Vafasöm vaxtahækkun

Vaxtahækkun Seðlabankans er engin bólusetning gegn óstöðugu gengi. Norskir hagfræðingar hafa að sjálfsögðu kommenterað á aðgerðir Seðlabankans í morgun og engin hefur talið vaxtahækkunina af hinu góða.Heldur þvert á móti.

Harald Magnus Andreassen, aðalgreiandi First Securities, er  er gagnrýnin á vaxtahækunina.

"Troverdigheten til islandske kroner blir ikke sterkere hvis landet har en rente som ikke står i stil med økonomien. Island trenger lav rente",  segir hann í viðtali við E24.

Þar á hann við það sem gerðist í Noregi í bankakreppunni þar á síðustu öld.  Þá snérist vaxtahækkunin upp í andhverfu sína sem björgunarhringur.  Færri höfðu trú á norsku krónunni.


mbl.is Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zeppelin eru ekki háðir Robert Plant

Jimmy PageÉg er ekkert viss um að það sé neinn galli á gjöf Njarðar þó Robert Plant verði ekki með Zeppunum á komandi tónleikaferðalagi.  Hann hefur vaxið í þveröfuga átt við bæði Page og Jones og passar ekki lengur í sitt gamla hlutverk. Hann var og er frábær söngvari sem valið hefur sér allt aðra línu en dúndurrokk Led Zeppelin.   Þeir gætu alveg eins fengið Paul Simon eða Peter Asher með sér á túrinn.

Paul Rodgers, gamli Free sönvgarinn, starfaði með Page í hljómsveitinni Firm á sínum tíma. Ekki sérlega merkileg sveit en það var ekki Rodgers að kenna. Hann er blues/rokk söngvari af guðs náð.  Að mínu mati betri en Plant.  Rodgers hefur verið frábær með eftirlifandi félögum úr Queen en ég held að Zeppa-rokkið standi honum enn nær. 

Þá gæti Glenn Huges einnig verið góður kostur.  Með hann í liði gæti John Paul Jones helgað sig hljómborðinu sem er eiginlega hans aðal hljóðfæfri. Held líka að það gæti verið spennandi að heyra hann spila bassalínurnar í lögum eins og How Many More Times og Rock & Roll svo dæmi séu nefnd.

Svo væri bara gaman að því ef þeir fyndu einn ungan og graðan rokkara sem þeir skóluðu til í hlutverkið.  Svona eins og Gunnar, sálugi, Jökull gerði við Bjögga þegar hann gekk til liðs við Flowers.  Það var háskóli í því hvernig menn eiga að flytja rokk.  


mbl.is Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi strax kominn í vandræði

Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,  rótað sig inn í sitt fyrsta vandamál. Trúverðuleiki hans hefur beðið hnekki. 

Gylfi hfði ekki verið forseti ASÍ í marga tíma þegar hann lýsti blindum stuðningi við björgunaraðgerð ríkistjórnarinnar til handa efnahgaslífi lýðveldisins.  Hann lýsti stuðningi við samningsuppkast ríkistjórnarinnar og IMF án þess að hafa hugmynd um innihaldið.

Nú vitum við alla vega um eitt skilyrðið. Stýrivaxtahækkun upp á 6%.  En fólk hefur ekki hugmyynd um hvar það á að taka peninga fyrir þessari hækkun.  Mega launþegar kannski eiga von á launahækkun til að standa straum af hækkuninni.

Viðhorf Gylfa er ekki til þess fallið að fallið að vekja traust á ASÍ.  Það er mjög miður í því ástandi sem launþegar á Íslandi eru í nú.  Sterkur ASÍ forseti er það sem við þurfum.  Gylfi Arnbjörnsson passar greinilega ekki inn í hluverkið.  Maður sem skilur ekki að við getum ekki borgað 6 þorska í vexti þegar við eigum bara 5 getur ekki gegnt emætti forseta ASÍ.  Þess vegna ætti Gylfi að segja af sér. Strax í dag. 


mbl.is ASÍ: Of stórt skref stigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir þetta?

Þýðir þetta að ef ég kaupi evrur í íslenskum banka þá kosta þær 152 krónur en ef ég kaupi þær í þýskalandi kosta þær 252 krónur?  Af hverju stafar þessi 88 króna mismunur?

Ef 6% stýrivaxtahækkunin var aðeins til að fá þessi undarlegu viðskipti þá þarf alla vega ég frekari skýringar.


mbl.is Alþjóðleg viðskipti með krónu á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru seðlabankarnir tregir til að lána Íslandi

Ég verð að viðurkenna það fer að verða hálf neyðarlegt fygjast með beiningaför forsætisráðherra milli seðlabanka beggja vegna Atlandshafsins.

Upphaflega sögðu stjórnvöld að þau hefðu leitað til Rússlands vegna þess að Bandaríkjamenn og ESB hefðu hrist hausinn sýnt Íslendingum fingurinn.  Nú hefur Geir verið 3 daga í Finnlandi og reynt að fá skandinavísku seðlabankana til að leggja okkur lið með lánum.  Það virðist ganga treglega að fá ákveðin svör. Nú segir Geir að hann hafi aftur rætt við vini vora USA og ESB.

Nú finnst mér vera tími tilkomin að stjórnvöld segi þjóðinni af hverju Bandaríkin og ESB sögðu nei við upphaflegu beiðninni. Það er líka sjálfsagt að þjóðin fái að vita af hverju t.d. Norðmenn, sem buðu okkur aðstoð fyrstir þjóða, ekki sögðu já strax í gær i Helsinki er forsætisráðherra bar fram formlega beiðni um lán.

Getur það verið að stjórnvöld á Íslandi hafi einfaldelga ekki yfirsýn yfir stærð kreppunnar og geti því ekki lagt fram greiðsluáætlun til að borga lánin?  Af hverju krefjast skandinavisku seðlabankarnir "góðkjenningar" IMF?  Ísland er ekkert stærra en Bergen í Noregi svo Norðurlöndunum ættu ekki að vera skota skuld að bjarga þessum frændum sínum.

Nú er næstum mánuður síðan blaðran sprakk á Íslandi.  Sára lítill ef nokkur gjaldeyrir hefur komið inn í landið.  Það er alveg ljóst að ef ekkert gerist á næstu dögum fer verulega að kreppa að í innflutningsversluninni.  Það kom fram í norksu pressunni í morgun að það væri stutt í að matarskortur yrði á Íslandi.  Með hverjum deginum sem líður og við fáum ekki gjaldeyri verður staðan erfiðari.

Þess vegna þa þjóðin heimtingu á að fá upplýsingar um hvernig staðan er í samningum við seðlabankana og IMF.

  


mbl.is Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir tekur enga ábyrgð á kreppunnu

GeirGeir H. Haarde segir í viðtali við Aftenposten að hann taki ekki ábyrgð á efnahagshruninu á Íslandi. En lofar strangari lögum í framtíðinni til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti endurtekið sig.

Þá neitar hann að íslensku bankarnir hafi verið undir minna eftirliti en bankar annars staðar í Evrópu og segir að ekki sé hægt að kenna einum manni um alþjóðlegu kreppuna.  

 

 "Islands statsminister Geir Haarde er ikke villig til å påta seg ansvaret for landets økonomiske kollaps, men lover strengere regulering av finansmarkedet i framtiden."

En var ekki Geir fjárálaráðherra í þeirri ríkistjórn sem leiddi þjóðina inn í nýfrjálshyggjuna og þaað markaðssamfélag sem nú hefur riðið samfélaginu að fullu.  Fjármálaráðherra ber náttúrulega enga ábyrgð.  Og alls ekki forsætisráðherra. 

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2736603.ece

 

 


Skelfingin

Björgólfur Thor tekur undir það sem flestir hagfræðingar heims, sem tjáð hafa sig um Íslandskreppuna, að gjörningur Seðlabankans Glitnisnóttina svokölluðu endaði með skelfingu og martröð fyrir íslensku þjóðina.

Ég hef engar forsendur tilað leggja dóm á samningaferlið sem Björgólfur rekur í fréttinni. En ég hef heldur engar forsendur til að trúa stjórnvöldum eða Seðlabankanum.  Þar hafa menn orðið uppvísir af vanrækslu í starfi sem er skýlaust lagabrot. þar hafa menn líka orðið uppvísir að embættisaglöpum sem líka er saknæmt athæfi. Þessa aðila þarf að leiða fyrir dómstóla er öldur lægja og ekki seinna en á vormánuðum.

Sagan á síðan eftir að upplýsa hvort upplýsingar Björgólfs eru sannar eða lognar.  Það kemur allt í ljós.  En við höfum nákvæmlega enga ástæðu til að treysta íslenskum stjórnvöldum frekar en frændur okkar á Norðurlöndunum sem enga lánafyrirgreiðslu veita nema að eigin sérfræðinganefnd fygist með hverri hreyfingu ríkiskassa þjóðarinnar.  Þeir treysta nefnilega ekki Geir og co til að standa við orð sín. 

Við heyrðum það og sáum í kvöldfréttum sjónvarpsins hversu áreiðanlegur Seðlabnakastjóri Davíð Oddson er.  Enska viðtalið við hann segir allt sem segja þarf um þann embættismann.  


mbl.is Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænir sérfræðignar kíkja yfir öxlina á stjórnvöldum

Geir og Jose Manuel Barosso ESBÞá vitum við það að ekkert stórlán kemur frá frændum vorum á Norðurlöndunum öðruvísi en að sérfræðinganefnd frá þessum löndum fylgist með hverri hreyfingu íslenskra stjórnvalda í peningamálum.  Það lítur helst út eins og snillingarnir frá IMF séu eins og KFUM drengir í samangurði við frændur vora sem segja að öll aðstoð sé háð heilbrygðisvottorði sjóðsins.

Viðhorf Norðmanna til krepunnar á Íslandi er nú að breytast í þá átt að hún sé bara að litlu leyti afleiðing heimskreppunnar heldur hafi útrásarvíkingarir lagt Ísland undir í fjárhættuspile sem þeir síðan töpuðu.

Þeir töpuðu vegna þess að nýfrjálshyggju og markaðslögin á Íslandi innihalda lítð aðhald sem síðan ríkistjórn, seðlabanki go fjármálaeftirlit gerðu ekkert með.  Gert er grín að íslensku ráðamönnum sem hafi talið heimsbyggðinni trú um að íslenska leiðinn gæti ekki klikkað. 

Í NRK í kvöld var Davíð Oddsyni er lýst som fullkomlega vanhæfum Seðlabankastjóra og nú hafi menn út um allan heim lært það hverjum sé óhætt að lána peninga og hverjum ekki.  Þess vegna verðum við undir eftirliti IMF og norrænu sérfræðinganefndarinnar um mörg ókomin ár.  Alveg þangað við verðum búin að endurheimta það traust sem við höfðum þar við urðum nýfrjáldhyggjunni og markaðsöflunum að bráð.

Sú var tíðin, er við seldum Spánverjum saltfisk, að samningar voru aldrei skriflegir.  Þeir voru handsalaðir og orð stóðu.  Hvenær ætli það gerist næst? 

 


mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks vaknaði stjórnaranndstaðan

Þrátt fyrir að vera haldin í upplýsingarþurrkví hefur stjórnarandstað lítið sem ekkert spriklað meðan ríkistjórnin hefur unnið að lausn kreppunnar í heilan mánuð.   Reyndar sagði Steingrímur Jóhann á fundinum í Ósló að sinn flokkur hefði ákveðið að láta ríkistjórnina í friði meðan hún kæmi þjóðinni út úr stærsta brimskaflinum.

En nú hafa Frjálslyndir opnað annað augað og hyggjast leggja til breytingu á lögum um Seðlabanka. Því ber að fagna.  Nú þarf þjóðin á trúverðugum seðlabanka að halda. Ekki tómstundarheimili fyrir afdankaða og gjörspilta stjórnmálamenn sem eiga sér þann einn draum að deila og drottna út yfir gröf og dauða.

Vonandi að VG ljúki upp svefnþungum augum sínum líka. 


mbl.is Vilja að einn bankastjóri stjórni Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin veit betur en ríkisstjórnin

Á blaðamannafundinum eftir ráðaherrafundinn í Finnlandi í morgun þakkaði Geir Haarde Norðurlandaþjóðinum fyrir veitta aðstoð við Ísland á krepputímum.

Í ræðunni sagði hann það að engin vissi betur en þau sem sætu í ríkistjórninni hve erfiða tíma þjóðin væri að ganga inn í.   Sú speki kemur auðvitað engum á óvart þar sem ríkistjórnin meðhöndlar málin eins og þau væru prívat mál milli hjóna.   Hvorki stjórnarandstað eða almenningnur fær aðrar upplýsingar en þær sem stjórninni þóknast.

Enda hvaflaði það ekki að forsætisráðaherranum fara út smáatriðin í samkomulaginu milli hans og hinna forsætisráðherranna.  Íslensku þjóðinni kemur ekkert við um hvað er samið.  Þjóðin á bara að hlusta, hlýða og borga brúsann. 

 


mbl.is Ísland leitar til Norðurlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband