Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Misskilningurinn & Björn Bjarnason

Ef Björn Bjarnason telur það eðlilegt að Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilson komi nálægt kortlagningu eða rannsókn á bankahruninu, þar sem þeir eiga báðir syni se tengjast bönkunum, er hann í bestafalli siðblindur ef ekki siðspilltur. 

Ég veit að það efast engin um heiðarleika Boga Nilsonar. En mér finnst það pínlegt að hann skuli hafa látið hafa sig út í þetta verkefni.  Hann veit að spurningin hæfni hans mun koma upp og svarið getur aldrei orðið annað en, "vanhæfur"  Svona gera menn ekki í lýðræðislöndunum í kringum okkur.

Þessi afleikur dómsmálaráðherra eru enn ein afglöp hans í embætti og enn eitt dæmið um að ríkistjórninni er fyrirmunað að taka réttar ákvarðanir í efnahagskreppunni. Enn eitt tivlikið sem fær fólk í nágrannalöndunum til að hlæja að íslenskum stjórnvöldum og Íslendingum almennt fyrir að búa við þetta skrípalýðræði sem við höfum kosið yfir okkur kjörtímabil eftir kjörtímabil 


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snarbrjálaður maður

Phil SpectorPhil Spector ber tvímælalaust einna hæst þegar talað er um upptökustjóra á poppplötum á síðustu öld.  Ótal margir tónlistarmenn nutu hans í gegnum tíðina.   Hann varð þekktur snemma á 7. áratugnum er hann starfaði með stelpusveitum eins og The Crystals þar sem hann þróaði The Wall Of Sound hljóminn. Það var meiriháttar þróun frá hinu hundleiðinlega og mjóróma "soundi" sem þá var eins á öllum plötum.

Sennilega náði Spector toppnum á ferli sínum er hann stjórnaði upptöku á langinu River Deep Mountain High með Ike & Tinu Turner.  Það framlag hans er oft talað um sem best "produseraða" lag poppsögunnar.

Annar toppur á ferli hans er tvímælalaust samvinna hans með George Harrison á fyrstu eiginlegu sólóplötu Harrisons, þríburaverkinu All Things Must Pass. Sú plata er ótrúlega vel unnin í alla staði og stendur meðal bestu verka sem drengirnir í The Beatles létu eftir sig.

Þá stjórnaði Spector upptökum á vinsælustu plötu John Lennon, Imagine. Ágæt plata á sinn hátt en ekki sambærileg við bestu verk Spectors.  Hann var líka með puttana í upptökunum á Let It Be, síðustu Bítlaplötunni, í óþökk George Martin.  Þrátt fyrir mörg góð lög á þeirri plötu verður hún seint talið meistarastykki.

Reyndar vann Phil Spector mikið með John Lennon í gegnum tíðina.  Í gegnum það samstarf vann hann einnig með þjóðverjanum Harry Nilson sem reyndi fyrir sér í tónlistarbransanum með misjöfnum árangri.  Frægasta lag hans var Badfinger lagið Without You.  Aannars varð Nilson mest þekktur fyrir að hafa verið með John Lennon, Ringo Starr og Keith Monn á fyellríi í heilt ár.

Nú er Phil Spektor grunaður um morð.  Það er aldeilis ekki í fyrsts skipti sem hann er bendlaður við, allavega, morðhótanir en hann tók kast er þeir Lennon unnu að Imagine . Þá læsti hann sig inni með fullkláraðar upptökurnar og hótaði að skjót Lennon er hann huðist nálgast þær.  Lennon gaf sig þó ekki og þá hótaði Spector að skjóta sjálfan sig.  Hann lét það þó ógert.

En á næstu vikum verða örlög þessa kjexruglaða snillings ráðin.  Ekki kæmi mér á óvart þó hann yrði fundinn sekur. Vona þó ekki.  Nafn hans engist alltof mörgum góðum minningum til þess að maður geti hugsað sér hann í grjótinu það sem hann á ólifað.  

 

Læt fylgja videó af The Ronetts flytja lagið Be My Baby en þar varþávrandi eiginkona Spectors, Ronnie Spector í fylkingarbrjósti.

 


mbl.is Réttarhöld hafin á ný yfir Spector
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk fífl eða hefur ríkistjórnin ekkert lært

Jón Áasgeir greiðir sjálfum sér 6,4 milljarða fyrir 365 miðla. Hann heldur sem sagt áfram sama mattadorleiknum og áður.  En þó virðist hann eiga 15000 milljónir í rassvasanum til að færa næsta vasa.  Ef kaupin á eyrinni eru í raun svona auðveld þá er það mér undrunaefni af hann gat ekki  hrist einhverja milljaðra úr öðrum vösum sínum til að létta einakbanka hans, Glitni, aðeins róðurinn.  Það hefði sparað samfélaginu mikla armæðu.

 Það lítur helst út fyrir að menn haldi áfram þeim fáranlega leik að kaupa gjaldþrota fyrirtæki fyrir offjár af sjálfum sér og færa á milli kennitalna.  Er ekki þetta einmitt vandamálið sem setti samfélagið á hausinn fyrir rúmlega mánuði síðan.  Kaupin gerast í skjóli handónýtra nýfrjálshyggjulaga sem núverandi Seðlabankastjóri ber ábyrgð á.  

Svo virðist sem Geir Haarde og ríkistjórn hans hafi ekkert lært af atburðum síðustu vikna.  Af hverju er ekki búið að setja fyrir þennan leka laganna.   Eða eru þettabara eðlilegir viðskiptahættir og fólkið sem þá ekki skilur er þá bara fífl?


mbl.is Kaupverðið á 365 6,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við semja við þessa andskota

Það er fallega boðið af af Jónasi að lána okkur drjúga vasapeninga, 4 milljarða NOK og bjóða að Norðmenn taki að sér að miðla málum í deilunni við Breta.  Norðmenn eru vanir menn á þeim vettvangi.  Þeir leystu jú þorskastríði til lykta fyrir okkur. Svo hafa þeir leitt friðarsamninga milli Ísralels og Palestínumanna auk skæruliða Tamíla og ríkistjórnar á Sri Lanka.  Reyndar hafa norsku samningarnir ekki leitt til frirðar þar en þorskast´riðssamningarnir hafa haldið að mestu.

Norðmenn eru sennilega eina utanaðkomandi þjóðin sem hefur möguleika á að leiða sáttarviðræður við Breta ef við kærum okkur um.   En við getum ekki sæst við þessa andskota fyrr en þeir eru búnir að gera upp í Kaupþingsklúðrinu.  Sú aðgerð og kjafturinn á Darling og Brown hefur raunverulega kostað okkur sjálfstæðið.  Og það á að vera dýru verði keypt.


mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas, Ísland og Noregur

imagesJonas Gahr Støre er sá stjórnmálamaður norskur er mestrar virðingar nýtur í heimalandi sínu.  Það er því óhætt að hlusta og taka mark á orðum hans.

Nú er Jonas á íslandi að kynna sér ástand mála.  Hann hefur lýst því yfir í norskum fjölmiðlum að ástandið á Íslandi sé svart og að í þetta sinn sé það ekki vegna náttúruhamfara heldur af mannavöldum.  En sökum frændsemi þjóðanna og fyrri tengsla verði Normenn að stilla umm í liðnu sem kemur Íslandi á lappirnar aftur.

 Normennirnir tala mikið um sameiginlega hagsmuni þjóðanna og þeir eru sjálfsagt all miklir.  Það skiptir báðar þjóðir miklu máli að vernda fiskimiðin í Norður Altlandshafinu.  En hagsmunir Norðmanna af að hjálpa Íslendingum eru ekki bara fólgnir í vexti á þorski og síld.  Þeir geta ekki hugsa þá hugsun til að við vendum okkur til ESB og skiljum þá eina utan við Evrópusambandi.  Það þýðir að við náum betri mörkuðum en þeir í Evrópu og getum m.a stjórnað því, með örðum fiskveiðiþjóðum sambandins, hvaða samningum þeir ná fyrir sínar sjávarútvegsafurðir.  Þar fyrir utan hefðum við ESB sem bakhjarl þegar kæmi að samningum við Norðmenn um veiðar Barentshafinu og Svalbarðasvæðinu. 

Svo er það Rússaógnin sem norsk stjórnvöld vilja helst ekkert um tala.  En stjónarandstaðan heldur ekki kjafti um hvað gerast kunni í Norður-Atlandshafinu komist þeir bakdyramegin að Íslendingum með rausnarlegu láni á krepputímum.    Það er hið ráunverulega stóra pólitíska mál en ekki hvort sjómenn okkar veiði nokkra þorsktitti eða síldarbröndur á norska fiskveiðisvæðinu.

En það er staðreynd að almennningur í Noregi hefur sterka samúð með íslensku þjóðinni núna.  Meðan það hlær að flónunum í íslenska stjórnarráðinu og hefur skömm á apaköttunum í seðlabankanumveit það að hin vinnandi maður á íslandi ber afar takmarkaða ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á eyjunni.  Norska þjóðin ber hlýhug í brjósti til Íslendinga.  Okkur ber að sýna henni þakklæti fyrir það.

 


mbl.is Gahr Støre: Djúp og sterk tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV og Jón Ásgeir

025Nú er svo komið að fjölmiðlar landsins eru komnir á tvær hendur.  Þjóðin á RÚV en Jón Ásgeir hina fjölmiðlana.  Það er því ljóst að nú er sú litla samkepnni sem var í fjölmiðluninni að engu orðin.  Jón Ásgeir er orðinn stærsti hluthafi í Árvakri og þar með kominn með Moggan í rassvasann samþykki samkeppniseftirlitið kaupin. Hann á líka Fréttablaðið, og ljósvakamiðlana sem tilheyrðu 365 þar til í gær.

Þetta væri svo sem gott og blessað í venjulegu árferði þar sem hver fjölmiðill hefði sjálfstæða stjórn og ritstjórnarlegt frelsi. En því er ekki að heilsa.  En eftir því sem mér skilst hefur samstarf ritsjórnanna á 365 miðlunum alltaf verið að aukast. Að sjálfsögðu í sparnaðarskyni.  Þannig að sama fólkið er meira og minna að grauta á milli fjölmiðlanna. Þetta er að sjálfsögðu afleitt og sennilega ein ástæða þess að íslensku fjölmilarnir eru hver öðrum líkir.  Maður fær sömu fréttirnar með sama vinklinum hvort sem maður les Moggan eða Fréttablaðið. þannig eru bæði blöðin að fremja seigdrepandi sjálfsmorð.  Fólk missir áhuga fyrir þeim.

 Það þarf ekki annað en að fylgjast með skrifum blaðanna um efnahagshrunið síðasta mánuðinn.  Sömu fréttir, sömu viðmælendur, sömu vinklar og sömu svör.  Reyndar hefur RÚV-ið og vísir.is verið reynt að fara aðrar leiðir og heppnast nokkuð vel. vísir.is er oftast fyrstur með fréttirnar á vefinn og þar virðast blaðamenn vera öllu herskárri en á Mogganum og Fréttablaðinu. Bylgjan og Stöð2 taka svo gjarnan upp fréttirnar á Vísi og pakka þeim inn í bómull áður en þær fara í loftið í ljósvakamiðlunum. Þá bæði orðnar "old news" og hundleiðinlegar.   

Því miður eru stjórnmálamennirnir búnir að læra svo á pressuna og komnir með blaðamennina í brjóstvasann að þeir kalla þá sem ekki fylgja formúlunni fífl og dóna.  Og komast upp með það án þess að nokkuð sé gert.

Dagblaðið er eins og útsker í fábreyttri fjölmiðlaflóru Íslands.  Það er un beinskeyttara og skemmtilegra yfirlestrar þegar um fréttir er að ræða.  Það hefur náð sér í unga og graða blaðamenn sem segja fréttirnar á alþýðumáli sem hver maður skilur. Það er það sem er skemmtilegt og fróðlegt.

 


mbl.is Samningur 365 og Árvakurs stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll Ólafsson Austfjarðaskáld

Sem ég sat við skriftir og hlustaði á þáttinn "Okkar á milli" á gömlu góðu Gufunni heyrði ég að rætt var um Pál Ólafsson Austfjarðarskáld og ritstjóra.   Páll var maður hinn skemmtilegasti og góðvinur flöslkunnar.  Er Páll hafði fengið sér á tönnina fór hann gjarnan í visitasíur á milli bæja.  Oftar en ekki sló hann fram vísum og lét þá margt flakka. Bæði blautlegar og virðulegri kveðskap.  Eitt sinn kom hann að bæ á héraði þar sem honum leist vel á vinnukonu og heimasætu óðalsins.  Páli fannst stúlkurnar veita sér litla athygli og kastað fram þessari vísu. 

Eitilhart er undir mér,

eins og það væri flöskugler.

Stilltar kalla ég stúlkur hér,

að stinga honum ekki inn hjá sér.


Til Hamingju Stólar

Alltaf unaður fyrir ykkur að sækja sigur suður yfir heiðar svo ég tali nú ekki um suðuru fyrir Straum.

Að vinna Njarðvík úti er ekki síðra en þegar þið urðuð Reykjavíkurmeistarar.

 

Kveðjur á Krókinn


mbl.is Tindastóll sótti sigur til Njarðvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór steinlá eins og venjulga

Þór hefur afar sjaldan riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Grindavík. Alla vega ekki eftir að líða tók á 9. áratuginn og þeir neyddust til að fara spila 5 á móti 5 en ekki 7 á móti fimm eins og svo oft átti sér stað fyrir norðan á síðustu öld.

Það gefur manni svolítið extra í viðbót við sigurglottið og ánægjuna yfir fengnum sigri.

Það jafnast þó ekkert á við að vinna Keflavík

 

Áfram Grindavík 


mbl.is Grindavík - Þór, 108:87
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er engin ríkistjórn á Íslandi

ICELAND-HAARDEÉg er 100% sammála Steingrími um að það verðir að efna til Alþingiskosninga á íslandi ekki seinna enn í vor.  Í dag, þegar við þurfum svo sannarlega á sterkri stjórn að halda, höfum við enga starfhæfa ríkisrtjórn.  Bara einstaka ráðherra sem tala í kross  út og suður og norður og niður.  Mest niður þó.

Það er auðvitað grafalvarlegt að Ingibjörg Sólrún á við veikindi að stríða um þessar mundir.  Hvað sem um hana um á segja var gjörbreyting  á ásýnd Samfylkingarinnar þá daga sem hennar naut við eftir heimkomuna frá Ameríku. Björgvin og Össur þögnuðu og þar með þurkaðist mesta einfeldningssvipurinn úr andliti flokksins.  Ingibjörg, ásamt Jóhönnu, eru einu ráðherrar SF sem hafa sýnt einhverja staðfestu og áræðni þann mánuð sem kreppan hefur herjað.  Ingibjörg er eini ráðherra flokksins sem hefur lýst því yfir að seðlabankastjórarnir eigi að hundskat heim til sín og láta bankann í hendur kunnáttumanna sem njóta trausts fólks bæði á Íslandi og útlöndum.

Björgvin bankamálaráðherra hefur verið marg spurður um sína afstöðu og hleypur alltaf undan eins og köttur í kringum heitan graut. 

Ljóst er að Ingibjörg og Geir, sem nú virðist vera orðinn formaður yfir flokksbroti, ganga alls ekki í takt við að leysa núverandi og aðsteðjandi vandamál.  Geir fer með stórnina eins og morðingi sem reynir að leyna morði.  Hvorki amenningur né stjórnarandstaða hefur hugmynd hver raunveruleg staða er í dag.  Nánast á hverju einasta degi dúkka upp ný vandamál og dökku skýin á himninum verða bara dekkri.

Nú spyr ég.  Veit Geir Hilmar Haarde og ríkistjórnin sjáf hver staðan er?  Hefur stjórnin orðið yfirsýn yfir umfang vandans?  Ef svo er af hverju fær þá fólkið sem gefið hefur Geir umboð að vita um raunverulega stöðu þjóðarinna?  Ef hann veit ekki um hana sjálfur af hverju segir hann þá ekki hreinlega frá því á heiðarlegan hátt? 

Það er merkilegt að bera saman vinnubrögð stjórnvalda á Íslandi, sem á nú í sínum mestu erfiðleikum á lýðveldistímanum, saman við vinnubrögð norsku ríkistjórnarinnar við lausn á smá bankakreppu sem hér hefur herjað.  Að sjálfsögðu vildi stjórnarandstaðan í Noregi fá upplýsingar um vandann og koma með tillögur.  Hún fékk upplýsingar og á hana var hlustað og fingraför hennar voru á björgunarpakkanum sem bankarnir fengu að lokum. En Geir Haarde er eins og einræðisherra sem aðeins hlustar á sína eigin rödd og litla stalínsins  í Seðlabankanum sem hann trúir á sem goð væri.

Við höfum ekkert með forsætisráðherra að gera sem ekki hlustar á þjóð sína.  Þess vegna þarf að efna til kosninga um leið og möguleiki skapast til þess. Ekki seinna en á vormánuðum.   


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband