Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Mikið andskoti höfðum við heppnina með okkur í kvöld

Liverpool lék einhvern sinn daprasta leik í Meistaradeildinni frá upphafi í kvöld.  Steven Gerrard var gersamlega klipptur út út leiknum af Maniche sem fylgdi honum eins og skugginn. Carragher sýndi tvisavar í leiknum það sem af honum er ætlast en að öðru leyti var hann eins búast má við af  firmaliðs miðverði hjá Kaupþingi.  Daniel Agger var okkar besti maður í kvöld. Synd að hann skuli ekki hafa kórónað frábæran leik sinn með því að skora eins og eitt eða tvö mörk úr færunum fjórum sem hann fékk. En það kemur með fleiri leikjum.

Vítaspyrnan!! Vítaspyrnudómurinn, sem bjargaði andliti okkar í kvöld, er einhver sá vitlausasti í sögu Meistaradeildarinnar.  Auðvitað átti Spánverjinn að fá aukaspyrnu og Gerrard gult spjald fyrir loftárásina á  varnarmanninn.  En sænski línuvörðurinn er, eins og ég, stuðningsmaður Liverpool og sá atvikið með þeim gleraugum.  Dómarinn dæmdi ekkert fyrr en línuvörðurinn veifaði sem á þjóðhátíðardegi væri.

Nú er ég búinn að hlusta á Svíana, sem eiga dómaratríóið, dönsku fótboltafræðingana, þá norsksu og einn þýskan og allir telja línuvörðurinnhafi verið dópaður.

En mér er alveg sama um það og þakka bara fyrir dýrmætt stigið.  Allir hafa jú rétt á að gera mistök í leik. Líka línuverðir.  Annars var dómararíóið arfa slakt. Liverpool átti að fá tvö víti áður en þeir fengu víti og Spánverjarnir áttu alla vega eitt víti skilið ef ekki tvö.  En svona er þetta stundum

En það besta við kvöldið voru úrslitin í Róm.  Getum alla vega glaðst yfir þeim ekki satt. 


Dapurt hjá mínum mönnum í LFC

Skelfing var fyrri hálfleikurinn dapur hjá Liverpool.  Sendingarnar voru margar arfa slakar og fá virkileg marktækifæri buðust.  Gestirnir fengu tvö og nýttu annað eftir að hafa gert Aurelio og Carra að kjánum.  Hvorugur þeirra hefur getu til að spila fyrir Liverpool.

 

En ef Benni leggur meiri áherslu á skyndisóknir upp kantana ættum við að fá fleiri möguleika. Þessi andskotans reitabolti sem þeir eru að dunda sér við á eigin vallarhelmingi er vonlaus.

En við tökum þetta í seinni hálfleik. Þó ekki væri til annars en að vinna meðan Chelsea tapar í borginni eilífu.


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Bogi

Ákvörðun Boga kemur mér alls ekki á óvart.  Bogi var sýslumaður á Eskifirði á sínum tíma og sýndi aldrei neitt annað af sér þar en heiðarleika og trúmennsku.  Þess vegna er ákvörðun hans um að koma ekki nálægt bankarannsóknunum algerlega í takt við það sem búast mátti við frá Boga Nílssyni.

Það verður gaman að vita hvort Sigurður Valtýsson fylgir í fótspor Boga.  Eitt vitum við. Hann fær ekki hvatningu til þess frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. 


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru allir bankastjórnendurnir glæpamenn

Á herjum degi sem liðið hefur hefur komið eitthað misjafnt upp sem þreifst í kerfinu. Nú virðast fréttirnar að vera að topp allt sem áður hefur komið fram.  Í gær kom í ljós að Jón Ásgeir tíndi 1500 milljónir af einhverju huldu-peningatréi og í nú kemur frétt um að forkólfar Kaupþings virðast hafa stolið litlum 100 milljörðum úr bankanum á síðustu metrunum í lífi hans.  Og þetta voru mennirnir sem stjórnvöld og almenningur vonaðist til að myndi lifa kreppuna af til að taka þátt í björgunarafrekinu mikla í Reykjavík.

Ef fréttir síðustu daga eiga við rök að styðjast virðast engin takmörk fyrir spillingu stórlaxanna á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gaf vinum og flokksbræðrum bankana sem síðan reynsat launa ofeldið með því að stela öllu sem hægt er að stela.

Það liggur við að réttlætanlegt sé að henda svona glæpalýð í fangelsi án dóms og laga.  Siðblindan er algjör ef fréttirnar eru sannar.


mbl.is 100 milljörðum skotið undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristín og Þorsteinn

Kristinþá flyst þessi aldraði höfðingi hafsins eina ferðina en á milli bæja.  Ef ég man rétt þetta gamli Þorsteinn RE 303.  Einn af Austur-Þýsku bátunum sem smíðaðir voru í Boizenburg á árunum 1964-1967.  Fyrstu bátarnir af þessari tegund sem til landsins komu voru Krossanes SU 320 og Keflvíkingur Ke 100.  Held að Þorsteinn hafi ekki komið til landsins fyrr en veturinn 1965.

Flestir þessir bátar áttu það sameiginelgt að vera mikil aflaskip á síldinni.  Traustir góðir en klossaðir og hráir eins og austur-þýsku bátarnir gjarnan voru ef frá eru taldir 74 tonna trébátarnir.  Hef sjálfur verið á þremur þessara báta, Krossanesinu, Sighvati og Hrafni Sveinbjarnarsyni. 

Á myndinn, sem ég stal á mbl.is og er tekin af Hafþóri Hreiðarssyni á Húsavík, er báturinn algerlega óþekkjanlegur frá sinni upprunalegu mynd. Var fallegri þá en nýtist að sjálfsögðu betur í dag.


mbl.is Kristín GK verður Kristín ÞH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf sama andskotans nöldrið í Wenger

Það er alveg með ólíkindun hve hinn frábæri knattspyrnustjóri, Arsene Wenger, hefur litla sjálfsgagnrýni.  Í hver einasta sinn sem sem Nalarnir tapa finnur hann allltaf einhverja hvöt hjá sér til að kenna öðrum en sjálfum sér og leikmönnunum um.  Ekki einu sinni Ferguson er eins smásmugulegur og Wenger hvað þetta varðar.  Wenger skeytir jafnvel skapi sínu á vallarstarfsfólki svo fáránlegt sem það er nú.

Liverpool náði aðeins jefntefli við Stoke á Anfield um daginn.  Ekki var Benni að kenna dómurunum um tvö töpuð stig eða þá hörku leikmanna Stoke.  Benitez sagði einfaldelga að þeir hefðu einfaldlega ekki verið nógu góðir.

Þá sjaldan Chelsea tapaði undir Murino varð hann alltaf grautfúll.  En hann úthúðaði ekki dómurum eða andstæðingunum.  Arsene Wenger verður að fara að vaxa upp úr þessari barnalegu áráttu sinni og einbeita sér að sínum eigin leikmönnum þegar hann þarf að skeyta skapi sínu á einherjum eftir tapleiki Arsenal.  Þetta er leiðinlegur blettur á lang næstbesta stjóranum í enska boltanum


mbl.is Wenger sakar Stokemenn um hrottaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík í blindgötu

Engu er líkara að síðan núverandi borgarstjórnarmeirihluti var myndaður en að hann rati ekki um borgina og hafi þvælst inn í blindgötu þar sem hann er villtur. Ekki hefur heyrst múkk frá Hönnu Birnu sem ætlaði að taka stjórnina með trompi og redda Sjálfstæðisflokknum úr þeim niðurlægignar flór sem hann var fallinn í.  Það er einna helst að maður heyri eitthvað frá Gísla Marteini í Skotlandi.

Það bjóst engin við því að fjósamaður Guðna Ágústssonar myndi láta að sér kveða.  Óskar er eins og doðasjúkur nautkálfur og gerir sér sennilega enga grein fyrir hvað seta í borgarstjórn þýðir og hvað þá það embætti sem hann gegnir.

Þess vegna ber að fagna frumkvæði Samfylkingarinnar um átak í atvinnumálum borgarinnar.  Þetta er í fyrsts sinn sem maður heyrir einhvern á Íslandi  leita til Finnlands eftir hugmyndum um endurreisn efnahagskerfisins.  Finnar eru svo sannarlega ljóslifandi dæmi hvað þjóð á barmi gjaldþrots getur gert til að rífa sig upp úr öldudalnum.

Frá því Sovétið leið undir lok og Nokia var smáfyrirtæki sem framleiddi gúmmiskó og bíldekk er það orðið að einu verðmætasta fyrirtæki Evrópu í dag. Var Verðmætasta fyrirtækið árið 2004 ef ég man rétt.

Áfram Ísland.  Horfum til Finnlands eftir hugmyndum.  Ekki fáum við þær frá sauðahjörðinni sem nú ræður ríkjum í stjórnaráðinu og Ráðhúsinu.  

  


mbl.is Reykjavík á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verden taper 350 mrd på Islands banker

Ég ætla ekki að þýða þessa frétt af norska netmiðlinum e24.  En linkurinn fylgir hér með svo hver em vill getur sjálfur lesið.   Svo er bara að margfalda milljarðana 350 með 20 til að finna út tapið í íslenskum krónum.

http://e24.no/utenriks/article2749652.ece


Varaði við Íslands-krísunni 2001

Undanfarnar vikur höfum við heyrt að þegar árið 2004 hafi aðvörunarorð verið farin að berast íslenskum stjórnvöldum um að þjóðin væri á villigötum í peningamálum. Á leið til glötunnar.

Nú les ég í DN að árið 2001 hafi Seðlabankinn beðið Nóbelsverðlaunahafann, Joseph Stiglitz, um að rannsaka og gefa ráð um hvert jafn lítð og opið efnahagskerfi sem á Íslandi væri bæri að stefna og hvað hægt væri að gera. 

Stiglitz skilaði skýrslu um málið en hún hafnaði í skúffu Seðlabanakstjórnarinar án þess að á hana væri litið. 

"2001 ba den islandske sentralbanken, Sedlabanki, nobelprisvinner Joseph Stiglitz om å studere hva en liten, åpen økonomi som Island burde og kunne gjøre, skriver Finansavisen.

Analysen ble laget, med advarsler og forslag til tiltak, men havnet i skuffen, ifølge avisen."

Nú spyr maður enn og aftur.  Af hverju var þessi skýrsla ekki kunngerð?  Hvers vegna var ekki farið eftir ráðum Nóbelshafans?  Eða hvaða vitleysur voru í skýrslunni ef hún var ónothæf fyrir efnahgaskerfi okkar? 


Veifa undirskrift þjófa og þykjast saklausir

Ef ég legg leið mína í banka og bið um l000000 í lán og fæ það á bankinn fulla kröfu á því að ég borgi peningna til baka að fullu og með vöxtum. Jafnvel þó ég fari með alla peningana í spilavíti í Mónacó eða Las Vegas og tapi hverri einustu krónu.  Ef vinur minn, bankastjórinn, sæi aumur á óheppni minni og rétti mér undirsrkifað plagg sem staðfestingu á því að sökum óheppni minnar þyrfti ég ekki að borga skuldina, væri hann að stela peningum frá bankanum og ég tæki þátt í þjófnaðinum.

Bankastjórar gamla Kaupþings eru því ekkert annað en þjófar ef þeir hafa hjálpað starfsfólki sínu að stela milljörðum króna frá bankanumí formi niðurfellinga á greiðslu hlutabréfa. Og ef þetta er ekki refsiverð spilling þá spyr ég hvað þarf til að vinna sér óhelgi íslenskra laga.  Að stela kókdós Bónus er refsivert.  En svo ætla menn að komast undan eftir að hafa stolið milljörum frá Kaupþingi.

Undirskrift þjófa eru einskis nýtar.  Starfsmennirnir eiga að greriða hverja krónu til baka og bankastjórarnir eiga hvergi betur heima en á Hrauninu eftir tilraun til stórþjófnaðar.


mbl.is Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband