Til sjós með liðið

Ásberg RE 22Ég var eitthvað að velta fyrir mér sjávarútveginum okkar, sem allar götur hefur verið okkar tryggasta tekjulynd.  Nú ætla menn að hækka þorskverðið um 7% og hver veit nema þær auki þorskkvótann líka. Betur að sú yrði raunin.

Nú fundar ríkistjórnin og við bíðum eftir blaðamannafundi Geirs kl 16:00. Datt í hug í framhjáhlaupi að þegar stjórnvöld verða komin fyrir kröppustu sjóanna að þá ættu ríkisstjórnin í heilu lagi að ráða sig sem liðléttinga til sjós í smá tíma og komast að því hve andskoti það getur verið gaman að færa björg í bú. Eitthvað sem við lifum af. Á eftir er ég viss um

að þeim gengi miklu betur að ráðstafa aflahlutnum þannig að hann hafnaði ekki allur í höndum brennuvarga sem lékju sér að því að kveikja í seðlunum.

Myndi mæla með að Geir og Ingibjörg færu á frystitogara. Er viss um að Mái myndi redda þeim hálfdrættingsplássi á einvherju af Samherjaskipunum. Össur og Jóhann ásamt Þorgerði og Björgvini myndu örugglega una sér vel á loðnunni í vetur.  Hinir ráðherrarnir gætu svo farið á línubáta nema Árni Matt. Hann er óhaæfur til að vera um borð í bát á milli bryggja. Þess vegna væri Aðalbjörgin í Árbæjarsafninu fín fyrir hann.


mbl.is Ríkisstjórn Íslands á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góður!

Heidi Strand, 8.10.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband