Vilhjálmur með tóma vitleysu

Ég hef aldrei verið í sama bát og Vilhjálmur Egilsson á hinum pólitíska sjó. Hitt er annað mál að ég hef alltaf lagt við hlustirnar þegar hann hefur eitthvað fram að færa því það er sem oftast einhver broddur og góðar hugmyndir í því sem hann segir.  En í kvöld brást honum algerlega bogalistin er hann átti að rökræða við Ögmund um IMF.  Því miður mætti Vilhjálmur algerlega óundirbúinn í Kastljósið og bullaði gamla frjálshyggjufrasa.

Ögmundur mætti hins vegar stígvélafullur af upplýsingum í þáttinn.  Vitnaði í nýjustu skírslu sjóðsnins þar sem tíunduð eru þau skilyrði sem sjóðurinn setur þeim löndum sem hann kemur til hjálpar.  Auðvitað er ástandið öðruvísi hér á landi en í Mósabík og Argentínu. En það eru litlar líkur á því að sjóðurinn bylti vinnureglum sínum þegar hann ætlar að hjálpa Íslandi. 

IMF leggur höfuð áherslu á frjáls markaðviðskipti og sem allra minnst afskipti ríkisins af viðskiptalífinu.  Við erum einmitt að ganga í gegnum reynsluna að því núna.  Og okkar litla hagkerfi þoldi einfaldlega ekki frjálshyggjuna  Blaðran sprakk og efnahagur þjóðarinnar fauk út í veður og vind.  Við þurfum ekki á IMF að halda til að endurreisa það kerfi aftur.  Við þurfum að líta til Norðurlandanna sem búa við miklu blandaðra hagkerfi en við. 

Í Noregi er kreppa. Og hún kemur illa við bankana. En hér er stöðugleiki. Ríkið á um 30% í stærstu bönkunum og hefur því fulla yfirsýn um hvað er að gerast á markaðnum.  Gengið er nokkuð tryggt og verðbólga í lágmarki. Ríkið á nægan gjaldeyri og ekki er hætta á stöðvun hjóla atvinnulífisins og fjöldaatvinnuleysi.  Ljóst er þó að atvinnuleysi mun aukast og það mest á kostnað útlendinga sem komið hafa í haugum hingað til að vinna í byggingariðnaðinum.

Noregur nær sér út úr kreppunni á 2 - 4 árum meðan Ísland verður að eyða 10 - 20 árum í að koma þjóðinni aftur á það efnahagsstig sem hún var á fyrir ári síðan.  Þökk sé stöðugleika í efnahagskerfinu.


mbl.is IMF tilbúinn að hjálpa Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband