Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Skemmtileg upprifjun

Það var gaman að lesa þessar hugrenningar Roy Hattersley. Hann var skrautlegur skáti og sem utanríkisráðherra í landhegisstríði vissi hvert einsasta mannsbarn á Íslandi hann og skoðanir á þjóð okkar.

Það má vel vera að málstaður Breta hafi verið réttmætur þegar við færðum fiskveiðilögsöguna, í áföngum,  út í 200 mílurnar. Okkar málstaður var líka réttmætur þá.  Annars hefðu þjóðir heimsins, NATO ríkin, örugglega komið í veg fyrir gjörðir okkar.  Við áttum samúð fólks um víða veröld á þessum tíma nema kanski í Englandi, Þýskalandi, Belgíu og á Spáni. Þær þjóðir höfðu stundað rányrkju öldum saman við Íslandsstrendur og auðvitað kom þetta illa við þær.  En við unnum af því við vorum þrjóskir og ósveiganlegir og nutum auk þess dyggs stuðning Norðmanna sem leiddu samningana í höfn.

En ég tel að það sé misskilningur hjá Hattersley að málstaður Breta sé réttmætur í dag. Þeim Bretum fækkar líka nú sem telja að svo sé. Það sem Gordon Brown ætlaði sér sem vopn í baráttunni um einhverjar vinsældir meðal þjóðar sinnar virðist hafa snúist í höndunum á honum og fleiri og fleiri fyrirlíta hann vegna endurtekinna árása sinna á íslensku þjóðina.   Bresku blöðin eru farin að gera grín að honum og þeir eru fleiri og fleiri sem telja hann óhæfan sem leiðtoga þjóðarinnar.

Brown getur aldrei borið sig saman við Harold Wilson, eða Tony Blair. Til þess er hann ekki nógu ákveðinn auk þess sem hann er gersamlega taktlaus í mannlegum samskiptum. 

Það á eftir að koma í ljós þegar Ísland höfðar mál á hendur honum fyrir órökstuddar árásir sínar á þjóð okkar.  


mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ný Sauraundur í uppsiglingu

Verð að segja að ég skil íbúa þessa fallega húss. Auðvitað vilja þeir búa áfram í húsinu. En þegar torkennileg hljóð trufla friðinn hvað eftir annað varpar það að sjálfsögðu skugga á gleðina. Það hlýtur að vera sérstaklega óþægilegt þegar engar skýringar finnast. Eru þetta yfirnáttúruleg hljóð eða eiga þau sér eðlilega skýringu.

En eitt ráð get ég geefið íbúunum.  Það er að tala við Snorra í Betel og fá hann til að biðja fyrir húsinu og íbúm þess.  Snorri er með afbrigðum bænheitur maður og séu hljóðin af yfirnáttúrlegum uppruna getur Snorri þaggað þau niður.

 


mbl.is Vilja helst búa áfram í húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland gjaldþrota.

Það eru ekki margir dagar síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var nánast bannyrði á vörum stjórnvalda.  Okkur var tjáð að hann hjálpaði aðeins þeim ríkjum sem römbuðu á barmi gjaldþrots eða væru orðin gjladþrota.  Þá kæmi sjóðurinn inn með gjaldeyri og tæki um leið yfirstjórn efnahagsmála í viðkoamndi ríkis í sínar hendur.

Í gær töldu hins vegar þeir báðir, Geir og Björgvin, að til greina kæmi að sjóðurinn aðstoðaði okkur til að komast á lappirnar á ný.  Því vaknar sú spurning hvort íslenska ríkið sé nær því að vera gjaldþrota í dag en það var fyrir helgi þegar það var ekki inni í myndinni að leita hjálpar IMF.

Eftir því sem dagarnir liða finns manni einhvern veginn að stjórnvöld upplýsi ekki þjóðina um hver hin raunverulega staða er. Getur það verið að hin skuldlausa íslenska þjóð sé að verða gjaldþrota vegna afglapa leiðtoga hennar?

Við verðum að vona að samningaviðræurnar vð Rússa komi til með að ganga vel.  En við skulum vera alveg klár á því að í þeim eru við með bakið upp að veggnum. Svigrúmið er ekkert.

Kristinn Pétursson skrifaði flott blogg um hin góðu viðskipti sem við áttum á sínum tíma við Sovétríkin. Þeir fengu sjávarútvegsafurðir og minkaskinn fráokkur og við fengum olíu og Lödur frá þeim.  Það féll aldrei neinn skuggi á þessi samskipti og bæði ríkin undu glöð við sitt.  En nú er öldin önnur í Rússlandi. Stjórnvöld þar eru ekki minna gírug en í Bandaríkjunum.  Þau fara með ofbeldi gegn vanmáttugum nágrönnum sínum.  Við getum ekki búist við að þeir rétti að okkur einhverjar rúblur án þess að fá eitthvað í staðinn.  Verðum bara að vona að þeir reynsit sangjarnari í samningunum við okkur en þeir hafa verið í smaningum við Norðmenn um innflutning á eldisfiski.

En eftir stendur áleitin spurning um hvort íslenska lýveldið sé að verða gjaldþrota?


mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sara Palin í vondu máli

Pallin

Sara Palin hefur rækilega kynt sig sem sérlegan fulltrúa þeirra sem berjast gegn spillingu vestur í ríkjum Bush.  Fréttamenn og gárungar virðast samt ekki taka hana alvarlega enda hefur hún verið með eindæmum seinheppin þegar hún þarf að mæla eitthvað af viti.

En Sara er brosmild og höfðar til fólks vegna frískleika síns.  Reyndar hefur framkomu hennar og klæðaburði verið líkt miðlungs "softpornostjörnu" en ég ætla ekki að leggja mat á það.

En nú er Sara í vondu máli. Og það vegna spillingar. Málið er að á morgun verður lögð fram 236 blaðsíðna skýrsla um meinta spillingu fylkistjórnans í Alaska sem er einmitt Sara palin.

Hún er sökuð um að hafa látið reka lögreglustjórann, Walt Monegan, vegna þess að hann neitaði að reka lögreglumanninn, Mike Wooten, fyrrum mág Söru.  Wooten og systir Söru eiga í illræmdu skilnaðarmáli þarna vestra og varaforsetaefnið ku hafa tekið virkan þátt í atinu með því að vilja láta reka þennan mág sinn úr starfi.

Er lögreglustjórinn neitaði tók fylkistjórinn málið í sínar hendur og rak hann.

Skýrslan verður lögð fram vestra á morgun og er hún talin geta eyðilagt framavonir varaforsetaframbjóðandans.

 

 


Frá útlöndum

Alla vikuna hefur maður setið framan við sjónvarpsskjáinn til að fylgjast með blaðamannafundum Geirs og Björgvins í Iðnó. Verð að segja eins og er að allt þangað til á miðvikudag hafði ég trú á að þeir virkilega legðu sig fram um að leysa vandann og ávinna þjóðinni trúnaðartraust á ný.  Eftir föstudagsfundinn er maður hálf lamaður yfir getuleysi þeirra.  Forsætisáðherra gerði sig endanlega að fífli, sem betur fer á íslensku, þegar hann svaraði spurningu um hvaðan hann vænti gjaldeyris.  Svarið var eins barnalegt og það frekast gatr orðið; "Frá útlöndum", sagði Geir.

Í gæt kallaði hann Helga Seljan fífl og dóna og í dag svarar hann fréttamönnum sem eru virkilega að reyna aðvinna vinnuna sína af slíkri óvirðingu. Geir hefur lært eitt og annað af Davíð.

Björgvin stendur eins og illa gerður hlutur meðan Geir talar og þegar hann kemst að svarar hann engu.  Hann getur ekki einu sinni svarað því hvort hann sé sammála samflokksfólki sínu í afstöðunni til Seðlabanakastjóranna.  Hvað er þessi drengur að gera á þingi. Ég sé eftir atkvæðinu mínu þegar "minn maður" fer svona með trúnaðartraustið sem maður sýnir honum.  Hann verður alla vega að vera klár á því í hvaða flokki hann er og fyrir hvað sá flokkur stendur og fyrir hverju hann barðist fyrir kosningarnar.

Mér dettur ekki í hug að kenna ríkistjórn og Seðlabanka um hvernig fór fyrir bönkunum.  Eigendurnir kláruðu sig alveg sjálfir með að slátra þeim.  En ég kenni stjórnvöldum um að hafa ekki staðið vaktina og gripið í taumana strax þegar fyrstu viðvaranir komu.

Það eru alla vega 2 ár síðan bæði íslenskir og erlendir hagfræðigar fóru að benda á að krónan væri ekki nothæf í því viðskiptaumhverfi sem íslensku bankarnir og stóru fyrirtækin störfuðu í.  Hún var þrándur í götu sem stjórn og seðlabanki gerðu ekkrt með.  Þetta er staðfest í erlendu pressunni þessa dagana. m.a. N.Y.T. þar sem sagt er að ekki hafi verið hægt að hjálpa íslensku bönkunum í efnahagsvandanum vegna ónýts gjaldmiðils.

Fall krónunnar allt þetta ár ásamt aukinni verðbólgu hafa nú leitt til þess að í miðjum stormsveipnum eru allir hættir að taka við krónunni.  Við getum ekki tekið út úr hraðbönkum erlendis og ekki heldur borgað með Visakortinu í búðum.  Ástandið er mun verra en Geir og Björgvin héldu fram í dag.

Að minnast á gjaldmiðilisskiptingu er nánast eins og landráð í eyrum forsætisráðherra og Seðlabankastjóra því þá flyst stjórnun peningamála  frá Reykjavík til Óslóar eða höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu. Allt eftir því hvaða gjaldmiðill verður fyrir valinu.

Erlendis er talað um að Ísland sé í raun gjaldþrota. Frá Íslandi heyrði ég í dag (hátt settur embættismaður) að þjóðin væri "tæknilega gjaldþrota. Í Noregi taka menn ekki svo sterkt til orða en segja að Ísland geti orðið gjaldþrota.  Þarf ekkert að endurtaka Gordon Brown frá í gær. Hans skoðun var skýr. Hverjum eigum við svo að trúa? Ég vona að um leið og um hægist, helst um helgina, verði aðdragandi hrunsins kannaður. Þá um leið á að bera fram vantraust á bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og þar með færi ónýt ríkistjórn frá völdum. Að sjálfsögðu hefði átt að reka Seðlabankastjórnina strax síðast liðinn mánudag. Það verður fyrsta skrefið í að endurreisa tiltrú annarra þjóða á Íslendingum.  Þá sést allavega að við drögum einhverja til ábyrgðar.    

 

  

 


mbl.is Aðdragandi hrunsins rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í eina sæng

Það hefur svo sem heyrst fyrr að hagræða þurfi á íslenskum blaðamarkaði og þetta er aldeilis ekki fyrsta tilraunin til þess. Gamla vinstripresssan, Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið slógu sér saman um prentsmiðju. Dagblaðsmennirnir höfðu ekki lengi riðið einhesta eftir að þeir klufu sig út úr Vísi þar til þeir skriðu aftur í hlýjuna undir hjónasænginni og til varð Dagblaðið Vísir, seinna DV. Þetta eriu bara fá dæmi um hagræðingartilraunir á íslesnkum dagblaðamarkaði.

En í þetta sinn sýnist manni hægræðingin ætla að verða með broslegra móti.  Nú hugsa ég um Agnesi Bragadóttur sem brátt verður rannsóknarblaðamaður á Baugs/Árvakurs miðli.

Annars virðist mér að ástandið á fjölmiðlamarkaði á Ísæandi sé ekkert til aðskemmta sér yfir.  Það er með ólíkindum hve íslenskir fjölmiðlar berjast allatf í bökkum.  Það er eins og að ekki sé hægt að halda úti fjölbreyttum dagblöðum á eyjunni. Sem dæmi má nefna að það finnst næstum ekki það krummaskuð í Noregi sem ekki hefur sitt eigið dagblað og sum fleiri en eitt. Að vísu eru dagblöðin hér, bæði stór og smá, í eigu nokkurra fárra útgáfufyrirtækja. En samkeppnin er hörð á markaðnumm og blöðin og langt því frá að þau lepja fréttrnar úr sömu skál með sömu formerkjum og íslensku blöðin gera.

Það er sjaldgjæft að sjá norska ráðamenn sleppa jafn auðveldlega undan spurningum blaðamanna eins og maður hefur séð gerast á blaðamannafundunum í Iðnó síðustu dagana.  Blaðamenn sem koma með óþæglielgar spurningar eru heldur ekki kallaðir "fífl og dónar" þó þeir reyni að fá forsætisráðherran til að svara.   Undanfarna daga hefur mér fundist að íslensk stjórnvöld hafi helst ekkert viljað vita af fjölmiðlunum. Og það er líka eins og margir blaðamenirnir séu ekkert að hafa fyrir  því að fá aðrar upplýsingar til handa lesendum sínum en þær sem Geir og Björgvin hafa áhuga fyrir að segja frá.

En aftur að hagræðingunni. Hver er hin raunverulega staða Baugs og Árvakursmiðlanna. Eru bakhjarlar þeirra nógu  sterkir til að halda þeim úti. Hvað verður um 365 og Stöð2?  Hvað ferður um Morgunblaðið? Verður það bara einn ríkisfjölmiðill í framtíðinni sem kemur til með að matreiða þann boðskap er stjórnvöldum þóknast fóðra þjóðina á?

Fáum við okkkar PRÖVDU / Stórasannleik innan fárra mánaða.


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Matt og sannleikurinn

Menn hafa haldið því fram að orð Davíðs í hinu fræga kastljósi hafi reitt þá Braown og Darling til reiði. En eftir að hafa hlustað á Kastljósviðtalið við Árna Matthiesen læðist sá grunur sterklega að mér að hann hafi ekki sagt allan sannleikan þar. Mín skoðun er sú að Árni hafi vrið búinn að segja, sem skoðun ríkistjórnarinnar, hugmyndir Davíðs um að við myndum ekki borga.

Alla vega er engu líkara nú en að Darling hafi verið orðinn arfa vitlaus áður en Davíð mætti í Kastljósið.  Og þá var það enginn annar en Árni sem hafði haft samband við hann samkvæmt tímamælingum fréttanna.

Það er alla vega alveg á hreinu að einvher af leiðtogum okkar lýgur og sú lýgi hefur kostað þjóðina milljarða af milljörðum.


mbl.is Útvarpsviðtal lagði Kaupþing á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki beint smáfríður

480487

Verð að segja að hinn týndi Breti er  líkari hryðjuverkamanni í útliti en bæði Geir og Árni dýralæknir.

Við skulum vona að kappinn finnist svo við getum skilað honum aftur til Gordons og félaga.


mbl.is Lýst eftir breskum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikindaleyfi

Það þarf svo sem engum að koma á óvart þó heilsubrestur geri vart við sig hjá Seðlabankastjórunum þessa dagana.  Álagið á þá er auðvitað ómennskt. En þeir hafa við enga að sakast nema sjálfa sig.

Flestum ber saman um að þeir hafi ekki unnið starf sitt af þeirri fag og trúmennsku sem ætlast er til af fólki í æðastu stöðum þjóðfélagsins. Þá verða viðbrögð samfélagsins hörð og óvægin. Annað hvort verða menn að taka því eða þá hreinlega segja af sér.

Ég tel að það hefði verið miklu sterkari leikur af Ingimundi að segja af sér en að skríða í veikindaleyfi þegar hann getur ekki lengur setið undir gagnrýninni á eigin störf. Raddir úr Seðlabankanum um að mörg mistök hafi verið gerð létta ekki metnaðarfullra manna sem ekki geta skorast undan ábyrgðinni. Allir vita að Davíð tekur aldrei gagnrýni og sjálfsgagnrýni er ekki til í orðasafni hans. Slíkt er ekki til eftirbreytni.

Óska Ingmundi skjóts bata.


mbl.is Seðlabankastjóri í veikindaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

See My Friends

Þetta er tileinkað öllum sem vilja vera vinir.

Geir og Árna, Gordon og Alistair, Davíð og Ólafi R.

 

Hlustið  http://www.youtube.com/watch?v=S2Al7u0cKRk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband