Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Í fréttum norsku sjónvarpsstöðvanna í morgun kom það fram að með yfirtökuni á Kaupþingi séu Norðmenn að koma í veg fyrir að stórar fúlgur verði fluttar úr landi, til Íslands.
Kaupþing á verulegan hlut í Stóra Brandi, stærsta tryggingafélagi Noregs og stjórnvöld hér í landi telja það mikilvægt að sá hlutur fari hvergi.
Norsk stjórnvöld treysta ekki Íslendingum eftir aðgerðir Seðlabankans gegn Glitni
![]() |
Norðmenn yfirtaka Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2008 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gott að Ingibjörg er að hressast. Og ekki ber á öðru en baráttuviljin sé í brjósti hennar og það er líka gott. Það sem er ekki eins gott er að hún fyrst núna opinberar jafn sterkan vilja til að sækja um aðild að ESB.
Hún svaf á verðinum nákvæmlega eins og félagar hennar í ríkistjórninni og sauðahjörðin í Seðlabankanum. Mér þykir það líka bjartsýni hjá utanríkisráðherranum að halda að með því að pakka í vörn hverfum við aftur tilþess tíma sem var 1994. Ég er nær viss um að með varnarleiknum hverfum við aftur til þeirra tíma sem voru fyrir síldarævintýrið sem hófst í lok 6.áratugar síðustu aldar. Við eru nánast á byrjunarreit. Gjaldþrota þjóð með vitsmuni okkar og náttúruauðlindir að vopni. Það er alls ekki svo slæmt en við þurfum að búa okkur undir breytt neyslumunstur í nýju samfélagi.
Læt hér fylgja með video af blaðamannafundi norskra stjórnvalda með Svein Gjerdrem, Seðlabankastjóra Noregs. Þegar maður ehfur hlustað á ca2/3 afviðtalinu við Gjerdrem gefur hann félaga sínum í íslenska Seðlabankanum einkunn. Falleinkunn með skömm.
http://www.tv2nyhetene.no/innenriks/okonomi/article2293608.ece
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2008 | 07:17 (breytt kl. 07:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú lemur það vel í ljós að okkur virðast flestar bjargir bannaðar aðrar en að leita á náðir IMF. Í upphafi krísunnar virtist það vera síðasta leið sem stjórnvöld gátu hugsað sér vegna þess að þá myndu sjóðurinn taka yfir efnahagsstjórn lýðveldisins. Það þýðir að þjóðin er gjaldþrota og rúmlega 60 ára sjálfstæði þjóðarinnar glatað.
Vegna fyrri yfirlýsinga sinna um IMF er tími til kominn að stjórnvöld geri stjórnarandtöðunni og þjóðinni allri grein fyrir því her staða hennar raunverulega er. Getur það verið rétt sem bæði ínslenskir og erlendir efnahagssérfræðingar segja að íslensk stjórnvöld séu á rangri leið í leit að lausnum og vinni alltof hægt og ómarkvisst.
Nú viljum við fá svör um raunverulega stöðu lýðveldisins Ísland.
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2008 | 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður fróðlegt að fylgjast með átandinu í Litháen eftir kosningarnar. Mesta líkur eru á að skipt verði um stjórn og þá verður gaman að fylgjast með þvi hvort þetta nýja ESB land nær þeim tögum á efnahagsástandinu að það fái leyfi til að taka upp evruan.
Í dag er verðbólgan of há og stjórn efnahagsmála of veik. Þess vegna sögðu menn nei í Brussel er Litháen sóttist eftir að fá að taka upp evruna.
Minnir örlítið á stjórn efnahagsmála á Íslandi sem hlotið hefur falleinlunn, ekki bara innan ESB, heldur um allan heim síðsut vikurnar.
![]() |
Íhaldsmenn sigruðu í Litháen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2008 | 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndin er tekin um borð í Krossanesi SU 320 á síldinni við Svalbarða árið 1968
Gaman fyrir Hólmara að fylgjast með síldveiðunum út um eldhúsgluggan. Alltaf þegar maður fréttir af síldiinni inni á fjörðum. Minnir á gamla góða daga síldaráranna fyrir austan Þegar Reyðarfjörðurinn var fullur af síld.
Svo var það haustið 1988. Þá fylltist fjörðurinn aftur af síld og nánast allur síldarflotinn snérist á torfu sem náð þvert af öskuhugunum á Eskifirði út fjörðinn og inn að Hólmum hinu megin við Hólmanesið. Þetta var sannkallað bonaza tímabil.
![]() |
Á síld innan við Stykkishólm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2008 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúverðileiki íslenskra stjórnvalda hefur beðið skipbrot, bæði á Íslandi sem og í heiminum, í efnahgasþrengingunum síðustu vikur. Og með skipuninni í bankráði Nýja Glitnis beit ríkistjórnin höfuðið af skömminni þegar hún skipar sem formann bankaráðsins fyrrum bankaráðsmann í Seðlabankanum og núverandi aðstoðarmann viðskiptaráðherra. Þessi ágæti maður er einn af þeim sem ber höfuðágbyrgð á grandvaraleysi stjórnvalda sem flutu sofandi að feigðarósi þrátt fjölda margar aðvaranir bæði innlendra og erlendra sérfræðinga í efnahagsmálum.
Þessi aðgerð er ámóta heimskuleg og að setja mann sem er meðvirkur í morði sem dómara yfir sjálfum sér. Bara þetta litla dæmi sýnir að viðskiptaráðherra ræður enganvengin við verkefni sitt og að nýji bankaráðsformaðurinn er gersamlega blindur á eigin gerðir. Hann er ábyrgðarlaus með öllu og kannski líka siðblindur? Ekkert veit ég um það.
Nú er semsagt búið að opna fyrir að stjórnvöld geta farið að leika sér Glitni og deila honum út til vina og vandamanna þegar þar að kemur. Spillingin er ekkrt að minnka á Íslandi.
Bara til að benda á eitt lítið dæmi um hvernig menn sjá mistök íslenskra stjórnvalda í útlöndum má benda á blaðamannafundinn sem Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs ásamt Kristinu Halvorsen viðskiptaráðherra og Svein Gjerdrem Seðlabankastjóra.
Á þeim fundi kom fram að fyrst eftir hrunið á Íslandi fór bankakrísan að gera vart við sig í Noregi. Einu bankarnir sem norsk yfirvöld hafa þurft að koma til aðstoðar eru íslensku bankarnir Kaupþing og Glitnir sem reyndar er norskur banki í eigu Íslendinga.
Svein Gjredrem sagði á fundinum að þjóðnýtingin á Glitni væri dæmi um hrikaleg mistök Seðlabankans. Sú aðgerð gereyðilagði alla tiltrú að stjórn íslenskra efnahagsmála og gróf undan gengi kronunnar með þeim afleiðingum sem allur heimurinn veit nú. Þetta segir umheiminum það að Davíð Oddsson ásamt Geir Haarde og Björgvini Sigurðssyni eru þeir þrír einstaklingar sem gersamlega hafa brugðist trausti þjóðarinnar þegar það mátti alls ekki bregðast.
Þessir menn, ásamt Framsóknarflokknum, bjuggu til lagaramman utan um leikskólann sem útrásarvíkingarnir léku sér í. Þeir héldu sér innan við lagaramman meðan eftirlitið svaf á verðinum. Svo þegar Davíð, Geir og Björgvin vakna gripu þeir í fátinu til verstu ráðstafana sem hugusast gátu. Eftir liggur íslensk þjóð í tæknilegu gjaldþroti.
http://e24.no/utenriks/article2708267.ece
http://www.dn.no/forsiden/utenriks/article1510474.ece?jgo=c1_re_left_5
http://www.dn.no/forsiden/borsMarked/article1510509.ece?jgo=c1_re_left_1
![]() |
Stjórn Nýja Glitnis skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2008 | 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gísli Marteinn var blautur á bak við bæði eyrun þegar kaldastríðinu endanlega lauk. Hann veit greinielga ekkert um að einmitt á tímum kaldastríðsins höfðu Íslendingar og Sovétmenn einkar góð samskipti sín á milli og verslun milli landanna blómstraði án þess að rússneski björninn setti nokkur skilyrði fyrir aðstöðu á Íslandi fyrir annað en sitt fjölmenna sendiráð.
Við seldum Sovétmönnum fisk, skinn og ull og fengum í staðinn olíu, rússajeppa, Moska og Lödur svo ekki sé nú minnst á Síberíukadelakkinn, Volgu. Allir undu glaðir við sitt.
Það er að vísu annað samfélaga í Rússlandi núna. Samfélag frjálshyggjunnar þar sem, eins og á Íslandi, örfáir einstaklingar einstaklingar eiga auðæfi "þjóðarinnar". Og Pútin er þeirra auðugastur ef marka má fjármálapressu Norðurlanda frá því í vetur. Aðrir auðmenn eru síðan persónulegir vinir Pútins. Kanski er þessu strákum treystandi. Hver veit.
En það er jákvætt hjá Gísla Marteini að hann virðist hafa lært örlítið af reynslunni. Hann er hneykslaður á flokknum sínum fyrir að hafa stungið öllum skýrslum og góðum ráðum frá útlendum sérfræðingum um fyrirsjáanlega efnahagskreppu undir stólinn. Greinilegt að Gísli hefur ekki treyst Davíð sem hlýtur að vera á endasprettinum í Seðlabankanum.
Ég geri ekki ráð fyrir að Gísli Marteinn sé einn um þessa skoðun meðal Sjálfstæðismanna. Það þýðir að flokkurinn er klofinn. Það þarf engan vísindamann til að sjá að klofinn Sjálfstæðisflokkur sem leiðir ríkistjórnina er hættulegur samfélaginu eins og staðan er nú.
![]() |
Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2008 | 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlustið og sjáið http://www.youtube.com/watch?v=eEep67akIn4
I think I'm so educated and I'm so civilized
'Cos I'm a strict vegetarian
But with the over-population and inflation and starvation
And the crazy politicians
I don't feel safe in this world no more
I don't want to die in a nuclear war
I want to sail away to a distant shore and make like an ape man
I'm an ape man, I'm an ape ape man
I'm an ape man I'm a King Kong man I'm ape ape man
I'm an ape man
![]() |
IMF lýsir vilja til að aðstoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2008 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla rétt að vona að lúðrasveitin sem lék þjóðsöngvana fyriri landsleik Hollands og Íslands sé ekki sú besta sem Hollendingar hafa upp á að bjóða. Sú var hreinasta hörmung. Fölsk og taktlaus og nú er bara að vona að hollenska liðið leiki í samræmi við sveitina. Þá vinnum við.
Bloggar | 11.10.2008 | 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú gott og blessað að Össur er vongóður um að Hollendingar hegði sér siðmenntuð þóð í samningaviðræum vegna Icesafe. Forsætisráðherra Breta hefur opinberað sig af siðblindy og við skulum vona að það finnist ekki fleir slíkir þjóðarleiðtogar í álfunni.
En hvað um það. Þar sem ég ók um uppsvetir Rómarríkis í Noregi og hlustaði á útvarpsstöðina P4 heyrði ég frétt sem fékk mig til að sperra eyrun. Hún fjallaði um að að Sif Jensen, formaður Framfaraflokksins, (öfgaflokkur til hægri) hefði lagt það til að Norðmenn lánuðu Íslendingum þá 30 milljarða NOK sem þeir þyrftu á að halda svo þeir þyrftu ekki að leita á náðir Rússa.
Öðruvísi mér áður brá og nú velti ég því fyrir mér hvort Siv hefði verið jafn rausnarleg við Fílabeinsströndin hefði leitað eftir aðstoð í Noregi.
![]() |
Mjög vongóður um lausnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2008 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar