Lýðskrum Davíðs eða lygi Ingibjargar

Enn stangast á fullyrðingar Seðlabankastjóra og ráðherra ríkistjórnarinnar. Davíð sagði í morgun að hann hafi sagt ríkistjórninni að 0% líkur væru á að bankarnir lifðu af kreppuna á fjármálamörkunum.  Ingibjörg segir að hann segi ósatt.  Ekki er langt síðan Geir Haarde bar til baka fullyrðingar Davíðs um varnaðarorð til ríkisstjórnarinnar.  Annað hvort er málflutningur Geirs rangur eða Davíð hefur logið.

Er ekki tími til kominn að þjóðinni verði gerð grein fyrir því, með óyggjandi hætti, hver segir satt og hver skrökvar í þessu máli.  Hvernig á þjóðin að geta borið traust til ríksstjórnarinnar eða Seðlabankastjórnarinnar ef hún ekki veit hverjum hægt erað trúa.  Og ef íslenska þjóðin hefur ekki traust á þessum æðstu stjórnvöldum samfélagsins hvernig getum við þá búist við að erlendir viðskiptaaðilar treysti Seðlabankanum og ríksistjórninni.

Halda menn virkilega að krónan fari niður fyrir 290 evrurnar í Evrópubankanum og farið verði að skrá gengi krónunnar í viðskiptabönkum álfunnar meðan ekki er hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum.

Það var þó ánægjulegt að Geir og Davíð og söfnuður þeirra gat glaðst yfir 8% hækkun á gengi krónunnar á Íslandi.  En það var bara engin hækkun á gengi hennar hér í Noregi.  Hún finnst ekki meðal skráðra gjaldmiðla.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fannst þú vera að taka afstöðu í öðru máli sem þú hefur ef til vill ekki kynnt þér nægjanlega. Hvet þig til að kynna þér mína hlið. Með góðri kveðju, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2008 kl. 21:44

2 identicon

Hvoru tveggja.

101 (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hér er um að ræða bæði lýðskrum davíðs og Ingibjörg að sveigja hjá sannleikanum. En hér er þýðing á yfirlýsingunni Úr PÓLITÍSKU yfir á ÍSLENSKU

http://savar.blog.is/blog/savar/entry/735029/

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Dunni

Já Doris.  Ég hef nákvæmlega sömu tilfinningu fyrir því af hverju Ingibjörg S valdi að fara í stjórn með Geir, þ.e. flokknum sem hún hafði heitið að koma út úr stjórnaráðinu eftir kosningarnar.  Í staðinn geirnegldi hún virkið í kringum Sjálfstæðisflokkinn og ákvað sjálf að búa í ástlausu sambúðarformi með óvininum innan virkisveggjanna.

Hennar dagar eru taldir fylgi hún ekki eftir yfirlýsingum sínum um ástandið í Seðlabankanum.

PS.  Annars virðist mér Ingibjörg vera lítill "davíð" inn við beinið. Það er grunnt á valdashroka og frekjuna þar á bæ líka. 

Dunni, 5.12.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband