur óvarlega svo maður tali ekki í sterkari orðum.
En kjarna vanda íslensku þjóðarinnar í lýst vel og skilmerkilega í yfirlýsingu bankans.
"Þegar Glitnir var þjóðnýttur þann 29. september fór af stað atburðarrás sem markar djúp spor í sögu fjármálageirans á Íslandi. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu einkunnir sínar á öllum íslensku bönkunum, lánalínur voru dregnar til baka, krónan féll og erlendir aðilar hófu að selja frá sér íslenskar eignir þótt stöndugar væru. Fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi og erlendis náði nýjum hæðum. "
Arkitektinn að þessum gjörningi ber höfuðábyrgð á efnahgskreppu þjóðarinnar nú.
![]() |
Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.10.2008 | 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef aldrei verið í sama bát og Vilhjálmur Egilsson á hinum pólitíska sjó. Hitt er annað mál að ég hef alltaf lagt við hlustirnar þegar hann hefur eitthvað fram að færa því það er sem oftast einhver broddur og góðar hugmyndir í því sem hann segir. En í kvöld brást honum algerlega bogalistin er hann átti að rökræða við Ögmund um IMF. Því miður mætti Vilhjálmur algerlega óundirbúinn í Kastljósið og bullaði gamla frjálshyggjufrasa.
Ögmundur mætti hins vegar stígvélafullur af upplýsingum í þáttinn. Vitnaði í nýjustu skírslu sjóðsnins þar sem tíunduð eru þau skilyrði sem sjóðurinn setur þeim löndum sem hann kemur til hjálpar. Auðvitað er ástandið öðruvísi hér á landi en í Mósabík og Argentínu. En það eru litlar líkur á því að sjóðurinn bylti vinnureglum sínum þegar hann ætlar að hjálpa Íslandi.
IMF leggur höfuð áherslu á frjáls markaðviðskipti og sem allra minnst afskipti ríkisins af viðskiptalífinu. Við erum einmitt að ganga í gegnum reynsluna að því núna. Og okkar litla hagkerfi þoldi einfaldlega ekki frjálshyggjuna Blaðran sprakk og efnahagur þjóðarinnar fauk út í veður og vind. Við þurfum ekki á IMF að halda til að endurreisa það kerfi aftur. Við þurfum að líta til Norðurlandanna sem búa við miklu blandaðra hagkerfi en við.
Í Noregi er kreppa. Og hún kemur illa við bankana. En hér er stöðugleiki. Ríkið á um 30% í stærstu bönkunum og hefur því fulla yfirsýn um hvað er að gerast á markaðnum. Gengið er nokkuð tryggt og verðbólga í lágmarki. Ríkið á nægan gjaldeyri og ekki er hætta á stöðvun hjóla atvinnulífisins og fjöldaatvinnuleysi. Ljóst er þó að atvinnuleysi mun aukast og það mest á kostnað útlendinga sem komið hafa í haugum hingað til að vinna í byggingariðnaðinum.
Noregur nær sér út úr kreppunni á 2 - 4 árum meðan Ísland verður að eyða 10 - 20 árum í að koma þjóðinni aftur á það efnahagsstig sem hún var á fyrir ári síðan. Þökk sé stöðugleika í efnahagskerfinu.
![]() |
IMF tilbúinn að hjálpa Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.10.2008 | 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar