Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ekkert ensku liðanna vann leik

Liverpool, Arsenal og Man. Udt. gerðu öll jafntefli og Chelsea tapaði í Miestarakeppninni í þessari umferð.  Er til efs að ensku liðin hafi komið svo illa út úr nokkurri umferð í deildinni til þessa.

Verð að hrósa Aressn Wenger fyrir frammistöuna með fréttamönnum.  Öfugt við það sem gerðist eftir tapið fyrir Stoke viðurkenndi Wenger að nú hefðu menn sínir einfaldlega verið of þreyttir eftir erfiða leiki í ensku deildinni.  Það kom niður á einbeitingu þeirra og því fór sem fór.  Engin vondur maður að hrekkja Wenger í þetta sinn.


mbl.is Wenger: Ekki nógu beittir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Geir fyrir lygi og blekkingum

Geir Haarde var marg oft spurður um skilyrði IMF lánsinn eftir að samningaviðræunum í Reykjavík lauk.  Geir sagði alltaf að engin óeðlileg skilyrði væru í samningsuppkastinu sem leggj átti fyrir stjórn sjóðsins.  Nú virðist annað komið í ljós.  Skilyrði fyrir láninu er að samningar náist við Breta, sem eiga ekki  minnstan þátt í erfiöleikum þjóðarinnar og Hollendiga um Icesave reikningana.

Íslensku þjóðinni er stillt upp við vegg og sagt að sleikja hendurnar á Gordon Brown og borga það sem hann vill. Þá hlaupi Alþjóða gjaldeyrissjóurinn undir bagga.  

Það er löngu vitað að aðstoð Norðurlandanna og annara landa er háð aðstoð IMF.  Þar með er það ljóst að verðum við ekki við fjárkúgun Breta og Hollendinga verðum við að hjálpa okkur sjálf án utanað komnandi aðstoðar.

Geir Haarde hefur því sagt þjóðinni ósatt þegar hann talaði um ágæti IMF-samningsins.  Hann laug líka að þjóð sinni þegar hann neitaði að staða Davíðs hefði verið rædd á ríkistjórnarfundi.

 Ætlar þjóðin að láta lygara komast upp með vera forsætisráðherra sinn.

Sem dæmi má nefna að í Noregi, þaðan sem Geir er ættaður, hafa tveir ráðherrar verið reknir á kjörtímabilinu vegna þess að þeir lugu að þjóðinni.  Lýðræðið í Noregi er því öllu virkara en á Íslandi þar sem stjórnvöld komast upp með að ljúga og svíkja, troða vinum og ættingjum í feitustu embættin og neita svo að bera ábyrgð á gerðum sínum þegar augljóst er að þeir hafa framið embættisafglöp af versta tagi.

Hver er munurinn á siðferði forsætisráðherra Íslands og Augusto Pinochet, Mugabe og Putin?

 


mbl.is Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson og Wenger grautfúlir eftir leiki kvöldsins.

Það koma öruggleg einhverjar utanaðkomandi afsakanir frá stórvinunum, Ferguson og Wenger, þegar þeir útskýra af hverju lið þeirra ekki unnu í kvöld.  Ég sá leik Manchester og Celtic og eitt er víst að Ferguson getur varla kennt dómaranum um jafnteflið.   Ótrúlegt að línudómarinn lokaði báðum augum er kerlingin frá Portugal sparkaði niður andstæðing sinn eftir að boltinn var kominn útaf.  Auðvitað átti Ronaldo að fá rautt spjald þar.

En jafnteflið hjá Arsenal var reyndar ennþá pínlegra en hjá Manchester U. Nalarinir voru á heimavelli og áttu auðvitað að  vinna. Nóg fengu þeir af færunum.  En ég bíð spenntur eftir að Arsene Wenger komi með ásakanir á dómara, tyrknesku leikmennina eða eitthvað annað.  Varla kennir hann sjálfum sér um eða leikmönnum sínum.


mbl.is Man. Utd og Arsenal bæði með jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar Grindjánastelpur

Full ástæða til að óska Grindavíkurstelpum til hamingju með sigurinn á Keflvíkingum.  Engin veit betur hvað það er unaðslegt að yfirgefa Íþróttahúsið í Keflavík með sigur í farangrinum en okkur Grindvíkingum.  Sennilega eigum við okkar ljúfustu minningu einmitt þaðan er við unnum okkar fyrsta Íslandsmeistaratitill í karlaflokki og skildum Keflvíking eftir í sárum og David Grissom með Spalding stimpilinn í andlitinu eftir blokkið frá Dobart.

 Frábært stelpur.  ÁFRAM GRINDVÍK  


mbl.is Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsibifreiðar hluti af launakjörum nýju bankastjóranna

Þar sem réttlætiskennd íslenskra stjórnvalda er svo mikil má vænta þess að allir launþegar fái nú farartæki til brúks sem hluti af launakjörunum.   Við höfum vel efni þvi í góðærinu sem nú ríkir.  En farartækin fara að sjálfsögðu eftir því hve starfið er mikilvægt.  Því er það aðlveg eðlilegt að bankastjórarnir, sem eru náttúrulega hafnir yfir allan heiðarleika, fái mest enda fá þeir 7 sinnum hærri laun en kassadaman í Bónus.

Kassadaman gæti þá t.d. fengið þríhjól til að koma sér í vinnuna.  Verkamaðurinn fengi að sjálfsögðu Möve reiðahjól frá gamla Austur-Þýskalandi. Verkstjórarnir fengju DBS.  Kennarar fengju siðan skellinöðrur og skólastjórar og hjukrunarkonur 40 hestafla mótórhjól með hlífðarrúðu.  Læknar og tannlæknar fengju KIA fólksbíla og yfirlæknarnir jeppa.

BURT MEÐ SPILLIGARLIÐIÐ.  FARARTÆKI FYRIR FÓLKIÐ

 


Reúblikanaflokkurinn í rúst. Leiðtogi óskast

Reúblikanaflokkurinn er gersamlega í rúst eftir kosningarnar í nótt. Engin leiðtogi er sýnilegur nú sem leitt getur flokkinn fram að næstu kosningum. Kanski verður það Sarah Palin, sem fólk hefur gert að skyldu sinni að hæðast að í kosningabaráttunni.

Margir töldu það stærstu mistök McCain að velja ríkistjórann frá Alaska sem varaforsetaefni.  Ég held þó að svo hafi ekki verið.  Mistök McCain voru slæmur undirbúningur undir efnahagsmálaumræðuna auk þess sem hann reyndi að verja vondan málstað Bush í Írak.  Svo hjálpaði aldur hans heldur ekki til. 

Eitt er víst að McCain og Palin töpuðu með sæmd og lokaræða John McCain verður í minnum höfð ekki síður en sigurræða Obama.  Sennilega eru ræður næturinnar þær bestu sem haldnar hafa verið af stjórnmálamönnum þar vestra á kjörtímabilinu.

Nú verða Reúblikanar að kveikja á radarnum og hefja leit að nýjum leiðtoga.  Svo virðist sem enginn af þingmönnum flokksins sé álitlegur kostur. Sarah Palin gæti orðið fyrir valinu þrátt fyrir allt háðið sem hún fékk og mistökin sem hún gerði í byrjun baráttunnar. Hún hefur lært mikið og nýtur trausts meðal kristnu millistéttarinnar í USA.  Hinn kosturinn gæti verið Condoleezza Rice. Hún nýtur trausts og svo skemmir ekki húðliturinn fyrir henni svo framalega sem Obama standi sig vel í Hvíta húsinu Þar sem Condoleezza er hagvön. 


mbl.is Rice segir Obama hvetjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir í Seðlabankann

Fréttir síðustu daga um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi náð í 1500 milljónir frá huliðsheimum, til að  kaupa fjölmiðla af sjálfum sér, staðfesta náttúrulega að kjör hans sem viðskiptasnillings ársins í fyrra var rétt.

Jón Ásgeir er auðvitða maðurinn sem við þurfum í Seðlabankann. Ef hann verður jafn hugmyndaríkur við að fylla gjladeyrisgeymslurnar við Kalkofnsveg og hann var við að ná í 1500 milljónirnar á dögunum verðum við fljót að komst upp úr krepunni.  Þá höfum við ekkert að sækja til IMF og hver veit nema við getum farið að hjálpa Ungverjum út úr sínum vanda eftir jól.

Efast ekki um að Davíð fyrirgefi Jóni Ásgeiri meintar syndir og taki honum opnum örmum vilji hann taka sæti í Seðlabankanum.   Þangað þurfum við viðskiptasnillinga og það veit Davíð sem tókst að klúðra gjaldeyrisvarasjóðnum.  Það er bara sigur fyrir Dabba ef hann fær Jón Ásgeir til að galdra gullið aftur í gjaldeyrisgeymsluna.

PS  Er ekki Hannes Smárason líka búinn að bjóða aðstoð sýna.  Væri ekki verra að hafa tvo "viðskiptamenn ársins" við hlið Davíðs í bankanum.

 

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ.  JÓN ÁSGEIR OG HANNES Í SEÐLABANKANN

 


The Kinks klikka ekki komi þeir saman

The KinksÞað væri virkilega gaman ef af því yrði að hóa The Kinks saman aftur.  Hljómsveitin var án nokkurs vafa ein sú allra besta sem kom fram í Englandi á 7. áratugnum.  Hún hafði sín sérkenni og að mínu mati stóð hún næst sjálfum The Beatles í tónsmíðum og flutningi.

 Það hefur oft verið reynt að hóa hljómsveitinni saman á ný en alltaf strandað á Dave Davies. Hann hefur lítinn áhuga hefur haft á endurkomu enda hefur hann gert það þokkalegt með sínum eigin útgáfum. 

 Tilvera drengjana í The Kinks var aldrei neinn dans á rósum þrátt fyrir velgengni sveitarinnar í Evrópu.  Strax á sínu fyrsta ferðalagi vestur um haf kom sérviska Ray Davies þeim í vandræði svo þeir voru nánast reknir frá Bandríkjunum með skít og skömm.  Þá var sambandið milli félaganna í hljómsveitinni alla tíð háspennt.  Ray samdi allt frumsada efnið og stjórnaði öllu með harðri hendi. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru nánast eins og leiguliðar hjá honum, sama hverjir voru í bandinu í það og það sinn.  Við plötuupptökur fór mestur tími leiguiðanna í að bíða meðan Ray var að útsetja eða tala við einhvern í síma o.s.frv.

Það verður ekki síður spennandi, ef sveitin kemur saman á ný,  hvaða  útgáfa The Kinks verða endurlífgaðir.  Ég tel hæpið að það verði upprunalega útgáfan, með Pete Quaife á bassa. Hann hætti í hljómsveitinni eftir umferðarslys.  Fyrir nokkrum árum lét sagði hann í viðtali að tímin í The Kinks hafi verið sem martröð vegna illdeilna.  Sérstaklega voru það Dave og Mick Avory trommari sem slógust. Og þeir slógust með krepptum hnefum og þeim bareflum sem tiltæk voru.  Quaife náði sér í konuefni frá Kanada og ég held að hann búi þar enn.

Eiginlga vona ég að það verði útgáfan af The Kinks sem kom tíl Íslands árið 1970 og hélt tónleika í Laugardalshöllinni sem rísi upp af dvalanum. Þar voru að sjálfsögðu bræðurnir Ray og Dave ásamt Mick Avory og bassaleikaranum Johna Dalton og hljómborðsleikaranum John Gosling.  Sú útgáfa The Kinks var góð og náði fótfestu í Bandaríkjunum eftir mögur ár þeirra þar á undan.

Eftir tónleikana í Höllinni, sem voru frekar illa sóttir enda ekki í tísku að halda með The Kinks þá, var fróðlegt að lesa umsagnir blaðanna. Lola var á toppnum bæði vestan hafs og austan en það þótti ómerkilegt popplag og lítil frammúrstefna þar á ferð.  Allir gerðu það að skyldu sinni að skíta út hljómsveitina. Sagt var að Dave Davies hefði lítið lært á gítar síðan hann kom hér árið 1965. Fyrirsögn Vísis, ef ég man rétt, var höfð eftir Rúna Júl sem sagði, "Ég vissi ekki hve Ævintýri var góð hljómsveit fyrr en ég heyrði í The Kinks." Svona var nú fjallað um The Kinks á íslandi í þá daga.

Gæti sjálfsagt eytt vetrinum í að skrifa um The Kinks. Þrátt fyrir allt vesen og öll vandræðin í kringum hljómsveitina verður það aldrei af henni tekið að hún var eitt stærsta nafnið í poppinu á gullaldartíma þess.  Og The Kinks eru ein mjög fárra hljómsveita frá þessum tíma sem fólk man enn eftir og nennir ða hlusta á. Engin hljómsveit á jafn mörg frábær lög í safni sínu nema bara Bítlarnir. Ray Davies er á sömu hillu og Lennon & McCartney þegar kemur að því að semja lög.

Lengi Lifi The Kinks 


mbl.is The Kinks huga að endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur 1 í nýrri sögu USA

ObamaMeð sigri Barack  Husseins Obama í bandarísku forsetakosningunum er gömlu sögubók Bandaríkjanna lokað og ritun nýrrar hófst í nótt. Barack Hussein Obama er eini svarti þingmaðurinn í Öldungadeildinni og sá fimmti  í röðinni með þann hörundslit sem vinnur sér sæti þar.

Nú er hann, fyrstur blökkumanna, kosinn forseti Bandaríkjanna.  Þar með er hann fyrsti blökkumaðurinn sem kosinn er þóðarleiðtogi í hinum vestræna heimi. Obama sem er 47 ára að aldri er líka meðal yngstu kjörinna forseta. Það er því öllum ljóst að Obama hefur þegar markað djúp spor í stjórnmálasögu Bandarókjanna.

Ræða Obama eftir að sigurinn var ljós á eftir að lifa lengi meðal stjórnmálamanna og sennilega allra Bandaríkjamanna.  Boðskaurinn var, "við getum" og hafður eftir  106 ára gamalli blökkukonu sem nú kaus í fyrfsta sinn.  Ræða John McCain verður líka eftirminnileg. Hann tapaði kosningunum en stóð beinn í baki og talaði til stuðningsmanna sinna með förðurlegum hætti. Hann gerði sigur Obama stóran og sjálfur varð McCain stærri af ræðu sinni.  Sennilega besta ræða sem þess sem tapað hefur í forsetakosningum frá upphafi.  

John F. Kennedy, 43 ára, er sá maður sem yngstur hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á eftir honum komu svo svo Bill Klinton og Ulysses S. Grant sem báðir voru 46 ára er þeir náðu kjöri.  En yngsti maður sem setið hefur sem foresti Bandaríkjanna er Theodore Roosevelt.  Hann varð forseti eftir að William McKinley var drepinn árið 1901.

Elsti maður sem kjörinn hefur verið forseti Bandaríkjanna er svo sjálfur Ronald Reagan sem var 69 ára þegar hann var kjörinn.

Þess má til gamans geta að þegar Kennedy var yngstur manna kosinn forseti USA var Einar Gerhardsen, forfsætisráðherra Noregs, yngsti þjóðarleiðtogi Evrópu 63 ára gamall.


mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan í mínu húsi slátraði tveimur köngulóm

Verð að viðurkenna eð ég hallast frekar á sveif með Obama í þessum kosningum.  Sá gamli, McCain, minnir mig svolítið á Nixon og þó hann hafi gert margt gott í Hvíta húsinu gerði hann líka margt ótrúlega vitlaust.  Munurinn er þó sá að McCain virðist vera heiðarlegur en það var Nixon aldrei.

Hvað um það. Það verður bara gaman ef ættingjar Obama geta slátrað nauti í Kenýu.  Hér í Gjerdrum, í norska konungsríkinu, tók kona mín sig til og slátraði tveimur köngulóm.  Þæt voru stærri en allar aðrar köngulær sem hún hafði séð á 54 ára æfi sinni.  Til samans jafnast þær örugglega á við nautið sem bíður slátrunar í Kenýu.   Munurinn er sá að nautið verður sennilega étið en við höfum  ekki hugsað okkur að leggja okkur köngulærnar til munns.

Skálaði þó í dönskum bjór, Tuborg Guld, fyrir óréttmætu stigi til Liverpool í kvöld.   Er nokkuð viss um að línudómarinn sem dæmdi vítaspyrnuna hefur verið í Liverpool peysu innanundir dómaratreyjunni.


mbl.is Slátra nautinu ef Obama vinnur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband