Bara ríkisbankar eftir á Íslandi

Bara fyrir tveimur og hálfum sólarhring lánaði ríkið Kaupþingi 500 milljarða til að fleyta bankanum áfram. Svo vaknar maður upp við að norska pressan greinir frá því að Kaupþing hafi verið yfirtekið af FME.  Nokkuð sem menn, síðast í gær, sögðu að aldrei myndi gerast.

Nú á fólk að fara að krefja ráðamenn þjóðarinnar um hvað eiginlega er um að vera. Á kvöldin leggst fólk til hvílu og trúirv því að botninum sé náð og á morgun byrjum við að ganga upp brekkuna aftur. Svo vaknar þjóðin við nýtt rothögg næsta morgun.  Má kanski reikna með að á morgun taki FME yfir Seðlabankan og að um helgina verði Ísland orðið að fylki í Noregi.

 Alla vega eru nú kröfur um að norska ríkið kaupi allt hlutafé Kaupþings í Store Brand og örðum norskum stórfyrirtækjum þar sem Kaupþing hefur komið sér fyrir með mikið magn hlutabréfa.  Ef Norðmenn á annað borð opna veskið til að kaupa rústirnar af Kaupþingi í Noregi geta þeir alveg eins klárað að brunaútsöluna á Íslandi með því að kaupa rústirnar upp.  Hugsið ykkur að geta vaknað á mánudegi sem þegnar í konungsríki. 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef nú reyndar rekist á nokkur blogg þar sem að menn rekja raunasögu sína á hlutlausan hátt og gera sér alveg grein fyrir því sem miður hafði farið.

Þau eru þó ekki nógu mörg og má kannski segja að bloggsamfélag Íslands, ásamt fréttaelítunni beri ákveðna ábyrgð á því að tala hlutina niður.

Ellert (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: Dunni

Júlli við getum verið nokkuð kátir fyrir að vera þar sem við erum í dag.

Auðvitað eru það útrásarvíkingarnir, er við vorum svo stolt af til skamms tím, sem bera mjög stóran hluta af þeim hremmingum sem við erum komin í sem þjóð. En megin sökin hlýtur alltaf að liggja hjá þeim sem gerðu "brennuvörgunum" kleyft að kveikja bálið sem þeir síðan áttu ekki brunabíla og slökkvitæki til að ráða við eldtungurnar.

Ríkistjórn Sjálfstæðis og Framsóknar sem ber ábyrgð á ófullkomnum lögunum og Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið brást eftirlitsskyldu sinni. Þar með tengist Davíð Oddson málinu frá öllum hliðum.

Dunni, 9.10.2008 kl. 12:17

3 identicon

Voru þetta ekki 500 miljón evrur en ekki 500 miljarðar króna??

Ólafur Gísli Agnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Dunni

Nákvæmlega, Ólafur Gísli.  Ónákvæmt hjá mér.

Dunni, 9.10.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband