Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Nú þegar ríkið sparar og allt er skorið niður við trog, m.a. tvær gestsýningar þjóðleikhússins spyr maður sjálfan sig af hverju þjóðleikhúsinu er einfladlega ekki lokað. Það hlýtur að spara hundruðir milljóna yfir árið að segja uppp leikhússtjóra & leikurunum, miðasölugenginu og sætavísunum liðinu í sælgætinu og fatahenginu svo einhverjum sem mega missa sín sé sagt upp.
Hvurn andskotan hefur þjóð í kreppu að gera við menningarmusteri eins og þjóðleikhúsið. Þar er hvort sem er ekkert sýnt nema hádramatískir harmleikir þar sem fólki stekkur ekki bros á vör. Þvert á móti fara gestir þynglyndari heim en þeir komu í leikhúsið. Það er nokkuð sem þjóðin þarf ekki á að halda núna. Mörg ár síðan Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi drógu að tugi þúsunda leikhúsgesta sem voru síðan í góðu skapi vikum saman eftir hafa séð Kasper, Jesper, Jónatan og Soffíu frænku svo maður tali nú ekki um ljónið. Þá kom Lilli klifurmús öllum í gott skap þegar hann spilaði með Mikka ref.
Ef fólkið vill fara í leikhús getur það gert það á kostnað ríkisins með því að kíkja inn í Alþingishúsið. Þar standa Geir og Solla, Ögmundur og Illugi fyrir dramatíkinni. Trúðarnir, Össur og Árni J. Grétar Mar og Valgerður þvæla svo þvílíka vitleysu að ekkert sirkusfífl kemst með tærnar þar sem þau hafa hælana í heimskupörunum. Svo eru náttúrulega menn eins og Árni Matt og Kjartan Ólafsson gott rqannsóknarefni fyrir mannfræðinga að finna út hvaða eiginleika þeir hafi sem nýst geti þjóðinni á Alþingi.
Ef menningaraðallinn léti sér leikhúsið við Austurvöll nægja mætti spara mikla peninga og styrkja þannig setefnu ríkistjórnarinnar á Íslandi sem er þvr öfug við stefnu allra ríksstjórna í heiminum á krepputímum. Meðan íslenska stjórnin er í samkepni við atvinnulífið á góðæristímum halda aðrar ræikisstjórnir að sér höndunum og spara í góðærinu. Þær opna síðan kassann þegar illa árar og fara út í opinberar framkvæmdir til að halda úti atvinnulifinu eins og hægt er á krepputímum.
Við skúlum bara loka þJóðleikhúsinu og segja upp öllu starfsfólki nema húsverðinum sem hvort sem er er á lúsalaunum miðað við leikhússtjórann. Þá má loka fyrir 95% af rafmagni og hita í leikhúsinu því nog er að hafa birtu og il í húsvarðarherberginu. Hann getur rölt um með vasaljós á eftirlitsferðunum um salina.
Mér sýnist þetta vera fundið fé sem nota mætti í staðinn í RÚV-ið svo ekki þurfi að loka svæðisútvarpinu svo eitthvað sé nefnt.
Þjóðleikhúsið hættir við tvær sýningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.12.2008 | 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framtak frostjórans, Hermans Ragnarssonar, í Fjölskylduhjálpinni er til fyrirmyndar og gott væri ef fleiri forstjórar með meiri fjárráð færu að dæmi hans.
Á hverju einasta ári vinnur Fjölskylduhjálpin, Hjálpræðsiherinn og fleiri stofnanir ómetanleg störf í þágu þeirra sem á tímabundinni eða langvarandi aðstoð þurfa að halda. Alltof fá okkar höfum hugmynd um hve lífsbjörgin getur verið erfið hjá fólki sem lent hefur í vandræðum einhverra hluta vegna og því ætti hvert aflögufært mannsbarn að gera að skyldu sinni rétta þeim hjálparhönd í formi fjárframlaga eða vinnuframlags.
Ekki er ólíklegt að á Íslandi verði nú mun fleiri en áður sem erfit eiga með að gleðja börn sín og barnabörn eins og þeir hefðu gjarnan óskað sér. Þeir verða líka fleiri sem ekkert geta veitt sér og sínum til jólanna nú. Því þurfa fleiri að fara að dæmi Hermans og gerast liðsmenn Fjölskylduhjálparinnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er nefnilega rétt sem Hermann segir, "Það gerir mann að betri manni."
Forstjóri gerist sjálfboðaliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.12.2008 | 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norska blaðið, Aftenposten, birti á netmiðli sínum athyglisverða frétt um ástandið á Íslandi og fólksflutningana þaðan í morgun.
Læt hér fylgja linkinn á fréttinna fyrir áhugasama.
http://e24.no/spesial/finanskrisen/article2802939.ece
En vil þó í leiðinni benda á að grasið er ekkert fagurgrænt hér handan við hafið. Það er líka kreppa í Noregi þó hún sé ekkert í líkingu við þá sem herjar á Ísland. Það er erfiðara að fá vinnu hérna núna en það var fyrir 4 mánuðum. Og þeir sem eiga auðveldast með að fá vinnu eru þeir sem hafa einhverja sérmenntun, helst innan tölvubransans, sem vantar hér í konungsríkinu.
Bloggar | 3.12.2008 | 07:08 (breytt kl. 07:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikils vænst af Emile Heskey er hann var keyptur til Liverpool. Það fór með hann, eins og svo marga sem Houllier keypti, að hann passaði aldrei inn systemið hjá Fransmanninum.
En þeir sem muna Heskey hjá Leicester á síðustu öld vita hvað hann gat og nú hefur hann sýnt sína gömlu takta aftur. Er eki alveg viss hvort hann passar inn í Liverpool í dag. Held samt að hann gæti nýst vel þar og í hvaða liði sem er. En ef eitthvert lið ætti að reyna, með kjafti og klóm að komast yfir kappan er það Tottenham. Hann hefur leikð þá svo grátt í gegnum árin að það besta sem Spurs gætu gert væri hreinlega að kaupa hann.
Selur Wigan Heskey? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.12.2008 | 16:04 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar