Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Björgvin bankamálaráðaherra setur spurnigamerki við yfirtökuna á Glitni og upplýsir fyrst nú að hann sem bankamálaráðherra hafi ekki haft hugmynd um aðgerðina fyrr en búið var að taka ákvörðun um hana í Seðlabankanum.
Hvernig í andskotanum stendur á því að ráðherrann slær ekki í borðið og stoppar aðgerðir Seðlabankastjórans. Svo ropar hann því út úr sér að er það sé erfitt að meta hvort aðgerðin hafi verið rétt eða ekki. Það er hverjum manni ljóst að aðgerðin var kolröng. Viðbrögði seðlabankanna víða um heim staðfesta það svo ekki verður um villst. Með þjóðnýtingunni var skrúfað fyrir allt traust á íslenska Seðlabankanum erlendis og íslensk stjórnvöldu hafa verið álitin kjánaflokkur upp frá því.
Það er deginum ljósara að ráðherrar Samfylkingarinnar eru í hlutverki gungunnar í ríkistjórninni. Þeir láta Davíð og Geir ganga yfir sig á skítugum skónum og hlæja að þeim á laun. Ráðherragengið, að undanskilinni Jóhönnu, er á góðri leið með að gera VG að öflugastas stjórnmálaafli landsins. Hvar er metnaður Samfylkingarinnar? Kanski í vasanum hjá Geir?
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.12.2008 | 07:22 (breytt kl. 08:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er miður skemmtilegt að heyra af illindum milli skólastjóra og foreldra barna í Valsárskóla vð Eyjafjörð. Ekki það að það sé neitt nýtt að fréttir berist um róstur frá þessum fagra firði. Þannig hefur það verið allt frá landnámi þar nyrðra. En þegar það gerist á árinu 2008 að kennsla sé felld niður í 60 barna skóla vegna vantrausts foreldra á skólastjóranum er eitthvað mikið að í þessu litla samfélagi.
Ég er mikill aðdáandi Bonanza þáttanna. Þar er endirinn alltaf góður. Síðasta laugardag var tema þáttarins einmitt vandamál og vantraust á skólastjóranum í Virgenia City. Og auvitað leysti sáttasemjari vilta vestursins, Ben Cartwrigt, flækjuna með viturlegri ræðu á borgarafundi í skólanum.
Mín skoðun er sú að á litlum stað eins og Svalbarðseyri séu illindi eins og lýst er í Moggafréttinni tilþess eins að grafa undan annrs góðu mannlífi í litlu samfélagi. Deilur um skóla og presta í litlum samfélögum er það versta sem fyrir getur komið. Flokkadrættir éta samfélagið innanfrá eins og hvert anað krabbamein.
Vona svo sannarlega að þorpsbúum í sameiningu takist að finna farsæla lausn á þessu erfiða máli. Ég þekki sjálfur hvernig deilur um skólastjóra og skóla getur eyðilagt margra ára gott skólastarf og engin tapar meira á slíku en nemendurnir.
Gangi sáttatiraunirnar illa mæli ég eindregið með að sveitarstjórnin fái Sjónvarpið til að gangast í að útvega Bonanza þáttinn góða og þannig að þorpsbúar geti fengið móralska aðstoð frá Benna á Ponderosa. Hann kann sitt fag þegar kemur að uppeldi, bæði á börnum og fullorðnum uxum og hestum.
Kennsla féll niður vegna vantrausts á skólastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.12.2008 | 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn stangast á fullyrðingar Seðlabankastjóra og ráðherra ríkistjórnarinnar. Davíð sagði í morgun að hann hafi sagt ríkistjórninni að 0% líkur væru á að bankarnir lifðu af kreppuna á fjármálamörkunum. Ingibjörg segir að hann segi ósatt. Ekki er langt síðan Geir Haarde bar til baka fullyrðingar Davíðs um varnaðarorð til ríkisstjórnarinnar. Annað hvort er málflutningur Geirs rangur eða Davíð hefur logið.
Er ekki tími til kominn að þjóðinni verði gerð grein fyrir því, með óyggjandi hætti, hver segir satt og hver skrökvar í þessu máli. Hvernig á þjóðin að geta borið traust til ríksstjórnarinnar eða Seðlabankastjórnarinnar ef hún ekki veit hverjum hægt erað trúa. Og ef íslenska þjóðin hefur ekki traust á þessum æðstu stjórnvöldum samfélagsins hvernig getum við þá búist við að erlendir viðskiptaaðilar treysti Seðlabankanum og ríksistjórninni.
Halda menn virkilega að krónan fari niður fyrir 290 evrurnar í Evrópubankanum og farið verði að skrá gengi krónunnar í viðskiptabönkum álfunnar meðan ekki er hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum.
Það var þó ánægjulegt að Geir og Davíð og söfnuður þeirra gat glaðst yfir 8% hækkun á gengi krónunnar á Íslandi. En það var bara engin hækkun á gengi hennar hér í Noregi. Hún finnst ekki meðal skráðra gjaldmiðla.
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn á ný getum við snúið fréttum frá Simbave upp á Ísland. Þar í landi róa menn öllum árum að koma siðspilltum hrokagikki frá völdum án þess að hann finni sinn vitjunartíma. Mugabe sér ekki að hann hafi gert neitt rangt. Ekkert frekar en Geir og Davíð. Þjóðin vill ekki sjá Mugabe lengur við völd. Íslenska þjóðin vill bæði ríksistjórnina og Seðlabankastjórnina burt úr stólum sínum.
Við eigum það sameiginlegt með þjóðinni í Simbabve að ráðamenn hlusta ekki á okkur. Svo einfalt er það.
Mugabe verði komið frá völdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað sem gleði Geirs Haarde líður vegna batnandi gegnis krónunnar er samt staðreyndin sú hún er ekki skráð með örðum gjaldmiðlum í norsku bönkunum. Og mér er til efs um að ég geti keypt norska krónu fyrir minna en 25 - 30 ISK.
Þetta blasir við manni ætli maður að skoða gengið á krónunni hjá DNB Nor í kvöld og lýsir ekki miklu trausti á stjórnvöldum eða krónunni.
Islandske kroner suspendert
Grunnet markedssituasjonen stilles det inntil videre ikke kurser i islandske kroner
En það tjóar ekki annað en vera bjartsýnn og vonast til þess að björgunartilraunir Geirs og félaga í ríkistjórninni hepppnist bærilega. En ansi er ég smeykur um að meira þurfi til að draga úr verðbólgu og koma stöðugleika komast gjaldeyrismarkað.
Fleyting gekk framar vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 19:24 (breytt kl. 19:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það má sjálfsagt margt segja um stjórnmálakonuna Valgerði Sverrisdóttur, formann Framsóknar. En því verður seint klínt á hana að hún sé vitlaus.
Ákvörðun hennar um að láta öðrum eftir formennskuna í Framsóknarflokknum eftir flokksþingið í vor er klók ákvörðun. Hún hefur örugglega kannað bakland sitt í flokknum áður en hún tók endanlega ákvörðun og komist að því að hún nýtur ekki trausts. Til þess er hun alltof tengd þeim hörmungum sem yfir þjóðina ganga nú eftir að hafa setið í faðmlögum við Davíð og Halldór á annan áratug. Valgerður ber mikla ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þeim hrunadansi sem honum fylgdi.
Fylgi Framsóknar er í sögulegu lágmarki um þessar mundir og Valgerður veit að gömlu vendirnir ná ekki að sópa upp allan skítinn í framsókanrflórnum að þessu sinni. Flokkurinn á engan Eystein eða Steingrím í dag. Þess vegna verður flokkurinn að finna 5. formanninn á tveimur árum núna. Sá verður að vera ungur og sakleysislegur í framan og ekki tengdur spillingargenginu sem tröllriðið hefur flokknum árum saman.
Flokkurinn hefur verið iðinn við að svæla heiðarlega þingmenn út úr fjósi sínu að undanförnu. Nú er einfaldlega komið að því að manna fjósið upp á nýtt. Með andlitum sem fólk treystir.
Formaður fram að flokksþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn bregst Hæstiréttur Íslands fórnarlömbum kynferðisafbrota. Að Guðmundur Jónsson skuli hafa fengið 2,5 ára fangelsisdóm og vasapeninga í skaðabótagreiðslur er til háborinnar skammar.
Brot Guðmundar eru með þeim ógeðfelldari sem maður hefur heyrt um. Maðurinn tekur að sér veita þeim sem minna mega sín í samfélaginu skjól, með fjárhagsaðstoð frá samfélaginu, virðist gera það í þiem eina tilgangi að geta að nota sér konurnar kynferðislega.
Þetta er miklu ógeðfelldara en grófustu nauðgunarbrot þar sem hann brýtur trúnað kvenna sem treystu honum, brýtur trúnað við þá sem hafa styrkt hann til reksturs Byrgisins, lýgur blákalt upp í opið geðið á þjóðinni og kórónar glæpina með því að stela undan fé frá heimilinu til eigin afnota.
Lágmarks refsing fyrir brot af þessu tagi ætti að vera 10 ára öryggisgæsla og geðrannsókn allan tíman. Þess í stað verður karlinn laus á miðju sumri 2010 og getur tekið upp fyrri iðju fyrir jól.
Forstöðumaður Byrgisins dæmdur í 2½ árs fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Enn gerir Davíð Oddsson sig að fífli. Að bera fyrir sig bankaleynd vegna slúðurs um hryðjuverkalögin er eins og hver annar barnaskapur. Ekki eitt orð af því sem Seðlabankastjórinn hefur sagt síðustu vikurnar hefur verið marktækt. Maðurinn berst um eins og sært dýr til þess eins að reyna að bjarga því sem eftir er af heiðri sínum ef þá eitthvað er eftir.
Lausmælgi Davíðs og órökstutt rugl hans hafa kostað íslensku þjóðina meiri álögur en nokkur annar kjaftur allar götur frá landnámi. Hafi Geir Hilmar Gaarde ekki manndóm í sér til að reka Davíð í dag á Samfylkingin að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hún getur ekki verið þekkt fyrir að sitja í "ríkisstjórn" sem stjórnað er úr Seðlabankanum. Ef Ingibjörg Sólrún stendur ekki við stóru orðin í dag þá á hún að segja af sér formennsku í flokknum. Ég dreg í efa að hún sé hæf sem formaður nú þegar. Til þessa hefur hún verið alltof veikburða í aðgerðum sínum og alls ekki fylgt eftir orðum sínum með gerðum.
Hlakka til að sjá næstu Spaugstofu!!!
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 10:48 (breytt kl. 10:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skil ekki hvað menn eru neikvæðir út í að Mogginn reynir að lengja lífdaga sína með því að gefa blaðið í nokkra daga. Fólk á bara að brosa gleðjast yfir því að reynt sé að halda líftórunni í þessu elsta dagblaði okkar. Skiptir engu máli hvort menn eru hlintir ritsjórnarstefnunni eða ekki.
Vandamál íslenskra fjölmiðla eru gígantísk um þessar mundir. Að það skuli aðeins vera 3 dagblöð og þau öll "ósjálfstæð" ef marka má skrif þeirra ber vott um mikla fjölmiðlafátækt. Ekki veit ég hve mörg dagblöð koma út í Noregi. Þau skipta fleiri tugum. Varla finnst svo aumt krummaskuð að ekki komi þar út eitt eða tvö dagblöð. Fríblöð eru nær óþekkt fyrirbæri hér í konungsríkinu og það sama er að segja um flokksblöð.
Þegar maður sest upp í Icelandair vélarnar og fær Moggan og Fréttablaðið í hendurnar sér maður sára lítinn mun á þessum blöðum. Sömu fréttir, svipuð efnistök og fátæklegt útlit. Þegar kemur að rannsóknarblaðamennsku Agnesar, sem á að vera einhverskonar flaggskip á Mogga, þá bara hlær maður og hlakkar til að fá Aftenposten, DN og Dagsavisen aftur í hendurnar. Svo stendur VG alltaf fyrir sínu sem gott slúðurblað.
Hvað um það. Sem gamall Moggastrákur vona ég að blaðið haldi lífi. Íslensk fjölmiðlaflóra má ekki við því að gamla flaggskipið sökkvi í 4 milljarðaskuldinni. Það þarf að endurreisa blaðið og moka út áður en fengið er gott, ungt og metnaðarfullt fjölmiðlafólk til að blása lífi í blaðið áður en það verður endanlegt lík.
Morgunblaðið í aldreifingu fram að jólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er merkilegt að lesa viðtalið við Davíð. Hann hótar því að snúa aftur í stjórnmálin verði hann rekinn úr bankastjórastólnum við Kalkofnsveg. Ég velti því fyrir mér hver ætti svo sem að óttast þá hótun. Nema kanski Geir Haarde. Þarna er komin skýringin á því, með orðum bankastjórans, af hverju Geir hefur farið undan í flæmingi þegar minnst hefur verið á að hreinsa til í Seðlabankanum. Geir er sennilega eini Íslendingurinn sem hefur eitthvað að óttast og er því skíthræddur við fyrrum formann sinn.
Það er nefnilega alveg ljóst að Davíð lætur sér ekki nægja að verða bara óbreyttur þingdáti án ráðherrastóls eða formannstitlis. Það ber hótun hans vel með sér. Hann hefur því bara tvo kosti. Að ryðja Geir úr vegi í Sjálfstæðisflokknum eða stofna nýjan flokk með Hannesi Hólmsteini.
Það þarf ekki sálfræðing til að sjá að Davíð veit ekki sinn vitjunartíma. 90% þjóðarinnar vill ekkert hafa með hann að gera. Hann er aðal brennuvargurinn í kreppubrunanum núna og svo hefur hann þvælst fyrir björgunarmönnum frá fyrsta degi og gerir enn. Seðlabankastjórinn er einfaldlega hlægilegur maður.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.12.2008 | 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar