Sara Palin í vondu máli

Pallin

Sara Palin hefur rækilega kynt sig sem sérlegan fulltrúa þeirra sem berjast gegn spillingu vestur í ríkjum Bush.  Fréttamenn og gárungar virðast samt ekki taka hana alvarlega enda hefur hún verið með eindæmum seinheppin þegar hún þarf að mæla eitthvað af viti.

En Sara er brosmild og höfðar til fólks vegna frískleika síns.  Reyndar hefur framkomu hennar og klæðaburði verið líkt miðlungs "softpornostjörnu" en ég ætla ekki að leggja mat á það.

En nú er Sara í vondu máli. Og það vegna spillingar. Málið er að á morgun verður lögð fram 236 blaðsíðna skýrsla um meinta spillingu fylkistjórnans í Alaska sem er einmitt Sara palin.

Hún er sökuð um að hafa látið reka lögreglustjórann, Walt Monegan, vegna þess að hann neitaði að reka lögreglumanninn, Mike Wooten, fyrrum mág Söru.  Wooten og systir Söru eiga í illræmdu skilnaðarmáli þarna vestra og varaforsetaefnið ku hafa tekið virkan þátt í atinu með því að vilja láta reka þennan mág sinn úr starfi.

Er lögreglustjórinn neitaði tók fylkistjórinn málið í sínar hendur og rak hann.

Skýrslan verður lögð fram vestra á morgun og er hún talin geta eyðilagt framavonir varaforsetaframbjóðandans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband