Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þá er það fótboltinn á laugardaginn. Verð að segja eins og er að það er mín heitasta ósk að ÍSland nái þokkalegum úrslitum í Rotterdam. Það hefði svo ótrúlega mikið að segja fyrir þjóðarsálina okkar nákvæmlega núna.
Við getum rifist og skammast út af Davíð og Geir og öllum brennuvörgunum sem skilja þjóð okkar eftir í einvherjum verstu erfiðleikum síðan móðuharðindin gengu yfir landið. En við þurfum ekki að rífast og skammast út af landsliðunum okkar. Látum þau verða spegil okkar út á við. Stöndum öll við bakið á okkar mönnum og hugsum með stolti til þeirra á laugardaginn.
Ég fer ekkert fram á stórsigur gegn Hollendingum. Þeir eru með eitt af bestu liðum heimsins núna. En ég vona svo innilega að við töpum ekki stórt. Við eigu svo sannarlega skilið einn góðan gleðigjafa um helgina og þann getum við fengið með góðum úrslitum á vellinum.
Upp með þjóðarstoltið. ÁFRM ÍSLAND
![]() |
Sneijder fær að spila gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það bjóst eiginlega engin við því að Árni Matt, fjármálaráðherra, gæti varið aðgerðaleysi sitt og ríkisstjórnar Íslands. Tl þess er Árni einfaldlega ekki nógu sterkur stjórnmálamaður. Hann er ekkert.
En yfirklór Davíðs og "félaga" í Seðlabankanum er sorglega máttlaust yfirklór. Mistök hafa verið gerð. Það virðist lang flestum fjármálagreinum vera ljóst að saga Íslands þessa vikuna er saga mistaka á mistaka ofan. Einn bankaráðsmaður Seðlabankans segja mistök bankans mörg og alvarleg og sagði í kjölfarið af sér.
En Davíð og félagar halda því enn fram að þeir einir, aleinir, hafi engin mistök gert. Betur að veröldin öll gæti notið fjármálavisku Seðlabankastjórans STERKA
![]() |
Seðlabanki: Margt sagt sem ekki á við rök að styðjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á blaðamannafundinum í Iðnó í dag sagð Geir Hilmar að samskipti stjórnvalda væru að komast í eðlilegt jorf á ný eftir að hann hafði leiðtrétt, misklining aldarinnar, við Darling fjármálaráðherra Breta.
Skömmu seinna les maður í fréttum að Enn sé Gordon Brown, óvnsælasti forsætisráðherra Breta eftir John Mayor, að viðhorf Íslendinga til erfiðleika íslensku bankanna í Bretlandi seú algerlega óviðunandi. Enn hótar hann okkur málsókn.
Ummæli Brown passa illa við fullyrðingar Geirs.
Svo sagði Geir, eftir því sem fram kemur á visir.is að Helgi Seljan væri fífl og dóni. Það er líka lýgi ef rétt er eftir forsætisráðherranum haft. Helgi er pollrólegur og vel upp alinn Austfirðingur, Krónuseðill, sem bæði er skarp greindur og einstaklega kurteis ungur maður.
Geir H. Haarde hefur mér alltaf fundist einstaklega traustur stjórnmálamaður sem ekki fer með fílfsskap. Hann er líka sérdeilis prúður maður og treður engum um tær. Þess vegna kýs ég að túlka meint ummæli Geirs sem mismæli eða í versta falli sögð í leifturs-reiðikasti.
![]() |
Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrátt fyrir að búið sé að útiloka Glitni frá norsku Kauphöllinni er ekki algert svarnætti framundan hjá bankanum. Málið er að margir vilja kaupa Glitni.
Fjármálagreinirinn, Jan Erik Gjerland telur að nokkrir bankar hafi áhuga á að kaupa Glitni eftir að bankinn fékk 5 milljarða NOK aðstoð í Noregi í morgun.
SpareBank1 SMN, Handelsbanken og Nordea kunna öll að vera áhugasöm um að eignast Glitni sagði Gjerland í viðtali við norska netmiðilinn, E24.
![]() |
Gengistryggð lán verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er með ólkíkindum að sitja framman við sjónvrpið og hlusta á blaðamannafundi Geirs og Björgvins í Iðnó. Hvert einasta sinn sem íslenskir blaðamenn spyrja þá félaga óþægilegra spurninga svara þeir ekki öðru en einhverju sem engin spurði um. Dæmi um það eru spurningarnar frá Hauki Hauks og Helga Seljan.
Annað sem vekur athygli hér úti í Noregi er að stjórnvöld virðast ekki hafa áhuga á að leysa úr vandamálum almennings í Noregi sem á aura sína inni á reikningum í íslensku bönkunum hér. Jens og Kristin hafa lýst áhyggjumm sínum af því. Hegðun íslenskra stjórnvalda er dálítið einkennileg í ljósi þess að Noregur er eina landið sem boðið hefur Íslandi aðstoð í þessum hremmingum.
Læt hér fylgja með hluta af viðtali við Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra, í dn.no nú áðan.
"Uansett hvem som ender opp med regningen til slutt, er finansministerens budskap til kundene i Norge klokkeklart: Dere skal ikke tape en eneste krone på innskudd innenfor den norske garantiordningen på to millioner kroner".
Það fylgdi með að Kristin ætlar að krefjast svara frá íslandi
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af fréttum að dæma virðist stjórnarandstöðunni enn haldið utan við björgunaraðgerðirv ríkistjórnarinnar. Ríkistjórnin virðist heldur ekki upplýsa stjórnarandstöðuna neitt fram yfir fréttamenn um það sem hún er að bauka.
Það er því ekkert undrandi að trúnaðarbrestur sé að bresta á milli stjórnar og andstöðunnar og það er ekki ákkurat það sem þjóðin þarf á að halda núna og það staðfestir forsætisráðherra með sífelldu tuði um að allir standi saman. Hann þarf því að halda orð sín sjálfur.
Annað sem menn velta fyrir sér hvers vegna í ósköpunum ekki var farið strax í það að finna þá sem klikkuðu og draga þá til ábyrgðar. Þá væri Kaupþing í gangi í dag og gengi krónunnar kanski 20% hærra en í dag.
![]() |
Vilja umræður í þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er mikið talað um slæma lausafjárstöðu íslesnku bankanna. Bankarnir sjálfir hefu örugglega getað lappað örlítið uppá lausafjárstöðuna með því að skera aðeins niður laun stjórnenda fyrirtækjanna. Fyrrum bankastjóri Glitnis í Noregi, Frank O Reite, var einn best borgaði bankastjóri konungsríksins með um 700 milljónir í árslaun.
Læt hér fylgja með tengingar við norsku fjármálapressuna ef einhver hefur áhuga á að lesa það sem hún skrifar í dag:
http://www.na24.no/article2286240.ece NA24
http://www.dn.no/ DN forsíðan
http://e24.no/boers-og-finans/article2702667.ece E24
![]() |
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara fyrir tveimur og hálfum sólarhring lánaði ríkið Kaupþingi 500 milljarða til að fleyta bankanum áfram. Svo vaknar maður upp við að norska pressan greinir frá því að Kaupþing hafi verið yfirtekið af FME. Nokkuð sem menn, síðast í gær, sögðu að aldrei myndi gerast.
Nú á fólk að fara að krefja ráðamenn þjóðarinnar um hvað eiginlega er um að vera. Á kvöldin leggst fólk til hvílu og trúirv því að botninum sé náð og á morgun byrjum við að ganga upp brekkuna aftur. Svo vaknar þjóðin við nýtt rothögg næsta morgun. Má kanski reikna með að á morgun taki FME yfir Seðlabankan og að um helgina verði Ísland orðið að fylki í Noregi.
Alla vega eru nú kröfur um að norska ríkið kaupi allt hlutafé Kaupþings í Store Brand og örðum norskum stórfyrirtækjum þar sem Kaupþing hefur komið sér fyrir með mikið magn hlutabréfa. Ef Norðmenn á annað borð opna veskið til að kaupa rústirnar af Kaupþingi í Noregi geta þeir alveg eins klárað að brunaútsöluna á Íslandi með því að kaupa rústirnar upp. Hugsið ykkur að geta vaknað á mánudegi sem þegnar í konungsríki.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er ekki oft sem ég tek undir málflutning Michel Platini. Verð að segja eins og er að mér finnst hann forstokkaður hrokagikkur og það hefur mér fundist allt síðan hann var leikmaður Juventus. Það voru aldeilis ólíkir menn, Platini og danski Laudrup.
En nú get ég ekki annað en tekið undir með Fransmanninum. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni í enska boltanum, einkum í úrvalsdeildinni. Erlendir auðmenn eignast sífellt fleiri af félögunum. Fáir enskir þjálfarar finnst lengur enskur í Úrvalsdeildinni. Harry Redknap er að verða eins og síðasti Móhíkaninn þar. Og það sem verra er að Englendingar eru í minnihluta í öllum bestu liðum deildarinnar.
Það þykir bara gott hjá Liverpool að hefja leik með 2 enska leikmenn. Manchester U. býður einstaka sinnum upp á 4 englendinga í sínu byrjunarliði meðan það hendir að Arsenal hefur leik án nokkurs Englendings í byrjunarliði sínu. Hjá Chelsea hefja að jafnaði 2 Englendingar leik.
Svo eru menn hissa á að enska landsliðið sé jafn slakt og það hefur verið undanfarin ár. Leikmennina vantar einfaldlega reynslu. Sára fáir þeirra eru reglulega í Meistaradeildinni þar sem boðið er upp á besta fótbolta í heiminum.
![]() |
Platini ósáttur út í ensku liðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.10.2008 | 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er klukkan farin að halla í miðnætti hérna megin hafsins og draumalandið bíður. Eftir föðurlega ræður ráðamanna þjóðarinnar okkar lítur út fyrir að maður geti bara farið rólegur inn í nóttina. Og ef trúa á Seðlabankastjóranum verður morgundagurinn bara léttur og skemmtilegur í skauti. Krónan hlýtur að stíga og fara á flug fyrir helgi.
Þá er það bara Easy Living framundan.
http://www.youtube.com/watch?v=yQhS-fJ-LFs&feature=related
Bloggar | 8.10.2008 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar