Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Íslendingar betla á Rauða Torginu

Meðan hjólið virðist vera farið að snúast á ný í flestum löndum heims er það ekki svo á Íslandi sem sent hefur nefnd til að betla í Moskvu.  Þetta var tónninn í kvöldfréttatíma TV2 í Noregi í kvöld. Ekki sérlega uppörvandi en við þetta megum við búa enn um sinn og kannski í lengi.

Eitt er víst að uplýsingar sem þjóðin hefur fengið bæði frá stjórnvöldum og Seðlabanka eru afar yfirdrifnar.  Rússar kannast alla vega ekkert við að samningaviðræður séu komnar í gang heldur staðfesta að þreifingar séu í gangi Sigurður Sturla staðfestir það með því að segja að ekkert liggi fyrir.  Enn vitum við sem sagt ekkert um hvort Rússalánið verður að veruleika og ef svo verður hvað sá veruleiki kemur til með að kosta þjóðina.

Nú eru liðnar tær vikur frá því efnahagur Íslands var lagður í rúst og enn hafa stjórnvöld ekkert í hendi sem þau geta vísað í sem árangur af því "mikla" starfi sem þau hafa unnið það þessum tíma.

Ég efast ekki um að þau hafa lagt marga klukkutíma í björgunaraðgerðirnar. En nú er ég farinn að halda, eins og margir sem fjalla um krepppuna á Íslandi, hafi enn ekki fundið neina leið að lausninni.  Báturinn er á reki flatur fyrir vindi.  Það er ekki góð sjómennska. 

 


mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogar rokksins

Ég las skemmtilegt blogg á síðunni hans Jens Guð. Er reyndar búinn að lesa það tvisvar.  Það fjallaði um kosningu breska tónlistatímaritsins, NME, á fremstu leiðtogum rokkhljómsveitanna gegnum tíðina  

Það er allataf gaman að velta svona kosningum fyrir sér. Þær vekja upp miklu fleiri spurningar en þær svara. Enda eru ær enginn stórisannleikur, sem betur fer. Annars væri tónlistarheimurinn bæði í mónó og sauðalitunum og ekki hlustað á aðra sveit en Bítlana.

Mér þótti vænt um að sjá Marc Bolan, sáluga þarna meðal þeirra fremstu.  Hann var ótrúlegur snillingur. Það varð ég að viðurkenna þó það tæki mig langan tíma. Því miður féll hann í valinn fyrir þjóðveginum alltof snemma. Tónlist T-Rex var léttrokkað popp, aðeins prog einstaka sinnum en vöru,erkið var taktfastur og góður trommu/bassaleikur ásamt gítarriffunum hjá Bolan. Var svo hepinn að ná mér í hörku safndisk með sveitinni í London fyrir ca 10 árum. Þar eru öll lögin "uppáhaldslög"

Steve marriottÉg sakna hins vegar að sjá ekki Steve Marriott, Small Faces leiðtogann, á listanum. Hann var einn allra mesti karakterinn í bresku rokki á sínum tíma. Líka eftir að hann stofnaði Humble Pie með undrabarniu frá Heard, Peter Framton.  Sá stóð allan tíman í Skugga Marriott meðan þeir voru báðir í HP.  Humple Pie varð ekki gömul hljómsveit.  Þeir Framton og Marriott vildu báðir verða leiðtogar og þá rimmu vann Marriott.  Hljómsveitin leystit upp og í stað "heavy rock" snéri Steve Marriott sér að blues tónlist og blúsuðu poppi.  Hann harðneitaði alla tíð að spila Small Faces lögin á tónleikum aðdáendum sínum til mikilla ama.  En bautasteinn hans er sá að allt sem hann gerði var meira en í meðallagi gott.  Marriott lést í eldsvoða á sveitasetri sínu á  Englandi í apríl 1991.  Hvet alla áhugamenn um breska rokkútrásina að kynna sér Steve Marriott rækilega.

Þá finnst mér líka að T.Y. A. höfðinginn hefði vel getað verið í þessum hópi.

Svo langar mig til að nefna einn sem alla tíð hefur verið vanmetinn.  Það er sjálfur Mick Ronson.  Maðurinn á bak við David Bowie. Sá er í raun á stærstsa þáttinn í lagasmíðurm Bowie í upphafinu. Sá er var primus motor í bandinu á sviði og lagði sitt af mörkum í hljóðverinu líka.  Eftir að Bowie rak hann úr sveit sinni hefur hann aldrei gert plötur í sama gæðaflokki og þá ef frá eru talin Heros þar sem hann réði litlu sjálfur en Brian Eno öllu. Eno gerði reyndar 3 plötur með Bowie en hinar tvær standa Heros langt að baki.

Eftir að slitnaði upp úr samtarfinu við Bowie lék Ronson inn á tvær sólóplötur sem báðar eru virkilega góðar.  Mæli með Play Don't Worry.  Hörku fínn diskur það.  Þá vann hann mikið með Ian Hunter og Mott The Hopple genginu. Hopple var ein skemmtilegasta rokkband Breta á sínum tíma og Hunter platan, All American Ailien Boy, með þeim betri í þeim geira rokksins. 

Mic Ronson er látinn. Skömmu áður en hann dó gerði hann upp feril sinn í viðtali í bresku músikkblaði.  Þar kvaddi hann David Bowie og kallaði hann "pínu lítinn karl.

Þá held ég að aldrei verði hægt að ganga fram hjá Alvin Lee, foringja Ten Years After, þegar leiðtogar rokksins eru dregnir fram í sviðsljósið. T.Y.A. sló eftirminnilega í gegn á Woodstokk tónleikunum og þar sýndi Lee að hann er enginn meðalskussi á gítar.  Sólóið í "I'm Going Home" er í safni 100 bestu gítarsóla sem ég held að hafi verið safnað saman af NME.

Gæti sjálfsagt haldið áfram að velta mér upp úr minningunum langt fram á kvöld en læt hér staðar numið að sinni og nýt þess að hlusta á Steve Marriott á "SCRUBBERS" diksinum sem vinur hans Tim Hinkley setti saman úr efni sem Marriott lét eftir sig er hann kvaddi jarðvistina.

 Setve Marriott var og er kallaður "The little lad with the big voice" enda einn allra besti rokksöngvari sem dregið hefur andann á jörðinni.  (Ekki lítil fullyrðing þetta)Smile

osearch?q=Steve+Marriott&rls=com.microsoft:*:IE-SearchBox&ie=UTF-8&oe=UTF-8&sourceid=ie7&rlz=1I7DANO&um=1&sa=X&oi=video_result_group&resnum=4&ct=title#

 


Rasmussen á réttir braut

skjaldarmerkiAnders Fogh Rasmussen hefur margt látið út úr sér síðan hann varð forsætisráðherra í Danmörku og ekki allt þótt jafn gáfulegt.  En karlinn hefur unnið sig upp í áliti meðal þjóðarleiðtoga í Evrópu og nú er svo komið að menn eru farnir að hlusta þegar danskurinn opnar á sér munninn.

Anders er ekki eini ESB-leiðtoginn sem hefur viðrað þá hugmynd að Danmörk væri betur komin nú með evruna með sem gjaldmiðil.  Flestir leiðtoga ESB landanna sem ekki hafa evruna eru á sama máli.  Menn gera sér grein fyrir því að sterkur og trúverðugur gjaldmiðill er nauðsynlegur. 

Af hverju gera íslensk stjórnvöld sér ekki grein fyrir því sama. Erum við alltaf að finna upp hjólið og telja sjálfum okkur trú um við séum bestir.  Nú er komið í ljós að við höfum verið vitlausastir allra í viðskiptalífi Evrópu.  Ekker land í veröldinn fer eins illa út úr kreppunni eins og litla Ísland sem átti að vera fyrirmynd heimsins um heilbrigði markaðrins og nýfrjálshyggjunnar.

Norska blaðið VG gerði efnahagshrunið á Íslandi að umtalsefni um helgina.  Þar er ástandinu á Íslandi líkt við Þýskaland á millistríðsárunum. Reyndar tók VG fram að þeir reiknuðu ekki með að Íslendingar þyrftu að aka fullum pokum af peningaseðlum í hjólbörum í bakaríið til að kaupa fransbrauð en bentu líka á að ekki þyrfti mikið til að svo yrði.

Eins og í Þýskalandi eftir fyrrastríðið er hér mjög há verðbólga.  Verðlaus gjaldmiðill og fyrirséð atvinnuleysi. þó svo að sjálfstætt ríki geti aldrei orðið raunverulega gjaldþrota telja Norðmenn Ísland eins nálgæt gjaldþroti og komist verði.  Og fari svo að Ísland velji að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þá fúm við ekkert öðruvísi meðhöndlun en þau lönd S-Ameríku og Afríku hafa fengið. Efnahagsstjórnin flyst úr höndum Íslendinga og yfir til sjóðsins.  Þetta þýðir að við töpum hluta sjálfstæðis okkar.

VG líkir ástandinu á Íslandi við ástandið í Bandaríkjunum að því leyti að við lifðum um efni fram á erlendum lánum.  Það hafi komið íslensku þjóðinni verulega á óvart hvað útrásarvíkingarnir hefðu greitt sjálfum sér í mánaðrlaun.  Nákvæmlega eins og bandarískur almenningur trúði hvorki eyrum sínum né augum þegar hann komst að því hve bankastórar þeirra tækju sér í laun.  Munurinn væri þó sá að bandaríska efnahhgskerfið er það stærsta í heimi meðan það íslenska er það minnsta.

 Að lokum spáir VG því að æði stór hluti hinna 300 þúsund Íslendinga eigi fyrir höndum harðan vetur. Allt vegna þess að stjórnvöld og efnahagsráðgjafar þeirra hlustuðu ekki á fjölmargar viðvaranir sem þeim bárust.

   

 


mbl.is Fogh Rasmussen: Ókostur að vera ekki í myntbandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrun hlutabréfavisitölunnar á Íslandi

Meðan hlutabréfavísitalan er á hraðri uppleið um allan heim steinsekkur sama vísitala á Íslandi. Ekki nærri allir bankar í Noregi vilja versla með íslenskar krónur þrátt fyrir að stjórnvöld segðu að við gætum verslað hindrunarlaust út á kortin okkar frá og með í gær.

Munurinn á hlutabréfavísitölunum í Ósló og Reykjavík er heil 88%.  Í Ósló hækkaði vísitalan um 12% meðan hún hrundi um 76% í Reykjavík.

Það er greinilegt að fjármálapólitíkin sem íslenska ríkistjórnin fylgir nýtur einskis trausts. Ekki heima fyrir og alls ekki í Evrópu.  Íslenski Seðlabankinn er rúinn öllu trausti og fátt bendir til að Ísland verði ekki Aljóðagjaldeyrissjóðnum að bráð með tiheyrandi takmörkuðu fullveldi. 

Það sem verst er að enn nýtur Seðlabankastjórnin fulls trausts forsætisráðherrans. Meðan svo er er engin hætta á að íslenska þjóðin endurvekji það trúnaðartraust sem hún hafði allt þar til í vetur. Við höldum áfram að vera Zimbabwe Evrópu heimiliskött í forsætisráðuneytinu og mugabe í Seðlabankanum

 http://e24.no/boers-og-finans/article2711773.ece


Einn gám af rúblum takk

Nú er þriðjudagurinn loksins runninn upp og okkar menn komnir til Moskvu til að verða okkur úti um rúblur.  Ég man þá tíð að rúblan var ónýtur gjladmiðill fyrir okkur sjómennina. Við eyddum algeru lágmarki af laununum til að kaupa rúblur þegar við komum til Arkhangelsk á Mælifellinu í júní 1966. En við óðum í rúblum þegar við komum í land.  Við seldum nefnilega heimamönnum nælonskyrtur, gallabuksur, amerískt tyggjó og sígarettur. Síðast en ekki síst þá yrðu nælonsokkarnir, sem við keyptum í kaupfélaginu á Djúpavogi. Við keyptum upp allan nælonsokkalagerinn á Djúpavogi.  Þá voru nenfilega komnar nælon-sokkabuxsur og því vildi engin kona á Djúpavogi lengur ganga í nælonsokkum og alls ekki nælonsokkum með saumi.  Þeir þóttu lummó fyrir austan.

Þessi viðskipti okkar við heimafólk voru okkur afar hagkvæm. Við drengirnir lifðum eins og greifar í borginn þá fáu tíma sem við máttum vera í landi.  Við urðum náttúrulega að passa að taka ekki alltof mikin gjaldeyri með okkur í land því ef löggan nappaði okkur með fleiri rúblur í vasanaum en við höfðum fengið við komuna láum við illa í því.  Gátum átt á hættu að verða settir inn og vægasta refsingin var að við fengum ekki að fara meira í land.  Landgöngupassinn var tekinn af okkur.

Verð að segja að þetta voru spennandi tímar. Við vorum aldrei í vandræðum með félagsskap innfæddra sem lögðu mikið í sölurnar fyrir tyggjó og nælonsokka. Ég komst m.a. inn á rússneskt heimili að kvöldlagi og það var reynsla sem ég seint gleymi ef þá nokkurn tíman. En ekki orð meira um það.

Þessi færsla er nú orðin að allt öðru en ég ætlaði mér í upphafi. Þetta átti að sjálfsögðu að vera afar alvarleg færsla um mikilvægi þjóðarinnar að fá svona sirka einn gám af rúblum í gjaldeyrishirslur Seðlabankans okkur til hjálpræði á komandi mánuðum.  En þegar við fórum frá Arkhangelsk skipti það öllu máli að ná að eyða hverri einustu rúblu sem við áttum í fórum okkar. Þær voru gersamlega verðlausar um leið og við komum út fyrir rússnensku  landhelgina.  Alveg eins og íslenska krónan í dag, 42 árum síðar.

  


mbl.is Viðræður við Rússa hefjast í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðist skila árangri

Svo virðist sem aðgerðir rikistjórna og seðlabanka víða í Evrópu og Asíu um helgina hafi skilað sér út í viðskiptalífið svo um munar. Hlutabréfavísitölur hafa rokið upp bæði í gær og í morgun. Skilst að vísitalan í Japan hafi farið yfir 14% áður en lokað var í dag.

Í fréttatímum norsku sjónvarpsstöðvanna í morgun tóku menn fréttunum fagnandi en töldu þó of fkjótt að blása af kreppuna.  En markaðurinn sýnir alla vega jákvæð viðbrögð og það eykur mönnum bjartsýni.

 


mbl.is Hlutabréf hækka í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðabankinn

Það er sjálfsagt fyrir lífeyrissjóoðina að leita allra leiða til að bjarga verðmætum sínum úr rústum Kaupþings. Hugsanlega geta lífeyrissjóðirnir líka aukið tekjur sínar með kaupum  á þrotabúinu og selt það aftur þegar búið er að koma löppunum undir reksurinn á ný.

Ég velt því hins vegar fyrir mér hvort það samræmist lögum um lífeyrissjóðina að standa í bankarekstri. Það þarf að tryggja að öll aðkoma sjóðanna sé með formelgum og lagalegum hætti og það gleymist ekki að lífeyrissjóðirnir eu til fyrir eigendur sína en þeir ekki til fyrir lífeyrisjóðina.


mbl.is Stefnt að niðurstöðu lífeyrissjóða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak Grindvíkinga

Þetta er þarft framtak hjá Grindvíkingum.  Með þessu efla þeir söguvitund heimamanna auk þess sem ferðafólk fær með sér mun meiri upplýsingar um sögu byggðar og atvinnuþróunnar í Grindavík. Saltfisksetrið er orðið þekkt víða um Evrópu fyrir matinn sem þar er boðið upp á og oftar en ekki er þegar maður hittir útlendinga sem verið hafa á Íslandi hafa þeir meir að segja frá heimsókn í Saltfisksetrið en í Bláa Lónið.

Saga Grindavíkur spannar yfir 1000 ár og segir okkur að allt frá Moldda Gnúpi og Hafur Birni hafi fólk komist vel af í Grindavíkinni.


mbl.is Söguskilti í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð talaði óvarlega

012Það er örugglegaa hægt að hafa margar skoðanir á því sem Davíð sagði í Kasljósinu fræga.  Eitt er þó alveg víst að hann talaði mjög óvarlega. Og það voru ekki bara Brown og Darling sem "miskildu" Davíð.  Flest allir fjármálamenn sem tjáð hafa sig um ummælin eru á því að þau hafi í besta falli verið óheppileg.  Sumir segja reyndar, útlendir seðlabankasjórar, að þau hafi verið "katastrofal" eða hræðileg.

En ummælin eru ekki það versta sem Davíð gerði. Heldur hitt að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni þrátt fyrir fjölmargar aðvaranir frá erlendum bönkum og hagfræðisérfræðingum.  Hann lét reka á reiðanum þar til honum datt í hug að hirða Glitni og þjóðnýta hann.  Þar með kippti hann stoðunum undan tiltrú Íslands á alþjóða fjármálamörkuðum og setti þjóðina í tæknilegt gjaldþrot.  Það er grafalvarlegt mál.  Og sennilega er hann með þeirri aðgerð einni saman búinn að binda börn okkar og barnabörn á skuldaklafan næstu 2 áratugina.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En Geir ber fullt traust til Davíðs

Richard Portes er bara einn fjölmargra viðskiptavísndamanna sem gefur Davíð Oddsyni falleinkunn fyrir störf sin. Norski Seðlabankastjórinn talaði gerðir Davíðs Oddssonar með þjóðnýtingu Glitnis  sem skelfileg mistök sem hefðu rúið Íslendinga öllu traust á fjármálamörkuðum.  Bein afleiðing þess er svo hrun krónunnar og gjaldþrot íslenska lýðveldisins.

En það er alveg ljóst að Íslendingar sitja uppi með handónýtan seðlabankastjóra svo lengi sem sá hinn sami nýtur "fulls traust" forsætisráðherrans Geirs Haarde. Ábyrgð Geir er því ekki lítil þegar upp er staðið.

Þangað til getum við sem búum í útlöndum haldið áfram að vakna upp við blaðagreinar eins og  þessa sem segir að Íslendingar eigi ekki gjaldeyri til að kaupa matvæli fyrir, hvað þá munaðarvöru eins og fatnað.

http://e24.no/utenriks/article2709737.ece


mbl.is „Dýr pólitík til heimabrúks"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband