Í eina sæng

Það hefur svo sem heyrst fyrr að hagræða þurfi á íslenskum blaðamarkaði og þetta er aldeilis ekki fyrsta tilraunin til þess. Gamla vinstripresssan, Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið slógu sér saman um prentsmiðju. Dagblaðsmennirnir höfðu ekki lengi riðið einhesta eftir að þeir klufu sig út úr Vísi þar til þeir skriðu aftur í hlýjuna undir hjónasænginni og til varð Dagblaðið Vísir, seinna DV. Þetta eriu bara fá dæmi um hagræðingartilraunir á íslesnkum dagblaðamarkaði.

En í þetta sinn sýnist manni hægræðingin ætla að verða með broslegra móti.  Nú hugsa ég um Agnesi Bragadóttur sem brátt verður rannsóknarblaðamaður á Baugs/Árvakurs miðli.

Annars virðist mér að ástandið á fjölmiðlamarkaði á Ísæandi sé ekkert til aðskemmta sér yfir.  Það er með ólíkindum hve íslenskir fjölmiðlar berjast allatf í bökkum.  Það er eins og að ekki sé hægt að halda úti fjölbreyttum dagblöðum á eyjunni. Sem dæmi má nefna að það finnst næstum ekki það krummaskuð í Noregi sem ekki hefur sitt eigið dagblað og sum fleiri en eitt. Að vísu eru dagblöðin hér, bæði stór og smá, í eigu nokkurra fárra útgáfufyrirtækja. En samkeppnin er hörð á markaðnumm og blöðin og langt því frá að þau lepja fréttrnar úr sömu skál með sömu formerkjum og íslensku blöðin gera.

Það er sjaldgjæft að sjá norska ráðamenn sleppa jafn auðveldlega undan spurningum blaðamanna eins og maður hefur séð gerast á blaðamannafundunum í Iðnó síðustu dagana.  Blaðamenn sem koma með óþæglielgar spurningar eru heldur ekki kallaðir "fífl og dónar" þó þeir reyni að fá forsætisráðherran til að svara.   Undanfarna daga hefur mér fundist að íslensk stjórnvöld hafi helst ekkert viljað vita af fjölmiðlunum. Og það er líka eins og margir blaðamenirnir séu ekkert að hafa fyrir  því að fá aðrar upplýsingar til handa lesendum sínum en þær sem Geir og Björgvin hafa áhuga fyrir að segja frá.

En aftur að hagræðingunni. Hver er hin raunverulega staða Baugs og Árvakursmiðlanna. Eru bakhjarlar þeirra nógu  sterkir til að halda þeim úti. Hvað verður um 365 og Stöð2?  Hvað ferður um Morgunblaðið? Verður það bara einn ríkisfjölmiðill í framtíðinni sem kemur til með að matreiða þann boðskap er stjórnvöldum þóknast fóðra þjóðina á?

Fáum við okkkar PRÖVDU / Stórasannleik innan fárra mánaða.


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband