Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Seppi og Dabbi

Río Ferdinand er góður kanttspyrnumaður og örugglega góður og greindur strákur. Jafnvel þó hann leiki med M.U. Hann er heldur ekki einn um að mislika ofríki Blatters hjá FIFA. 

Sepp Blatter hefur farið offari um kontóra FIFA síðan hann var kosinn forseti sambandsins. Og það er rétt hjá Ferdinand að hann hefur ekki látið kynþáttafordóma innan fótboltans til sín taka.  Hann einn fékk því ráðið að S-Afríka, sem enn á ekki nothæfan fótboltavöll á að sjá um HM 2010. Hann koma á sjónvarpssamningunum sem geriri ríku félögin ríkar en þau fátækari fátkæari.

En sjálfsagt hefur karlinn líka gert eitt og annað gott og engin vafi á að umgerð topp-fótboltans hefur gerbreyst við peningaaustur sjónvarpsstöðvanna. 

Það má því segja að Seppi og Dabbi Seðlabankastjóri eigi eitt sameiginlegt.  Þeir eru ráðríkir. 


mbl.is Ferdinand gagnrýnir FIFA og Blatter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússalánið og skilyrðin

Volga 1960Einhvern veginn gengur mjög illa að fá það út hjá Geir og Björgvini hvað hangi á spýtunni hjá Rússum láni þeir evrumilljarðana.

Kanski láta þeir sér nægja að við borgum með fiski sem engin önnur þjóð vill éta eins og forðum daga. Eða þá að þeir heimti gæðafisk eins og þeir krefjast af Norðmönnum. 

Svo gætu þeir líka farið fram að við keyptum aftur af þeim gæðabílana Volga og Gaz rússajeppana. Moskvich verksmiðurnar eru jú farnar á hausin svo það gæti orðið þrautin þyngri á fá keyptan nýjan Moska.  En það voru nú sjarmerandi bílar.


mbl.is Fundur um rússneskt lán á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til sjós með liðið

Ásberg RE 22Ég var eitthvað að velta fyrir mér sjávarútveginum okkar, sem allar götur hefur verið okkar tryggasta tekjulynd.  Nú ætla menn að hækka þorskverðið um 7% og hver veit nema þær auki þorskkvótann líka. Betur að sú yrði raunin.

Nú fundar ríkistjórnin og við bíðum eftir blaðamannafundi Geirs kl 16:00. Datt í hug í framhjáhlaupi að þegar stjórnvöld verða komin fyrir kröppustu sjóanna að þá ættu ríkisstjórnin í heilu lagi að ráða sig sem liðléttinga til sjós í smá tíma og komast að því hve andskoti það getur verið gaman að færa björg í bú. Eitthvað sem við lifum af. Á eftir er ég viss um

að þeim gengi miklu betur að ráðstafa aflahlutnum þannig að hann hafnaði ekki allur í höndum brennuvarga sem lékju sér að því að kveikja í seðlunum.

Myndi mæla með að Geir og Ingibjörg færu á frystitogara. Er viss um að Mái myndi redda þeim hálfdrættingsplássi á einvherju af Samherjaskipunum. Össur og Jóhann ásamt Þorgerði og Björgvini myndu örugglega una sér vel á loðnunni í vetur.  Hinir ráðherrarnir gætu svo farið á línubáta nema Árni Matt. Hann er óhaæfur til að vera um borð í bát á milli bryggja. Þess vegna væri Aðalbjörgin í Árbæjarsafninu fín fyrir hann.


mbl.is Ríkisstjórn Íslands á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talar í gegnum hjartað

Það verður aldrei af Bubba tekið að hann talar í gegnum hjartað.  Hann hefur sitt eigið tungumál og það er auðvelt að skilja fyrir hversu einfalt og oft einlægt það er.

Verðum bara að vona að þeir sem gleðjast nú yfir óförum rokkarans á efnahagssviðnu líði betur og fái gleðileg jól þegar að því kemur.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Bubba

Vonandi að Bubba takist að syngja baráttu og eldmóð í tónlekagesti á Austurvelli.  Ef ekki nú þá hvenær væri betra fyrir Jón forseta að snúa sér við í gröfinni. Taktföst rokktónlistin og sjálfstæðisbarátta ungra Íslendinga í dag ætti að hreyfa vel við honum.
mbl.is Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"I'm So Glad"

Þegar fréttaþulir RÚV höfðu lokið upplestir á harmafréttunum úr viðskiptalífi Íslendinga tóku Rokklandsmenn við stjórninni.  Engin getur legið þeim á hálsi fyrir að leggja ekki sitt af mörkum til að halda uppi jákvæðu hugarfari landans.  Fyrsta lag eftir fréttir var nefnilega flottasta tónleikaútgáfa súpergrúppunnar CREAM á laginu "I'm So Glad"

Takk fyrkr drengir


mbl.is Lokað í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er orðið "Heiður" ekki lengur til í íslensku

Það er búið að  vera fróðlegt að fylgjast með fréttum í norska sjónvarpinu í morgun.  Að sjalfsögðu hefur það sagt skilmerkilega frá björgunaraðgerðunum í Englandi og létu heldur ekki eftir liggja að segja frá afstöðu Brown og Darling til ummælanna frá Íslandi í gærkvöldi.

Enn á ný eru ráðamenn á Íslandi að eyðileggja orðspor þjóðarinnar með blaðri sínu um að það sé sjálfsagt að svíkjast undan að greiða skuldir sínar.

Þá segir frá því, á síðu 135 í textavarpi NRK, að ferðaþjónustan á Íslandi sé af ar glöð með ástandið og hyggist nýta sér það til að sleja lopapeysur sem aldrei fyrr. Fólk er hvatt til að koma taka sér ferð yfir hafið til eyjarinnar og fá peningana virði að fullu í höfuðborginni.

Það sem ferðaþjónustan á Íslandi gleymir, ef rétt er eftir haft á NRK, er að flugar til Íslands er þrisvar sinnum dýrara en að fljúga til Evrópulandanna þannig að hagnaðurinn af Íslandsreisunum verður ekki eins mikill og margir halda.

Á þessum féttum sést að maður getur stoltur setið fyrir framan sjónvarp og útvarp og hrifist af hverju höfiðngjarnir á Íslandi gleðjast yfir.

Litli verður Vöggur feginn.   


mbl.is Geir tjáir sig ekki um ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innkaupaferðir til Íslands = Óraunhæft

Við höfum verið að gantast með það í Ósló síðustu daga hvort Íslendingafélgið og söfnuðurinnn ættu ekki ekki að kýla efna til versluarferða til Íslands.  Nú er alvaran orðin slík að maður gantast ekki með íslenskt efnahagslíf.

En verslunarferðir til Íslands, frá Norðurlöndunum, eru ekki raunhæfar. Því miður þrátt fyrir að gengi krónunnar sé nú 22,90 NOK.  Ástæaðn er sú að bara flugmiðinn til Íslands kostar meira en 3 daga ferð með flugi og gistingu til Eystrasaltslandanna þar sem verðlag er frekar hagstætt fyrir okkur líka.

En það væri vissulega gjaldeyrisaukandi ef hægt væri að fá frændþjóðirnar á færibandi í verslunarferðir heim. Að því  ber að stefna.


mbl.is Til Íslands í innkaupaferðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgir Snæfellingar

Verð að segja að þetta var hetjuleg aðgerð hjá metnaðarfullu íþróttafélagi. Vonandi fylgja fleiri á eftir og reki félögin í samræmi við efnahagsumhverfið á eyjunn.

Það er deginum ljósara að laun Kanana í dag eru öllu hærri í krónum talið en þau voru um fyrir helgi.

 Gott framtak hjá ykkur Snæfellingar.


mbl.is Snæfell segir upp samningum við erlenda leikmenn og þjálfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI

Stabæk fagnaði ekki of snemma.  Þeir verða meistarar.
mbl.is Fagnaði Stabæk of snemma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband